Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Síða 26

Skinfaxi - 01.02.2000, Síða 26
forvarnir Ungmennafélag íslands hefur hafið samstarf við áætlun íslands án eiturlyfja um forvarnarverkefni sem hlotið hefur nafnið „Loftskipið". Loftskipið hefur sett sér háleit markmið: í fyrsta lagi er áætlunin að miðla og safna upplýsingum um vímuvarnir um allt land, f öðru lagi að stuðla að aukinni samveru barna og foreldra og í þriðja lagi að koma sjónarmiðum ungs fólks innan þessa málaflokks á framfæri með veglegri ungmennaráðstefnu sem haldin verður í haust. Loftskipiö hóf ferð sína um landið þann 28. mars í Borgarbyggð. Þar var haldinn fjölmennur og skemmtilegur fundur um forvarnir. A mælendaskrá var meðal annars Jón Indriði, forvarnafulltrúi hjá Marita, sem varpaði fram spurningunni: "Er til markaðssetning á eiturlyfjum?" Jón Indriði sýndi okkur fram á að á því er enginn vafi. Fundirnir hafa jafnframt verið haldnir á Blönduósi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn og Hvolsvelli og er ætlunin að þeir verði fleiri. Fundirnir eiga það sameiginlegt að vera mjög gagnlegir þeim sem sækja þá og okkur sem halda þá. Þegar þessari fundarherferð um landið er lokið er röðin komin að átaksverkefni sem ætlað er að stuðla að aukinni samveru barna og foreldra. Það mun standa yfir í allt sumar og er byggt á sömu hugmynd og Lýðsveldishlaupið 1994 þar sem fólk hljóp ákveðna vegalengd og skráði í bækur. Nú mun fólk hinsvegar ekki þurfa að hlaupa heldur einfaldlega gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu sinni og skrá það niður. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir mestar samvistir. Ungmennaráðstefnan sem haldin verður í haust nýtur þeirrar sérstöðu að mælendaskráin hefur ákveðið "aldurshámark". Allir mega koma og hlusta en eingöngu ungir fá að tala. Skipulagning hennar og framkvæmd verður einnig í höndum ungs fólks. Markmiðið er að reyna að varpa ljósi á hvað ungt fólk telur að hafi haldið eða hefði haldið þeim frá óreglusömu lífi. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.