Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1998, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.12.1998, Qupperneq 31
STIMORO ORIGINAL WUk XYLITOL STIMORO ORIGINAL TOitk XYLITOL Gekk ekki! (slenska landsliðið slegið út af laginu í Ungverjalandi... Aftur á byrjunarreit! íslenska landsliðið í handbolta varð að bita í það súra epli að komast ekki í úrslitakeppni HM í hand- bolta og nú bíða liðsins fá spennandi verkefni. ísland var í riðli með Finnum, Svisslendingum og Ungverjum og þrátt fyrir að hafa unnið alla heimaleiki og Finna þar að auki á útivelli sat liðið eftir með sárt ennið. Það voru Ungverjar sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða rimmu við vængbrotið lið íslands sem lék án fyrirliðans Geirs Sveinssonar. íslenska landsliðið á nú ekki möguleika á að leika meðal þeirra bestu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár og því má búast við að leikmenn eins og Geir, Júlíus, Guðmundur og Valdimar fari fljótlega að týnast úr hópnum. Þessir kappar hafa allir ávallt staðið fyrir sínu og það verður leiðinlegt að sjá á eftir þeim. Ungir strákar fá líklega tækifæri til að sanna sig á æfingarmótum og í undankeppninni að riðlakeppni fyrir næsta HM þar sem ísland mun glíma enn eina ferðina við Sviss um sæti.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.