Skinfaxi - 01.02.2000, Side 10
menning
Kultur og ungdom eða
Menning og æska er mót
sem haldið verður í Reykjavík
dagana 21.-28. júni í sumar,
Ungmennafélag íslands er
ábyrgðaraðili mótsins en
mótið er norrænt mót sem
NSU, Nordisk
samorganisation for
ungdomsarbejde, stendur
fyrir. Innan NSU eru 15
íþrótta- og æskulýðsfélög
með samtals um 2.000.000
félagsmanna og er UMFÍ eitt
af þeim. Formaður NSU er
Björn B. Jónsson,
varaformaður UMFÍ.
Um 2000 ungmenni á aldrinum 14-25 eru
væntanleg frá Norðurlöndunum til að
taka þátt í mótinu og er reiknað með 1000
íslenskum ungmennum. Kynning á
mótinu stendur nú yfir og fer sú kynning
fram að mestu á þingum héraðssambanda
og eins í framhaldsskólum um land allt.
Óhætt er að segja að ungt fólk er mjög
áhugasamt um þátttöku á mótinu og
margar fyrirspurnir eru um mótið. Flestir
hafa áhyggjur af því að það sé að verða
uppselt en svo er ekki og getum við lengi
á okkur blómum bætt. Dagskrá mótsins er
nú að öllu leyti tilbúin og er af mörgu að
taka. Má þar nefna Suðurlandsferð sem
HSK stendur fyrir, fatahönnunarkeppni,
ratleik í Öskjuhlíðinni, tónleika, ljós-
myndamaraþon, miðnætursund og
fjölbreytta íþróttadagskrá. Einnig verður
dagskrá Reykjavíkur menningarborgar
Evrópu opin þátttakendunum.
íslensku þátttakendunum gefst kostur
á að vera með í flestu á dagskrá mótsins
frá miðvikudegi 21. júní - miðvikudagsins
28. júní án endurgjalds, en þá er ekki
innifalinn matur og gisting, Gestakort
Reykjavíkur og Suðurlandsferð.
Gegn greiðslu kr. 9.900,- er innifalinn
hádegismatur og kvöldmatur þann 22.06.
morgunmatur, hádegismatur og kvöld-
matur þann 23. 24. og 25. og
morgunmatur og hádegismatur 26.06.
Matur verður á Broadway/Hótel íslandi.
Gisting í skólum í nágrenni Laugardals,
heilsdagsferð um Suðurland, gestakort
Reykjavíkur: (frítt í strætó, sund og á atriði
í tengslum við Reykjavík menningarborg
Evrópu) sem og full þátttaka á allt innan
dagskrár mótsins.
Hugmyndin er að fá íslensku
þátttakendurnar til að vera virkir á
mótinu, t.d. með þátttöku í setningarhátíð,
fatahönnunarkeppni, karaokekeppni og
íþróttum. Einnig gefst þeim kostur á að
setja upp ýmis atriði í tjöldum með
leiksviði á Ingólfstorgi og í Laugardal t.d.
leiksýningar, tónleika, söng eða önnur
atriði sem þátttakendur hafa í
handraðanum.
Nánari upplýsingar varðandi þátttöku
og/eða skráningu í einstaka viðburði
innan mótsins má fá á skrifstofu Kultur &
ungdom, (Þjónustumiðstöð UMFÍ)
Fellsmúla 26,108 Rvk.
sími. 568-2929 eða á heimasíðu mótsins
www.umfi.is/kultur