Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 30
G R E I N
Samvinna
sveitarfélaga og
ungmennafélaga
Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni í Eyjarfirði skrifar
í dreifbýli landsins eru víðast mörg
verk óunnin til að skapa æsku landsins
og öllum öðrum íþróttaiðkendum, sem
fullkomnasta aðstöðu er hæfa hinum
fjölmörgu greinum íþrótta sem við
stundum í dag.
Menn þurfa að lyfta Grettistökum til að
slík aðstaða fáist í mörgum
byggðarlögum landsins og þess vegna
standa menn, hversu áhugasamir sem
þeir eru, ráðvilltir frammi fyrir
verkefnunum sem oftast kosta of miklar
fórnir og of háar upphæðir, allt of fárra
greiðenda. Þess vegnaþarf þrautseigju,
samheldni, samvinnu og markviss
vinnubrögð til að ná árangri, sem skilar
okkurnærmarkinujafnt í uppbyggingu
aðstöðunnar svo og í árangri
viðkomandi íþróttagreina.
Eg vil með fáum orðum skýra frá
samvinnu Ungmennafélagsins Reynis
og sveitarstjómar Arskógshrepps í
Eyjafirði, þar sem við höfum leitast við
að vinna saman að uppbyggingu og
rekstri íþróttamannvirkja í litlu
sveitarfélagi, sem aðeins telur tæplega
360 íbiía.
Þar er mikill.íþróttaáhugi, en aðstaðan
ekki sem skyldi og því nauðsynlegt að
sameina kraftana ef það gæti orðið til
þess að nýta betur þá fjármuni sem
varið er í uppbyggingu.
Þegar svo mannvirkin eru komin upp,
þarf mannskap og fjármuni til
rekstursins.
Tveir grasvellir eru á íþróttasvæði
sveitarinnar við félagsheimilið Arskóg.
Þeir eru byggðir af ungmennafélaginu
með styrk frá sveitarfélaginu. Með því
móti hefur fengist gífurleg
sjálfboðavinna einstaklinga og
vinnuvélaeigenda og eru því
mannvirkin eign ungmennafélagsins en
ekki sveitarfélagsins.
Öruggt má telja að með þessu móti
nýtist miklu betur allt sjálfboðastarf
helduren ef sveitarfélagið ætti og stæði
fyrir framkvæmdum. Samrekstur á sér
stað um skólahúsnæði og félags- og
íþróttaaðstöðu inni.se m þ v í m i ð u r fy lg i r
ekki kröfum tímans um vallarstærð og
aðra aðstöðu.
Lítil sundlaug er við félagsheimilið og
var hún byggð í félagi sveitarfélags og
ýmissa félagasamtaka í sveitinni.
Varðandi rekstur allra þessara
mannvirkja hefur verið gert
samkomulag við ungmennafélagið yfir
sumarmánuðina, en á veturna er
reksturinn undir stjórn skólastjóra.
A sumrin er ráðinn framkvæmdastjóri,
sem sér um reksturinn, fær hann laun
greidd úr sveitarsjóði, en í staðinn sér
ungmennafélagið um sundlaugarvörslu
og hefur innkomu af sundlauginni.
Hefur félagið einnig öll önnur afnot af
húsi og mannvirkjum frítt.
Þessi framkvæmdastjóri sér um allt
mótahald, umsjón og merkingu
íþróttavalla og þrif sundlaugar og
annarramannvirkja. Hagsmunirbeggja
eiga að geta farið saman.
Öll yfirstjórn er í höndum
ungmennafélagsins, sem síðan verður
að virkja félagsmenn sem best til að
sinna einstöku starfa í laugarvörslu,
rekstri sjoppu við mótahald, hirðingu
og merkingu íþróttavallanna,
hreingemingu á sundlaug og í íþróttasal,
vörslu tjaldstæða, slá og hirðagrasbletti,
og allt annað sem til fellur, eins og
samræmingu á mótahaldi og æfingum í
hinum ýmsu greinum íþróttanna.
Með þessu móti tel ég möguleika á betri
tjárhagsafkomu félagsins og betri
tekjumöguleika og um leið sparast
tjármunir í launagreiðslu
sveitarfélagsins.
Því fjármagni er betur varið í
framkvæmdastyrki við áframhaldandi
uppbyggingu. Fjárhagsleg ábyrgð yrði
hjá ungmennafélaginu eftir sem áður og
mannvirkin eign þess og undir stjórn
þess.
Að lokum vil ég gjarnan beina því til
sveitarstjórnarmanna, sem a. nt. k. í
hinum dreifðu byggðum landsins hafa
vel flestir fengið sinn félagsmálaskóla
í ungmennafélögunum og skulda þeirn
e. t. v. uppeldið. Getum við ekki tekið
á móti æskunni með uppbyggingu og
rekstri hinnar fjölbreyttu aðstöðu, sem
óskaðereftirídag. Virkjumunglingana
sjálfa til forystustarfa, margt getur
áunnist við það. Betri nýting fjármuna,
æskilegri aðstaða og fullkomnari, meiri
ánægja fólksins, meiri og almennari
iðkun íþrótta, fleira fólk í dreifbýlið og
betra mannlíf.
Sveinn Jónsson
30
Skinfaxi