Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2000, Side 24

Skinfaxi - 01.02.2000, Side 24
fótbolti Mynd: Valdimar Kristófersson ívar Ingimarsson er einn af fjölmörgum ungmennafélögum sem nú hafa atvinnu af því að stunda íþrótt sína. ívar leikur með enska 2. deildarliðinu Brentford sem þessa dagana reynir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni um laust sæti í 1. deildinni. ívar fæddist í Reykjavík og flestir þekkja hann eflaust sem knattspyrnumann hjá ÍBV. Austfirðingar vita hins vegar að hann lék alla yngriflokkana með Ungmennafélaginu Súlunni á Stöðvarfirði og má því segja að þar hafi hann lært að sparka tuðru. ívar segist ekki muna eftir sér öðruvísi en í fótbolta. Stöðvarfjörður er lítill staður og þegar Ivar var ungur var knattspyrna eina íþróttagreinin sem stunduð var á sumrin. Ivar spilaði sinn fysta knattspyrnuleik þegar hann var átta ára og það var leikur í 6. flokksmóti á sumarhátíð á Eiðum. Ivar man nú ekki vel eftir fyrstu árum sínum á knattspyrnuvellinum en þegar hann lék með 4. flokki Súlunnar mann hann vel eftir einum leik. „Það gerðist á móti á Akranesi þegar við vorum að keppa til úrslita í lokakeppninni. Þar lékum við gegn IR sem var spáð svakalega góðu gengi og átti fyrirfram að vera með eitt besta liðið í flokknum. Ég man einmitt þegar við vorum að koma inn á völlinn og fórum að hita upp að þá stóðu sumir IR-strákarnir á miðjulínunni og hlógu að okkur af því að þeim fannst við vera svo litlir og asnalegir. En síðan náðum við að vinna þá 2-1. Eftir leikinn var allt brjálað inni í klefanum hjá þeim og þjálfarinn skellti hurðum með tilheyrandi hávaða. Hjá okkur var hins vegar biðröð í símann til þess að hringja heim og segja frá því hvernig leikurinn hefði farið. Þessi sigur á IR gerði ferðina mjög eftirminnilega." Ivar lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki með KSH þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Fljótlega eftir það var hann valinn í U16 ára landsliðið. Aðeins 16 ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur og byrjaði þá að æfa við Val. Árið 1995 var hann í fyrsta skipti valinn í > meistaraflokkslið Vals og lék það árið 12 leiki í efstu deild. Árin 1996-1997 var Ivar fastamaður í meistaraflokksliði Vals og það var svo í lok tímabilsins 1997 sem ÍBV keypti hann til Eyja. Úti í Eyjum blómstraði ívar og varð til að mynda íslands- og bikarmeistari með félaginu þar sem hann lék lykilhlutverk. Það leið því ekki á löngu þar til erlend félagslið fóru að spyrjast fyrir um kappann og fyrir milligöngu Hermanns Hreiðarssonar, fyrrum leikmanns IBV og Brentford, skrifaði Ivar undir samning við 2. deildarliðið Brentford þar sem hann lætur drauma sína um atvinnumennsku rætast. (Upplýsingar fengnar úr Snæfelli, tímariti UÍA)

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.