Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 16
Þetta verður hörkumót Það eru þrjú ár síðan Páll Kolbeinsson lagði hörfuboltaskóna á hilluna og á sama tíma tók hann viðkörfuknattleiksliði lindastóls. Hann hefur þjálfað lindastól í þrjú ár og hefur jafnframt tekið við stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa bæjarins. Það má því með sanni segja að Páll sé með mörg járn í eldinum þegar kemur að íþróttum. Guðjón Skúlason og félagar hans hjá Keflavík munu reyna hvað þeir geta til að halda íslandsmeistaratitlinum. Páll telur hins vegar að deildin verði jafnari en áður. - Þú ert íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Sauðárkróks. Hvernig er íþróttalífið í bænum? „Það blómstrar. Við vorum að taka nýtt glæsilegt íþróttahús í notkun í réttri stærð. Við erum nýbúnir að byggja upp nýja knattspyrnu og íþróttavelli fyrir yngri flokka og eldri þannig að aðstaðan fyrir boltaíþróttir eru orðnar mjög góðar. Síðan erum við með í áætlun skíðasvæði og frjálsíþróttasvæði svo eitthvað sé nefnt. Við erum að byggja þetta markvisst upp og ég hef fengið góðan stuðning frá fólki eftir að ég byrjaði í þessu starfi.” - Taka bæjarbúar þá virkan þátt í þessari uppbyggingu? „Já, þeir hafa verið mjög duglegir, bæði börn, unglingar og keppnisfólkið okkar og síðan hefur almenningur tekið vel við sér undanfarin ár. Við erum með mjög öflugan og stóran skokkhóp á íslenskan mælikvarða sem telur 70 til 80 manns. Fólk hérna í bænum stundar ýmiskonar íþróttastarfsemi til dæmis er hestamennska mjög vinsæl hérna.” - Það er greinilegt að íþróttalífið á Sauðárkróki lofar góðu og körfuboltamen bæjarins hafa farið vel af stað? „Jú, jú við unnum Opna-Reykjavíkurmótið ekki alls fyrir löngu. Þetta var góð byrjun á vonandi góðu ári.” - Þið mætið sterkir til leiks í vetur? „Við erum með góðan hóp og vonandi blöndum við okkur í toppbaráttuna. Ég ætla ekki að lofa neinum stórsigrum en við erum í það minnsta með mjög samkeppnishæft lið. Stefnan er að vera í einu af fimm efstu sætum deildarinnar. Við eigum að eiga góða möguleika á því þar sem við höfum fengið Spánverja sem er 2.07 á hæð3, Torrey John og Sverrir Sverrisson frá Njarðvík.” - Það hefur ávallt verið nokkur vandræði hjá landsbyggðar- liðum hve lítinn hóp þau hafa. Eru þið með nógu breiðan hóp til að blanda ykkur í toppbaráttuna? „Ég tel okkur vera með mjög breiðan hóp. Það ætti því ekki að há okkur.” - Nú eru sumir í skóla í bænum í vetur. Hvernig fara menn að? „Fimm úr tíu manna hópnum eru í Reykjavík og þar munu þeir æfa í vetur. Þetta er náttúrlega ekki auðvelt. Við notuðum Reykjavíkurmótið til að keyra hlutina saman og fá smá reynslu. Þessi vinna krefst þolinmæðis og skipulags.” - Mun þá liðdið aldrei æfa allt saman í vetur? „Jú, jú, við munum reyna að hittast einum degi fyrir leiki og svo verðum við að nýta helgarnar vel til að koma saman. Þetta er í raun bara pússluspil sem þarf að raða saman.” Stemmningin hefur ávallt verið mikil á Króknum þegar leikir eru. Völlurinn ykkar hefur verið kallaður „Síkið“ og aðkomu- liðum hefur þótt erfitt að spila þar. í ár munu þið spila í nýju og stærra íþróttahúsi. Heldur þú að sama stemmningin muni myndast í nýja húsinu? „Já, ef við verðum í topparáttunni að þá á ég von að við fáum jafnvel fleiri áhorfendur. Og þá eigum við að geta skapað svipaða stemmningu og hefur verið hér undafarin ár. Þetta er ekki eins þröngt og „Sfkið“ en menn eru mjög háværir hér í Skagafirði og fólk hér í bænum á eftir að styðja vel við bakið á okkur þegar aðkomulið koma og heimsækja okkur.”

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.