Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 20
Þjónar starfsemi UMFI tilgangi? er hun timaskekkja i ohkar nutima þjoðfelagí. Skinfaxa þrjá valinkunna menn úr þjoðfelaginu þriggja spurninga um Ungmenuafélag íslands. Þeir sem teknir voru tali eru: Magnús Scheving þolfimikappi, leikari og rithöfundur, 1 Guömundsson íþróttalréttamaður á Stöð2 og Bylgjunni. Magnús Scheving Hefurðu fylgst með starfsemi UMFÍ í gegnum tíðina? „Já, sem áhugamaður, ekkert svona á kafi. Það kemst engin hjá því að fylgjast með þeirri starfsemi sem þar fer fram, það eru ungmennafélagar alls staðar. Þeir eru með sína starfsemi á mörgum stöðum út um landið og sín Landsmót auðvitað. Þegar ég hef verið að skemmta út á landi þá hef ég oft verið að skemmta á mótum sem félög innan vébanda þeirra hafa haldið.” Hefur svona hreyfing einhvern tilgang að þínu mati? „Hún hefur það án nokkurs vafa. Ég held samt að það sé komið að þeim tímapunkti í dag að það þurfi að breyta áherslunum. UMFÍ hefur jafn mikinn tilgang nú eins og áður en hreyfingin hafði meiri áhrif áður fyrr heldur en hún hefur í dag. Núna er hreyfingin í keppni við markaðsöfl á öðrum sviðum. Þannig að menn þurfa kannski að endurstokka spilin. í raun held ég að það þurfi að endurskipuleggja hreyfinguna frá A til Ö. Til dæmis hvernig mótin eru haldin og hvernig þessi félaga- samtök vinna. Bæði til að trekkja að áhorfendur og einnig til að fá þátttakendur til að vera stolta að því að vera í þessum félögum.” Er þessi hreyfing nauðsynleg fyrir þjóðfélagið? „Það held ég alveg pottþétt. Svona félagasamtök eru grasrótarsamtök þar sem mikill fjöldi fólks vinnur mikla sjálfboðavinnu. Ég held að það hafi allir gott af því að kynnast því einhvern tímann. Ég held þó að það sé lagt of mikið á sömu mennina og menn eru að guggna undan því að vera í sjálfboðavinnu til lengdar. Ég er viss um að eitthvað annað mundi koma í staðin ef þessi samtök yrðu lögð niður það er ekkert efni sem eyðist til dæmis verður vatn að gufu. Spurningin er hvort sé betra vatn eða gufa?” Þjónar starfsemi UMFI tilgangi? 20

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.