Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 23

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 23
Stjarnan. á toppnum! Stelpurnar í Ungmennafélaginu Stjörnunni í Garðabæ mæta enn eitt árið með stjörnuprýtt lið til leiks... Þær hafa veríð illviðráðanlegar stelpurnar í meistaraflokki Stjörnunnar í handknattleik undanfarin ár. Með þær Herdísi Sigurbergsdóttur og Ragnheiði Stephensen fremstar í flokki hafa þær árlega skilað Garðbæingum gulli og engin breyting virðist ætla að vera í vetur. Stjörnustelpur mæta gríðarlega sterkar til leiks og hafa rúllað yfir andstæðinga sína í síðustu leikjum. Einstaklega vel hefur tekist að halda utan um þennan sterka hóp og nánast sömu andlitin eru að gera hlutina ár eftir ár. Ekki vantar samt ungu og efnilegu stelpurnar hjá félaginu og er greinilega björt framtíð hjá Garðbæingum. Skíðastaðir á Akureyri Hlíðarfjalli, 600 Akureyri Tel.: (+354) 462 29 30 Fax: (+354) 461 20 30 Hlíðarfjall Akureyri Vetraríþróttamiðstöð íslands, Akureyri Aðeins 7 km frá Akureyri í 500 m hæð yfir sjó. Veitingasala, skíðaleiga, stólalyfta, tvær spjaldalyftur, T-lyfta. Heildarafköst um 3000 m/klst. Fallhæð frá efstu lyftu að hóteli 500 m, lengsta skíðaleið 2,5 km. Göngubrautir 3,5 km, 5 km, 10 km. Ragnheiður Stephensen er með eitraða vinstri hönd og markverðir eiga ekkert móteitur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.