Skinfaxi - 01.12.1998, Síða 3
Utgáfustarfsemi
Ungmennafélags íslands
er í miklum blóma þessa
stundina. Hreyfingin gefur
út tvö tímarit, Skinfaxa og
Sportlíf, og á meðan
annaö blaðið er að slíta
barnsskónum heldur hitt
upp á 90 ára afmæli
Spennandi ár!
á er árið 1998 á enda og 4.
tölublað Skinfaxa komið í þínar
hendur. Árið 1998 hefur verið
viðburðarríkt hvað varðar
útgáfumál Ungmennafélags
íslands. Skinfaxi hélt sínu striki
89. árið í röð en ekkert annað
íslenskt tímarit hefur
komið út samfleitt svo
lengi. íþróttablaðið,
málgagn ÍSÍ, hætti að
koma út í lok síðasta
árs og má segja að sú
ákvörðun hafi verið
kveikjan að nýrri
blaðaútgáfu UMFÍ. Tímaritið Sportlíf leit dagsins
Ijós í apríl mánuði og hafa viðbrögð við blaðinu
verið hreint ótrúleg. Áskrifendum fjölgar stöðugt
og blaðið selst eins og heitar lummur í verslunum
landsins. Markmiðið með útgáfu Sportlífs er að
koma til móts við yngri
lesendur og kynna fyrir
þeim heilsusamlegt
líferni - það eru íþróttir.
Tímaritið Sportlíf kemur
út einu sinni í mánuði
og er ódýrasta íslenska
tímaritið á markaðnum í
dag eins og reyndar
kom fram í DV fyrr á árinu. Áætlað er að 12
tölublöð líti dagsins Ijós á næsta ári og verður
leitast við að hafa efnisvalið sem fjölbreyttast.
Skinfaxi heldur upp á 90 ára afmæli sitt á
næsta ári. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að
íslenskt tímarit skuli ná 90 ára aldri á meðan flest
ný tímarit á markaðnum endast varla út árið.
Skinfaxi sem er málgagn ungmennafélags-
hreyfingarinnar hefur verið að taka stöðugum
breytingum og er það stefna ritstjórnar að blanda
saman skemmtilegu efni úr starfi félaga okkar og
ítarlegum viðtölum við forráðamenn í þjóðfélaginu
og að sjálfssögðu íþróttafólk. Forseti íslands,
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, var í viðtali við
Skinfaxa á síðasta ári og sagði hann meðal
annars í samtali við
blaðamann að hann
myndi eftir tímaritinu
Skinfaxa frá því að
hann var unglingur.
Hver veit nema einn
af hinum ungu
áskrifendum okkar í
dag verði forseti íslands í komandi framtíð.
Á næsta ári verður ekkert slakað á í útgáfumálum
hreyfingarinnar. Áætlað er að 16 tímarit líti
dagsins Ijós áður en árið er á enda. Sportlíf mun
koma út 12 sinnum eins og áður hefur komið fram
og fjögur tölublöð
Skinfaxa koma út á
a f m æ I i s á r i
blaðsins. Ritstjórn
Skinfaxa og Sport-
lífs vonast til að
vera í sem bestu
sambandi við
ungmennafélaga
jafnt og aðra landsmenn á árinu 1999 því þar
finnum við fyrir efni í blöðin okkar. Ég vil fyrir hönd
ritstjórnar óska öllum landsmönnum gleðilegra
jóla og farsæls komandi árs. Sjáumst hress á
næsta ári.
Jóhann Ingi Árnason
ritstjóri
Fjögur tölublöð Skinfaxa
munu koma út á afmælisári
blaðsins
Sportlíf er ódýrasta
fslenska tímaritiö á
markaðnum í dag
SKINFAXI
Ritstjóri
jóhann Ingi Árnason
Auglýsingar
Markaðsmenn
Ljósmyndir
Sigurjón Ragnar
jóhann Ingi Árnason
Umbrot
Jóhann Ingi Árnason
Ritstjórn
Anna R. Möller
Sigurbjörn Gunnarsson
Sigurlaug Ragnarsdóttir
Vilmar Pétursson
Framkvæmdastjóri
Sæmundur Runólfsson
Ábyrgðarmaður
Þórir Jónsson
Prentun
Svansprent
Pökkun
Vinnustofan Ás
Dreifing
Blaðadreifing
Stjórn UMFÍ
Pórir jónsson
Björn B. Jónsson
Kristján Yngvason
jóhann Ólafsson
Kristín Gísladóttir
Ingimundur Ingimundarson
Sigurður Aðalsteinsson
Varamenn
Páll Pétursson
Sigurbjörn Gunnarsson
Anna R. Möller
Helga Guðjönsdóttir
Skrifstofa Skinfaxa
Pjónustumiðstöð UMFÍ
Fellsmúla 26
108 Reykjavík
sími: 568-2929
fax: 568-2935
netfang: umfi@umfi.is
m