Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 5

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 5
Úr NBA í enska boltann. Eggert Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson skrifa bók um enska boltann sem Hjálp ehf gefur út. Fótboltabók Hjálp ehf. hefur gefið út Enska boltann. Enski boltinn er kærkomin handbók um ensku deildakeppnina sem nýtur mikillar vinsælda íslenskra knattspyrnuaðdáenda. Umfjöllun fjölmiðla á íslandi um ensku knattspyrnuna hefur aukist gríðarlega á seinni árum og má telja til ýmsar ástæður eins og fleiri útsendingar í sjónvarpi, mikilla ferðalaga landans á kappleiki í Englandi og fleiri heimsklassa leikmenn í deildinni. Þess vegna réðust höfundar í það verk að skrifa bók um enska boltann sem gæti dregið upp mynd af aðal knattspyrnuliðum Englands og þeim sérstaka kúltúr sem er í kringum deildina. Bókin inniheldur upp- lýsingar um öll úrvalsdeildarliðin þar sem stiklað er á stóru í sögu liðanna auk þess sem fram koma skemmtilegar staðreyndir um þau. í bókinni koma einnig fram stuttar upplýsingar um öll 1. deildar félög auk nokkurra annarra neðri deildarliða. Einnig er birt ítarleg tölfræði um árangur liða, helstu sigurvegara í öllum mótum og viðurkenningar einstakra leikmanna. Höfundar Enska boltans eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson. Þeir hafa gefið út þrjár bækur um NBA-deildina er nutu mikilla vinsælda. Þá hafa þeir unnið verkefni fyrir íþróttasíður mbl. is. Útgefandi bókarinnar er Hjálp - hugmyndabanki en ísbók ehf., sér um dreifingu bókarinnar. Enski boltinn er 120 blaðsíður að lengd og leiðbeinandi verð er krónur 2890.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.