Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 8
mal að skmst Knattspyrnulið karla og kvenna eru þessa dagana að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir næstu leiktíð. Helstu tíðindin úr kvennaboltanum eru þau að Jörundur Áki Sveinsson, sem þjálfað hefur Stjörnuna undanfarin ár, hefur tekið við kvennaliði Breiðabliks. Við starfi Jörundar tók svo Auður Skúladóttir en hún lék með Stjörnunni í s.l. sumar. Ungmennafélögin eru einnig að ganga frá sínum málum í karlaboltanum og þegar þetta er skrifað er víst að Guðmundur Torfason verður áfram hjá Grindavík. Leiftursmenn eru að leita sér að nýjum þjálfara en fyrrum þjálfari þeirra, Kristinn Björnsson, hefur tekið við Valsliðinu. Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson verða líklega ráðnir aftur en þeir gerðu góða hluti með Keflavíkurliðið í sumar. Önnur lið sem ekki hafa gengið frá sínum málum eru Stjarnan og Skallagrímur en þau féllu bæði úr Sjóvá- Almennra deildinni í vetur. Skagamaðurinn, Ólafur Þórðarson, hefur verið orðaður við bæði liðin. Upp og niðun Árið 1997 verður ekki eftirminnilegt hjá ungmennafélögum. Það voru þó Ijósir punktar hér og þar en í flestum tilvikum gekk dæmið ekki upp. Karlalið Ungmennafélags Stjörnunnar féllu í 1. deild og sömu leið fóru Skallagrímsmenn. Keflvíkingar og Grindvíkingar komu hins vegar á óvart í deildinni og eins og allir vita sigruðu Keflvíkingar bikarkeppnina. Kvenna- og karlalið Breiðabliks ullu nokkrum vonbrigðum. Stelpurnar lentu í 2. sæti í Stofn- deildinni og strákarnir sátu eftir með sárt ennið í 1. deild eftir að hafa haft pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina. Frjálsíþróttaæfingar ífíeykjavík Eins og undanfarin ár leigir UMFI aðstöðu í Baldurshaga í Laugardal á föstudagskvöldum. Þarna er tækifæri fyrir ungmennafélaga sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann að mæta til æfinga, ásamt frjálsíþróttafólki víðar að af landinu sem vill leggja á sig ferðalögin. Æfingarnar eru á föstudögum kl. 19:40 - 21:20. Ungmennafélagar eru hvattir til að mæta vel. Héraðssambönd og félög ættu að láta boðin berast og ýta við sínu fólki. Æfingarnar eru ungmennafélögum að kostnaðarlausu. 8 rJsjþ aiv'fj*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.