Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Síða 10

Skinfaxi - 01.02.1995, Síða 10
2. verðlaun í yngri flokki: íslensk menning - f augum 12 ára stúlku Þar sem ritgerð um íslenska menningu í heild yrði of yfirgripsmikil ætla ég að lýsa hvernig íslensk menning kemur 12 ára stúlku fyrir sjónir, það er að segja mér. Hvað er íslensk menning? Er ætlast til að ég viti hvað íslensk menning er? Eg fer á matsölustaði og panta pizzur og ham- borgara. Ég fer á diskótek og dansa eftir enskri músik og geng í fötum, pöntuðum frá útlöndum. Er það íslensk menning? Eða er íslensk menning einungis slátur- keppir og soðin ýsa, íslensk þjóðlög, upp- hlutir og peysuföt? Verður lífið sláturkepp- ir og peysuföt í framtíðinni eða verður ís- lensk menning pizza og enskuslettur eftir 100 ár? Ég hef heyrt „Eflum íslenskt“ oft og mörgum sinnum og ef ég kveiki á sjón- varpinu sé ég auglýsinguna með stórum staf „íslenskt, já takk“. Svo kemur banda- nsk bíómynd. Svo er átak gegn mengun og maður fer niður í bæ og getur varla andað fyrir mengun. Þarf maður að ganga með súrefnisgrímur í framtíðinni? Að hverju verður Island? Þessi hálendi litli flötur á hnettinum, sem allir dáðust að, með fallegu fjöllin og grænu skógana. Landið er að fjúka burt!!! Verður það fokið eftir nokkra áratugi eða verður það endurbætt, með grænu túnin, heiðan himininn og ómeng- aða loftið? Deyr fegurðin út? Deyr íslenska menningin út? fsland á svo margt sem við viljum ekki missa. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvað við tölum óskýra íslensku og pössum lítið upp á það sem við höfum. Við erum að leggja ís- lenskt niður. Reynum að halda heilbrigðri þjóð. Leggjum reykingafaraldurinn niður. Látum vímuefnin víkja fyrir íslenskri tungu, ís- lenskum vörum og íslensku heilbrigði. Við verðum að varðveita það sem okkur var falið í hendur. Islensk menning spillist ekki meðan við leggjum okkur fram. Við komumst ekki hjá því að sjá rusl á götum Reykjavíkur. Jafnvel þótt við aðeins lítum út um gluggann. Við höfum tært og gott vatn, fallegt tungumál, góða ull og góða mjólk frá íslenskum húsdýrum, fallegt landslag og yndislega þjóð meðan við varðveitum það sem við höfum. SETJUM ÍSLENSKT í ÖNDVEGI. Halla Vilhjálmsdóttir, 7.A. Melaskóla, Reykjavík íþróttafólk! Við útbúum fyrir ykkur það sem þiö þurfið til verðlauna og viðurkenningar. Hringið og fáið myndalistann okkar. ALFASVEINN % 720 - Borgarfiröi eystri Sími 97-29977 Margir hafa af því áhyggjur, að íslenskukunnáttu fari hrakandi. Þeir hafa því miður nokkuð til síns máls. Sem betur fer er það þó ekki algilt. Þessi mynd var tekin á landsmóti UMFI að Laugar- vatni síðastliðið sumar. Þar þreyttu margir keppni í stafsetningu og útkoman var yfirleitt býsna góð. 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.