Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 7
Össur Skarphéðinsson þ.v. umhverfisráð- herra ávarpaði gesti. fjölskylduna til þátttöku. Viðurkenningar og verðlaun verða veitt á grundvelli þátt- töku. Jafnframt verður skráð hversu mikið og hverskonar rusl finnst á hverjum stað, enda er þá hægt að gera sér enn betur grein fyrir því hvaðan ruslið kemur. Aðilarað alþjóðasamtökum Umhverfisverkefni UMFÍ hefur gerst aðili að alþjóðasamtökunum Clean Up The World, en þau eru aðili að Umhverfisstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Áttatíu lönd eiga aðild að þessum samtökum. Meginmark- mið samtakanna er að vinna að verkefnum í líkingu við það sem hér um ræðir. Með því hyggjast þau virkja almenning til þátt- töku í að hreinsa umhverfi okkar og um leið að efla vitund almennings um mikil- vægi þess að hafa hreint og ómengað um- hverfi. Við væntum þess að ná töluverðum ár- angri með verkefninu er m.a. mun felast í því að ná fram viðhorfsbreytingu á meðal almennings til bættrar umgengni við nátt- úru landsins. Eins og yfirskrift verkefnis- ins felur í sér þá er það á okkar ábyrgð hvernig við göngum um landið þar sem umhverfið er í okkar höndum. Anna Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri. I lok málþingsins fórufram pallborðsumrœður og bárust m.a. fyrirspurnir frá gestum. Hér er það Helgi Laxdal, sem ber fram fyrirspurn. Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, setti mál- þingið. málþingið. Meðal framsögumanna voru full- truar aðila er standa að umhverfisverkefninu: Ossur Skarphéðinsson þ.v. umhverfisráð- herra, Jón Helgason þ.v. formaður bænda- samtakanna og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Samband íslenskra sveitarfélaga. Eitt megin viðfangsefni komandi aldamótakyn- slóða verða umhverfismál! Málþingið „Umhverfið í okkar hönd- um" var vel sótt. Á málþinginu kom m.a.fram að umhverfisátak eins og hér um ræðir hafi mikið uppeldislegt gildi fyrir kynslóðimar sem eru að vaxa úr grasi. Is- lendingar eiga að stefna að því að verða fyrirmynd annarra þjóða í umhverfismál- um. Ennfremur að Islendingar verði í for- ystu um að komið verði á alþjóðlegum samþykktum í umhverfismálum, m.a. um losun slæmra efna í sjó. Þessu málþingi verður fylgt eftir með fræðslufundum á sjö stöðum víða um land. Fræðsfundimir verða með því sniði að framsögur verða m.a. frá umhverfisráðu- neytinu, hreinsunarátakið kynnt og síðan munu verða framsögur frá heimamönnum, ásamt umræðum er myndi ljúka með álykt- un fundarins. Hreinsunarátak sumarsins Hreinsunarátak sumarsins er stærsti hluti verkefnisins. Hreinsunarátakið hefst 5. júní 1995, sem er alþjóðlegur umhverf- isdagur samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna frá 1972, og er lögð áhersla á að fá sem flesta til þátttöku þann dag. Hreins- uð verða strendur, ár- og vatnsbakkar landsins. Hreinsunarátakið er hugsað sem víðtæk aðgerð í umhverfismálum og verð- ur framkvæmdin undir forystu ungmenna- félaga í samstarfi við samstarfsaðila verk- efnisins um land allt. Þátttakendur verða á öllum aldri og er ætlunin að virkja alla Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.