Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2002, Side 15

Skinfaxi - 01.02.2002, Side 15
Einnig er í fyrsta skipti keppt í hverjum árgangi fyrir sig í einstaklingsgreinum. Erlend þátttaka er einnig spennandi nýjung. Sú nýjung sem kannski er hvað mest spenn- andi er hæfileikakeppni sem við bjóðum upp á fyrir unglinga sem finna sig ekki í hefð- bundinni íþróttaiðkun. Þeir unglingar geta komið og sýnt listatriði í hæfileikakeppni og bestu atriðin hljóta sérstaka viðurkenningu og verða sýnd á kvöldvöku mótsins." I hverju er keppt á mótinu? //Iþróttagreinarnar sem keppt er í er knatt- spyrna, frjálsar íþróttir, sund, karfa, golf, glíma, skák og hestaíþróttir. Síðan kemur náttúrlega hæfileikakeppnin að auki." Eru verðlaun fyrir efstu sætin? „Já, en allir þátttakendur hljóta viðurkenningu." Hvaða keppnisgreinar hafa verið vinsæl- astar í gegnum tíðina? /,Það er nokkuð ljóst að það hafa verið frjálsar. Aftur á móti leggjum við mikla áherslu á að gera öllum greinum hátt undir höfði, þannig að þátttaka í öðrum greinum virðist ætla að aukast mikið." Er bara keppt í einstaklingsgreinum eða geta þátttakendur myndað lið og keppt saman? „Það er núna keppt í tveimur hópgreinum, fótbolta og körfubolta. Aftur á móti er verið að skoða hvort ekki verði hægt að leyfa Verður síðan einhver dagskrá á kvöldin? „Já, þá verða tónleikar, kvöldvaka, brenna og flugeldasýning til að nefna eitthvað. Á síðasta móti mæltust þessir dagskráliðir vel fyrir og þeir fóru vel fram, og að sjálfsögðu alveg án vímuefna!" Hvernig er keppnisaðstaðan í Stykkishólmi fyrir mót sem þetta? „Ég þori að fullyrða að á fáum stöðum á landinu er jafngóð aðstaða til að halda Unglingalandsmót. Á svæðinu eru til að mynda ný og glæsileg sundlaug og íþrótta- hús. Golfvöllurinn er alveg við íþróttamiðstöðina, sem og aðstaða fyrir glímu, skák og hestaíþróttirnar. íþróttavöllurinn verður lagfærður mikið og meðal annars verður sett varanlegt gerviefni á atremiubrautir fyrir stökk og spjótkast. Riðlakeppni í fótbolta fer fram aðeins fyrir utan bæinn, en þangað munu ganga reglulega strætóferðir. Sú nýjung sem kannski er hvað mest spennandi er hæfileikakeppni sem við bjóðum upp á fyrir unglinga sem finna sig ekki í hefðbundinni íþróttaiðkun. Þeir unglingar geta komið og sýnt listatriði í hæfileikakeppni og bestu atriðin hljóta sérstaka viðurkenningu og verða sýnd á kvöldvöku mótsins. hverjum sem er að skrá sig saman í lið og keppa í þessum greinum." Nú eiga sjálfsagt margir foreldrar og jafnvel afar og ömmur eftir að mæta. Er eitthvað á boðstólnum fyrir þau annað en að fylgjast með börnunum taka þátt í hinum ýmsu greinum? „Já, svo sannarlega. Sem dæmi um það sem foreldrar geta gert er að sigla á kajak, fara í hestaferð, í gönguferðir með leiðsögumanni, synda í nýrri og glæsilegri sundlaug í Stykkis- hólmi, spila golf, horfa á tónleika og margt Tiargt fleira." Undanúrslita- og úrslitaleikir fara síðan fram á aðalleikvanginum. Bæjaryfirvöld hafa staðið sérlega vel að íþróttamálum á sínu svæði og það gerir starf undirbúningsnefndar óneitanlega auðveldara og skemmtilegra." Til að svona mót gangi upp þarf sterka styrktaraðila. Er búið að fá þá? „Já, það er búið að ganga frá því að mestu leiti. Það er einstaklega skemmtilegt að kynna Unglingalandsmótið fyrir fyrirtækjum og stofnunum og því allir átta sig á því hversu jákvætt verkefni það er. Reynslan af fyrri mótum sýnir einnig svo ekki verður um villst að svo er. Svör styrktaraðilanna hafa því alltaf verið jákvæð." Má búast við óvæntum þekktum gesti á mótið? „Já, við erum að undirbúa komu heimsþekktrar stjörnu á mótið. Það er náttúrlega alls ekki öruggt að það takist að fá viðkomandi hingað, en þeir fiska sem róa þannig að við gefumst ekki upp!" bað verður kannski sett upp einhver sérstök fjölskyldukeppni þar sem keppt verður í einni eða tveimur greinum? „Það er alls ekki vitlaus hugmynd sem við erum til í að skoða. Allar svona hugmyndir eru hægt að senda til okkar beint af heimasíðu °kkar, www.umfi.is/ulm2002, sem við hvet- jum alla til að skoða við tækifæri. Þar eru uPplýsingar um mótið og undirbúning þess." Þátttakendur þurfa væntanlega að skrá sig til þátttöku á mótinu. Hvernig fara þeir að því? „Það verður aðallega gert í gegnum héraðssambönd og íþróttafélög. Síðan verður einnig hægt að skrá sig á heimasíðu mótsins, en það verður ekki fyrr en í apríl/maí. Það ætti enginn að fara vonsvikinn heim sem mætir á ULM 2002 í Stykkishólmi? „Nei, það ætla ég rétt að vona ekki. Mótið er til þess gert að allir geti skemmt sér saman á heilbrigðan hátt og við og allir íbúar Stykkishólms og Snæfellsness munu gera sitt til að svo geti orðið! Sjáumst í sumar!"

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.