Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 28

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 28
þess að virkni ónæmiskerfisins minnkar. Það eru einhver mörk þarna á milli sem maður verður að hafa í huga. í Bandaríkjunum er með- höndlun krabbameinssjúklinga meðal annars fólgin í því að þeir fari út að ganga og hreyfi sig reglulega. Þetta er ekki einungis gert í þeim tilgangi að auka virkni ónæmiskerfisins heldur einnig vegna þess að hæfileg hreyfing veldur vellíðan sem á stóran þátt í bata þessara sjúk- linga. Ef við lítum á fyrrnefnd endorfín þá á virkni þeirra stóran þátt í betri líðan fólks og já- kvæðum þáttum líkamsræktar. Þau hækka til dæmis sársaukaþröskuldinn þó nokkuð." Góð aðstaða í Svíþjóð Ingibjörg Hrönn segir að mjög gott sé að vinna að rannsóknum sem þessari í Svíþjóð. Svíar séu mjög framarlega á svið íþróttalíffræði og lífeðlisfræði og þar ríki mikill áhugi á því sviði. Island er landið, við erum í takt við umhverfið! ÍSLANDSBANKI Ungmennafélag Islands hefur hvatt fólk mjög til hollrar hreyf- ingar. Má til dœmis minna á Lýð- veldishlaupið, sem UMFI gekkst fyrir á síðasta ári og fjöldi manns á öllum aldri tók þátt í. „Þeir hafa tekið mjög vel á móti mér og greitt götu mína á allan hátt eins og að fjármagna þessar rann- sóknir sem sannarlega kosta sitt. Þegar við höfum verið að sækja um styrki til rannsóknanna í Sví- þjóð höfum við m.a. bent á að það sé mjög þjóðhagslega hagkvæmt að komast áleiðis á þessu sviði vegna þess að það væri gott ef við gætum komist af með að taka minna af lyfjum og notað lyfja- framleiðslu eða mótefnafram- leiðslu líkamans í auknum mæli til þess að fyrirbyggja veikindi og alls konar vanlíðan sem hrjáir fólk frá degi til dags. Við erum með eigin framleiðslu á endorfíni sem við getum aukið með hreyfingu, sem veldur aukinni vellíðan." Ingibjörg Hrönn kveðst hafa mikinn áhuga á líkamsþjálfun og leggja áherslu á að hreyfa sig mik- ið. „ Eg hleyp sjálf, spila bamd- minton og fleira. Eg er alin upp í mikilli Breiðabliksfjölskyldu í rétt- um ungmennafélagsanda. Það er því kannski ekkert skrítið að áhugi á þessum rannsóknarefni hafi kviknað hjá mér. Ég stefni að því að vinna mikið með íþróttafólki í tengslum við rannsóknarverkefni mitt áður en ég kem heim og von- andi get ég starfað á sviði íþrótta- líffræðinnar í framtíðinni og leyft öðrum að njóta góðs af þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér.“ 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.