Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 28

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 28
UNGMENNAFÉLAGI í SVIÐSLJÓSINU! Vanda hætti með landsliðið Ungmennafélaginn, Vanda Sigurgeirsdóttir, sem þjálfað hefur íslenska kvenna landsliðið kom öllum á óvart þegar hún ákvað að hætta. Vanda á glæsilegan feril að baki sem leikmaður og þjálfari hjá hinu sigursæla liði Breiðabliks sem hreinlega var óstöðvandi á íslandsmótinu í knattspyrnu fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa leitt lið Breiðabliks til sigurs í deildinni ákvað Vanda að skiþta um gír og taka við kvennalandsliðinu. Vöndu hafði gengið ágætlega með landsliðið og virtist vera á réttri braut. Hún var í góðu sambandi við þjálfara félagsliðanna og sameinaði til dæmis að nokkru leiti æfingar félagaliðanna við æfingatöflu landsliðsins. Þrátt fyrir velgengni í starfi ákvað Vanda fyrr í vetur að skipta um gír. Hún sagði starfi sínu hjá íslenska landsliðinu lausu og tók við þjálfun meistaraflokks KR. Arna Steinsen og Ragna Lóa Stefánsdóttir hafa þjálfað KR liðið undanfarin tvö ár og leitt liðið til sigurs í deildinni bæði árin. Vöndu bíður því erfitt verkefni en hún ætti að vera vandanum vaxinn. Við hjá Ungmennafélagi íslands óskum henni velgengni í nýju starfi en vonumst að sjálfsögðu eftir að sjá hana í okkar röðum fljótlega aftur. BLÓÐBANKINN gefðu blóð! Lóttu róða ferðinni...

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.