Skinfaxi - 01.02.2002, Side 7
Hjálmar Jónsson knattspyrnumaður
gerði nýlega fjögurra ára atvinnu-
mannasamning við sænska úrvals-
deildarliðið Gautaborg. Hjálmar
sem byrjaði að sparka í fótbolta með
Hetti á Egilstöðum sparkar því
fótbolta við bestu aðstæður næstu
fjögur árin í Svíþjóð. Mikið hefur
verið að gerast hjá Hjálmari í vetur.
Hann var valinn íþróttamaður
Keflavíkur í desember, semur við
Gautaborg og spilar sína fyrstu
landsleiki gegn Kúveit og Sádi
Arabíu í janúar og er valinn besti
knattspyrnumaður Keflavíkur í
febrúar. Skapti Örn Ólafsson hitti
þennan geðþekka Héraðsbúa á
Kaffi París ekki alls fyrir löngu og
var erindið að spjalla við Hjálmar
um þennan draum ungra fótbolta-
stráka yfir súpu og brauði.
Síðasta ár og byrjunin á þessu hafa
verið algjör draumur í dós
*" atvinnumaðurinn Hjálmar Jónsson í skemmtilegu spjalli við Skinfaxa
Fyrsti atvinnumaðurinn frá
Hetti
Hvernig kom það til að þú samdir
við Gautaborg?
/,Það var þannig að það var hringt í
Keflavík og spurt um vinstri bakvörð
°g benti formaður knattspyrnudeild-
arinnar strax á mig. Tveim vikum
eftir að þetta fór af stað fór ég út til
Svíþjóðar í fjóra daga. Þeim leist það
vel á mig að þeir vildu halda sam-
bandi við mig. Síðan kom þjálfarinn
til Islands til að horfa á leik með
Keflavík og síðan fór þetta allt að
rúlla af stað. Þetta átti sér allt stað í
desember."
Síðan spilar þú þína fyrstu A-lands-
leiki í janúar og ekki hefur það
skemmt fyrir?
„Ætli það hafi ekki aukið áhugann
enn frekar. En það var rosalega
skemmtilegt að taka þátt í þessum
landsleikjum og kom mér þannig séð
á óvart að hafa verið valinn í hópinn.
Fyrir átti ég einhverja leiki með 21
árs landsliðinu en vonandi á maður
eftir að klæðast landsliðstreyjunni
aftur. (Eftir að viðtalið var tekið lék
síðan Hjálmar allan landsleikinn á
móti Brasilíu 8. mars.).
Ef þú segir mér aðeins frá þínum
uppvaxtarárum?
„Ég er fæddur og uppalinn á Egils-
stöðum og flutti ekki þaðan fyrr en
Það er svolítið
skrítin tilfinn-
ing en vonandi
á Höttur eftir
að eiga fleiri
atvinnumenn í
framtíðinni.
ég var 19 ára, eða sumarið
1999. Þá fór ég til Keflavíkur til
að reyna fyrir mér í knatt-
spyrnunni. Það má segja að ég
hafi verið hálfgerður íþrótta-
fíkill í æsku. Ég stundaði flest-
ar þær íþróttir sem ég komst í
tæri við hjá íþróttafélaginu
Hetti á Egilsstöðum, m.a.
handbolta, fótbolta og körfu-
bolta auk frjálsra íþrótta. Ætli
ég hafi ekki verið um 16 ára
þegar ég snéri mér alfarið að
fótboltanum. Hvað nám
varðar þá stundaði ég nám við
Menntaskólann á Egilsstöðum
og síðan við Fjölbrautarskóla
Suðurnesja en útskrifaðist
síðan sem stúdent frá M.E."