Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1995, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.02.1995, Qupperneq 6
Umhverfið í okkar höndum Síðastliðið sumar óskaði umhverfisráð- herra eftir samstarfi við ungmennafélags- hreyfinguna um að bæta umgengni lands- manna við strendur, haf, ár og vötn lands- ins. I framhaldi af því var skipuð fram- kvæmdanefnd er hefur yfirumsjón með verkefninu. I nefndinni sitja Pálmi Gísla- son formaður nefndarinnar, Ólína Sveins- dóttir, stjórnarmaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Guðlaugur Gauti Jónsson, upplýsingafull- trúi umhverfisráðuneytisins og Anna Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri. Ungmennafélagshreyfingin hefur frá upphafi starfsemi sinnar 1907 lagt mikla áherslu á umhverfismál. Til gamans má geta þess að í fyrstu tölublöðum Skinfaxa 1909 voru ritaðar ítarlegar greinar til að leiðbeina ungmennafélögum til að sinna grasafræði, matjurtarækt, skórækt og skrúðgarðarækt. Einnig var vísað til ábyrgðar þeirra tíma kynslóðar á að rækta landið og skila því til komandi kynslóða í betra ástandi en tekið var við því. Það hafa mörg verkefni verið ofarlega í hugum manna þegar litið er til síðari ára. UMHVERFIÐ í OKKAR HÖNDUM Flestir muna góðan árangur af verkefninu „Tökum á - tökum til“ á árinu 1989. Hreinsað var meðfram vegum á 6000 km kafla og lágu eftir 400 - 500 tonn af rusli. Svipaða sögur er að segja um verkefnið „Fósturböm" er stóð yfir 1991 - 1993 þar sem ungmennafélög tóku að sér að huga að sérstökum svæðum. Á milli 200 - 300 svæði á landinu nutu góðs af verkefninu. Á síðasta ári var lögð áhersla á að lands- mót ungmennafélaganna væri umhverfis- vænt þar sem allt rusl var flokkað og skolp nýtt til áburðar. Bætt umgengni við hafið, strendur, ár og vötn landsins Að þessu sinni hugum við að bættri umgengni landsmanna við hafið, strendur, ár og vötn landsins. Umgengni við ár, vötn, strendur og hafið hefur fengið of litla athygli almennings. Við vitum um msl og drasl meðfram ám og vatnsbökkum. Einnig vitum við að við strendur landsins er sums staðar mikið af rusli til mikillar óprýði auk þeirra vandamála er fylgja þeg- ar hættulegum úrgangsefnum er hent í sjó- inn. Margt hefur áunnist í umhverfismál- um á síðustu árum og eins og áður sagði á ungmennafélagshreyfingin stóran þátt í því. Það er ekki langt síðan að algengt var að almenningur henti rusli út um bíl- glugga. Við megum ekki sofna á verðin- um. Þess vegna er mikilvægt að ung- mennafélagshreyfingin haldi áfram því verki að vekja almenning til meðvitundar um mikilvægi umhverfismála. Góðar undirtektir Undirtektir við umhverfisverkefni UMFÍ 1995 hafa verið góðar. Ásamt um- hverfisráðineytinu eru samstarfsaðilar að verkefninu Samband íslenskra sveitarfé- laga og bændasamtökin. Sjómannasam- band Islands, Farmanna- og fiskimanna- samband Islands, Vélstjórafélag Islands og Landssamband útvegsmanna styðja átakið. Umhverfisverkefninu „Umhverfið í okkar höndum" var formlega ýtt úr vör með málþingi á Hótel Loftleiðum 26. febr- úar síðastliðinn. Heiðursgestur málþings- ins var forseti Islands Vigdís Finnboga- dóttir. Þórir Jónsson formaður UMFÍ setti Fjölmargir gestir sóttu málþingið á hótel Loftleiðum. Heiðursgestur þingsins var forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.