Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 35
Y M I S L E G T
Fimleikadömur á
Seltjarnarnesi
Fimleikadeild Iþróttafélagsins Gróttu á
Seltjarnarnesi var stofnuð í janúar 1986.
I vetur hefur deildin m. a. staðið fyrir
fimleikanámskeiðum fyrir börn.
Rúmlega 200 krakkar, þar af um 50
strákar, hafa stundað æfingar af kappi.
í lok vetrar var haldin sýning þar sem
foreldrum var gefinn kostur á að sjá
hvað litlu fimleikastjörnurnar hefðu
lært. Ahugi á fimleikum er mikill á
Nesinu, en alls starfa 12 kennarar við
þjálfun. Á þessum myndum sem teknar
\voru á lokasýningunni sjást þjálfararnir
Jenný Olafsdóttir og Margrét
Sigmarsdóttir aðstoða fimleika-
dömurnar.
Nýr formaður
Umf. Vesturhlíðar
Ungmennafélagið Vesturhlíð ber nafn sitt af húsi UMFÍ á Öldugötu 14
og starfar í Reykjavík. Félagið var stofnað 26. maí 1987. I félaginu
eru rétt um 30 manns á öllum aldri, en flestir eru gamlir
ungmennafélagar.
Auk reglulegra funda hafa félagar sinnt margvíslegum málum. Þeir
aðstoðuðu við stofnun Umf. Fjölnis í Grafarvogi, en það félag hefur
svo sannarlega spjarað sig vel. Gróðursettar hafa verið trjáplöntur í
Þrastaskógi, tekið hefur verið þátt í Flreinsunarátaki UMFÍ og einnig
Göngudegi fjölskyldunnar. Formaður Vesturhlíðar frá stofnun, Egill
Heiðar Gíslason, lét nýlega af formennsku eftir “heillarík störf
Helgi Gunnarsson sem hefur verið félagi frá stofnun tók við fonnennsku
félagsins og er það von manna að hann eigi eftir að reynast vel. Allir
ungmennafélagar á höfðuðborgarsvæðinu eru velkomnir í félagið.
Helgi Gunnarssori, nýkjörinn
formaður Umf. Vesturhlíðar
Skinfaxi
35