Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 6
UNGMENNAFELAGI Á UPPLEIÐ! Páll Kristins á fleygiferð með Njarðvík Það hafa nokkrir ungir og efnilegir körfu- boltadrengir vakið mikla athygli í vetur og verið að sýna ákveðinn styrk í upphafi körfu- boltavertíðar. Má þar m.a. nefna átján ára gutta frá Akureyri, Einar Örn Aðalsteinsson og þá hafa Keflvíkingarnir Kristján Guðlaugsson og Gunnar Einars- son verið að spila geysilega vel. Það verður erfitt fyrir Sigurð Ingimundarson þjálfara þeirra að taka annan hvorn út úr liðinu þegar Guðjón Skúlason snýr til baka eftir meiðsli. Fleiri ungir leikmenn hafa verið að sýna góða takta það sem af er og einn þeirra er Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson sem hefur verið að leika geysilega vel og sýnt nokkurn stöðugleika þrátt fyrir ungan aldur, en Páll er 22 ára. Páll byrjaði að æfa með meistaraflokki sextán ára og hefur þrisvar hampað íslands- meistaratitli með Njarðvíkur- liðinu. Hann spilaði nokkuð stórt hlutverk með Njarðvíkurliðinu í fyrra og í ár verða gerðar enn meiri kröfur til hans. Hann hefur komið sterkur til leiks og virðist hafa bætt töluvert við sig frá því í fyrra. ,,Þetta hefur gengið nokkuð vel í ár. Ég reyndi að nýta sumarið vel til æfinga og síðan eru sjö ár síðan maður byrjaði að æfa með meistaraflokki þannig að maður hefur safnað í reynslubrunninn á þeim tíma. Nú við erum komnir með sterkari mannskap en í fyrra og menn þurfa því að leggja harðar á sig til að tryggja sér fast sæti í liðinu. Það er mikil harka á æfingum og samkeppni um stöður er mikil. Ef menn ætla að vera með í þeirri baráttu verða menn að leggja hart að sér á æfingum. Svo spilar það náttúrlega stóra rullu að leika vel í leikjunum og sýna að maður valdi sinni stöðu. " - Þið fenguð til liðs við ykkur Friðrik Stefánsson og Hermann Hauksson sem leikur sömu stöðu og þú á vellinum Var þetta til að hleypa illu blóði í þig? ,,Nei, nei, ég erá því að aukin samkeppni sé bara af því góða og menn bæta sig ef eitthvað er. Ég var frekar að hugsa mér til hreyfings áður en Hermann kom en þegar ég vissi að hann var á leiðinni þá var ég enn ákveðnari að vera áfram. Við höfum æft saman á landsliðsæfingum þannig að ég kannaðist við hann og vissi að hann mundi styrkja liði." - Páll hefur leikið fimmtán landsleiki fyrir hönd íslands en hefur þó ekki enn fest sig í sessi með liðinu. ,,Ég hef verið inn og út og frekar verið að spila á kostnað annarra þ.e.a.s. ef einhver hefur meiðst eða ekki komist með. Ég er náttúrlega enn ungur en stefni að sjálfsögðu á það að tryggja mér fast sæti í liðinu." - Njarðvíkingar urðu íslands- meistarar í fyrra og liðið hefur verið að leika þokkalega í ár. Eigið þið eftir að bæta ykkur? ,,Já, það er engin spurning. Það hefur gengið dálítið brösulega f byrjun en við eigum nóg eftir inni. Getan er til staðar en það ríkir kannski dálítið andvaraleysi yfir þessu eins og er. Við fengum nokkra nýja leikmenn og það tekur alltaf tíma að stilla strengina saman en það er allt á réttri leið. Hér í Njarðvík kemur ekkert annað til greina en að vinna dolluna aftur og kannski aðra dollu til."

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.