Skinfaxi - 01.02.1995, Side 20
Þórdís Gísladóttir:
Hvernig hefur næring
áhrif á íþróttagetu?
Margir þættir hafa áhrif á íþróttagetu
einstaklingsins s.s. íþróttaaðstaða, einbeit-
ing, þolinmæði, hæfileikar, sjálfsagi, ofl.
íþróttamenn þjálfa hraða, þol, kraft, tækni,
afla sér betri búnaðar og aðstöðu og má þar
nefna skó, áhöld, íþróttavelli ofl. Þessir
þættir eru auðvitað mjög mikilvægir og
ómetanlegt að hafa góðan þjálfara sem
aðstoðar við alla þessa þætti. Einn þáttur er
þó eftir sem oft vill gleymast bæði hjá
íþróttamönnum og þjálfurum og það er
mikilvægi réttrar næringar. Við lifum á
tímum þar sem keppnin er orðin það hörð
að í íþróttum eru titlar unnir með svo
litlum mun sem lsm 1/100 sec. Allir eru
að reyna að ná sem bestum árangri og því
ekki að hægt að hundsa næringuna alveg.
Mikilvægt er fyrir íþróttafólk hvort
heldur unglinga eða afreksmenn í íþróttum
að afla sér þekkingar á næringarfræði.
Þekkingin gefur frelsi til að velja og hafna
í fæðuvali. Kannanir hafa leitt í ljós að
fæðan hefur áhrif á íþróttagetu. Fæði fyrir
og eftir æfingu/keppni og magn fæðunnar
hefur áhrif á hámarksgetu.
Afhverju borðum við ?
Hlutverk fæðunnar er að sjá líkamanum
fyrir orku. Ur fæðunni fáum við einnig
bætiefni, steinefni, trefjaefni og vatn.
íþróttafólk þarf mun meiri orku en aðrir,
þar sem það hreyfir sig miklu meira.
Mikilvægt er að gera greinarmun á
orkugildi og hollustugildi. Orkugildi
gefur til kynna hve margar hitaeiningar eru
í fæðunni, hollustugildi gefur til kynna
Þórdís Gísladóttir.
hollustu fæðunnar eða hve mikið af
bætiefnum eru í fæðunni. Gosdrykkir eru
orkuríkir, (1 dós af gosdrykk inniheldur
u.þ.b 130 he) þeir hafa aftur á móti ekkert
hollustugildi. Sykurskertir (diet) drykkir
eru orkusnauðir og hafa ekkert holl-
ustugildi og þjóna því engum tilgangi í
næringu íþróttafólks. Við borðum til að fá
orku og til að fá næringarefni svo líkaminn
geti starfað eðlilega. íþróttafólk þarf á því
að halda að líkaminn geti starfað eðlilega,
svo hann sé í stakk búinn að takast á við
erfiðar æfingar og nota til þess bestu
mögulegu orku sem til er.
Hvað verður um orkuna?
Mest af orkunni er notað til að full-
nægja grunnefnaskiptum líkamans (GE)
Það er sú starfsemi sem er alltaf í gangi
hjá okkur þ.e. ósjálfráða starfsemin.
Öndunarfærin þurfa orku til að draga loft
niður í lungun og heilinn þarf orku í sitt
hvíldarlausa starf svo eitthvað sé nefnt.
Grunnorkuþörfin er háð aldri, kyni, hæð,
hita umhverfis, líkamshita og þyngd (Sjá
töflu 2). Þeir sem eru stórir hafa því hærri
grunnorkuþörf en lágvaxir. ÖIl hreyfing
og líkamleg áreynsla krefst viðbótarorku
(Sjá mynd 1). Því hefur íþróttafólk
miklu meiri orkuþörf á dag en kyrrsetufólk
og þarf því að borða mun meira til að
koma til móts við þessa auknu orkuþörf.
íþróttafólk þarf að gæta þess að
orkuinntaka sé nægileg. Ef borðað er of
lítið hefur líkaminn ekki nógu mikla orku
til sinnar starfsemi og þarf því að brjóta
niður vöðva líkamans til að geta
framkvæmt æfinguna.
Ef orkuinntaka er allt of lítil miðað við
orkunotkun eru vöðvar líkamans brotnir
niður til að nota sem orku með fitunni.
Það gagnar lítið að æfa og æfa og borða
svo ekki nóg og brjóta það jafnóðum niður
sem byggt var upp á æfingunni. Iþróttafólk
í megrun þarf að hafa þetta í huga. Ef farið
er of geyst í megrun er hætta á að missa
kraft, raska vökvajafnvægi í líkamanum og
auka líkur á meiðslum þar sem líkaminn
þolir ekki álag æfingar orkulaus.
Hvað á íþróttafólk að
borða?
Orkuefnin eru þrjú kolvetni, fita og
prótein. Hlutfall orkuefnanna ætti að vera
eftirfarandi hjá íþróttamönnum í flestum
íþróttagreinum. Kolvetni 60-70% af
orkuinntökunni, prótein 10% og fituinn-
takan 20-30% af heildarorkuinntökunni
(Sjá mynd 4).
I íþróttagreinum sem krefjast þols mun
skortur á kolvetni draga verulega úr getu
til að halda áfram æfingunni í langan tíma.
Knattspyrnumaður Skíðamaður Hlaupari Hjólreiðamaður
450 He/klst. 600 He/klst. 900 He/klst. 250 He/klst.
Mynd 1. Orkuþörf íþróttagreina í hitaeiningum á klukkustund.
20
Skinfaxi