Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2002, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.02.2002, Qupperneq 11
Við göngum út frá þeim punkti að íþróttabandalögin w komi inn í UIVIFI " segir Helga Guðjónsdóttir formaður skipulagsnefndar UMFÍ Á 2. stjórnarfundi UMFÍ sem fram fór 23. nóvember 2001 var skipuð skipulagsnefnd UMFÍ, en í henni sitja sjö manns, einn úr hverjum landsfjórðungi. í nefndinni sitja Snorri Oisen, Rvk og Reykjanes, Guðmundur Kr. Jónsson Suðurland, Gunnar Svanlaugsson, Vesturland, Petrína Sigurðardóttir, Vestfirðir, Haraldur Jóhannesson, Norður- land, Björn Ármann Ólafsson, Austurland og Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ, stýrir nefndinni. Valdimar Kristófersson sló á þráðinn til Helgu og ræddi m.a. við hana um hlutverk nefnd- arinnar. Hvert er markmiö nefndarinnar? „Nefndinni er ætlað það hlutvek að vinna samkvæmt tillögu nr. 40 sem samþykkt var á þingi UMFÍ í október síðastliðnum en í henni segir að nefndin skuli hefja viðræður við ÍSÍ um heildar- endurskoðun á skipulagi og hlutverki íþrótta- og ungmennahreyfinganna UMFÍ og ÍSÍ, með það að markmiði að hámarka með öllum tiltækum ráðum skilvirkni og hagkvæmni í rekstri þeirra. Einnig skal nefndin hafa umsóknir ÍBR og ÍBFI um aðild þeirra að UMFÍ til umsagnar. Nefndin kom saman til síns fyrsta fundar 12. janúar síðastliðinn þar sem hún setti sér vinnuramma. Beiðni kom frá stjórn UMFÍ að nefndin legði áherslu á að skoða fyrst aðild íþróttabandalag- anna að UMFÍ en myndi síðan einbeita sér að heildarendurskoðuninni á skipulagi og hlutverki hreyfinganna.1' Nú hefur Hanna María Kristjánsdóttir verið ráðinn starfsmaður nefnd- arinnar. Hvert er hennar hlutverk? ..Hún hefur það hlutverk að skrá fundargerðir nefndarinnar og skrifa lokaskýrslu ásamt allri annari tölvuvinnu sem henni er falin hverju sinni.“ Þið hafið haidið fundi vítt og breitt um landið síðustu vikurnar. Hvað hefur farið þar fram og hvernig hafa þeir gengið? „Já, við höfum verið að heimsækja þjónustumiðstöðvar UMFÍ undanfarið og halda þar fundi með „grasrótinni". Á þessum fundum hefur formaður nefndarinnar verið með kynningu á nefndinni, hlutverki hennar og starfi. Síðan hefur orðið verið gefið laust til þess að ræða málin, bæði nefndarinnar og hreyfingarinnar almennt. Hafa skap- ast góðar umræður og andrúmsloftið verið létt og skemmtilegt. Erum við mjög ánægð með þessa fundi.“ Hvaða niðurstöður má draga af þessum fundum? „Fundarmenn eru sammála því vinnu- ferli sem skipulagsnefndin hefur mótað sér. Mikil áhersla er lögð á það við nefndina að ef íþróttabandalögin fái aðild að UMFÍ þá verði það gert á forsendum UMFÍ. Það verði að gæta þess að ekki verði nein skerðing hjá þeim aðilum sem fyrir eru í UMFÍ við inngöngu íþróttabandalaganna. Eins er fólk mjög ákveðið í afstöðu sinni til sameiningar UMFÍ og ÍSÍ, það kemur ekki til greina að sameina hreyfingarnar. Þær eigi að taka upp samstarf en ekki að sameinast.11 Á sambandsþinginu sem h aldið var í lok október var farið yfir umsóknir ÍBR og ÍBH um aðild að samtökunum. Ykkar hlutver er m.a. að skoða kosti og galla þess að taka íþróttabanda- lögin inn í hreyfinguna. Eru málin eitthvað farin að skýrast hvað það varðar og hver er hugur ungmenna- félaga gagnvart þessu máli? „Nefndin er að vinna í þessu máli en endanlega niðurstaða liggur ekki fyrir. Við höfum hins vegar sett okkur það markmið að vinna þetta mál eins hratt og vel og okkur er fært. Við göngum út frá þeim punkti að íþróttabandalögin komi inn í UMFÍ enda er það vilji stjórnar UMFÍ að þau fái aðild. Hins vegar er það einnig Ijóst að þessi aðild verður að koma til út frá forsendum UMFÍ enda eru það skýr skilaboð til nefndarinnar frá ungmennafélögum að þess sé gætt. Fólk fókusar á þætti eins og lottóskipt- inguna, fulltrúafjölda á þingum, lands- mótin o.fl. Nefndin mun vinna með þessa þætti og vonandi komumst við að niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við.“ Hvenær á nefndin að skila af sér? „Nefndin á að skila tilllögum fyrir næsta sambandsþing UMFÍ sem er 2003. Við höfum hins vegar sett okkur það markmið að skila áfangaskýrslu til stjórnar UMFÍ um miðjan apríl næst- komandi um umsóknarbeiðnir íþrótta- bandalaganna og vonandi tekst okkur það. Ef okkur tekst það þá gæti ÍSÍ fjallað um málið á þingi þeirra sem verður í lok apríl og UMFÍ fjallað um málið á samráðsfundi sínum í maí næstkomandi.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.