Skinfaxi - 01.02.2002, Qupperneq 22
„Fátt sem maður hefur bætt sig meira
í en að vinna með Jóni Arnari"
- segir Gísli Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari
Þegar Skinfaxi hafði samband
við Gísla Sigurðsson frjáls-
íþróttaþjálfara var hann stadd-
ur á Danska meistaramótinu í
frjálsíþróttum með hóp íslen-
skra ungmenna. Gísli var svo
óheppinn að liggja í flensu
þegar viðtalið fór fram en hark-
aði af sér af íþróttamannasið.
Gísli er hvað best þekktur fyrir
að vera maðurinn á bak við
tugþrautarmanninn Jón Arnar
Magnússon, en Gísli þjálfaði
Jón Arnar um árabil og gerðu
þeir félagar góða hluti saman.
Upp úr þeirra samstarfi
slitnaði fyrir rúmu ári og lá
Skinfaxa forvitni á að vita
meira um málavexti.
Byrjaði að æfa frjálsar 1978
Hvemig hefur gengið hjá ykkur á mót-
inu?
„Okkur hefur bara gengið ágætlega. Þeir
sem eru að byrja að keppa fengu því kær-
komið tækifæri til að keppa á stærri
mótum. Þannig að ég er mjög sáttur," sagði
Gísli.
Gísli hóf sinn þjálfaraferil haustið 1983
hjá íþróttafélagi Reykjavíkur og á því
stórafmæli hvað þjálfun varðar á næsta
ári. „Ég byrjaði að þjálfa hjá ÍR og var þar í
eitt og hálft ár. Síðan fór ég yfir til KR og
um 1987 fór ég síðan í Skagafjörðinn og hef
verið þar síðan við þjálfun," sagði Gísli og
skemmti sér greinilega við að rifja þennan
tíma upp. Gísli æfði og keppti einnig
frjálsum sjálfur og þá aðallega í tugþraut.
„Ætli ég hafi ekki verið 18 ára þegar ég
byrjaði að æfa og keppti þar til ég var
rúmlega þrítugur. Ég keppti fyrst fyrir
UMSS og fór síðan yfir til ÍR og KR í smá
tíma vegna aðstöðumála og fór síðan
norður haustið 1987. Ég keppti alltaf í
tugþraut og það má segja að ég hafi haldið
mig við hana síðan eftir að ég byrjaði að
þjálfa," sagði Gísli.
Þegar talið barst að stöðu frjálsra íþrótta
á íslandi í dag sagðist Gísli vera
bjartsýnn. „Ég tel að það sé mjög bjart
framunda. Við eigum von á gjörbreyttum
aðstæðum hvað æfingar og þjálfun varðar
í Reykjavík sem er mikið fagnaðarefni og
geysilega stórt skref fram á við. En almennt
séð er ég mjög bjartsýnn hvað framtíðina
varðar. En við búum vil það að erfitt er að
fá fármagn og styrktaraðila inn í íþróttina
en vonandi á það eftir að breytast í
framtíðinni," sagði Gísli og ítrekaði að
væntanleg bætt aðstaða til frjálsíþrótta-
iðkunar í Reykjavík væri löngu tímabær.
„Þú sérð það að þegar ég byrja að æfa
frjálsar árið 1978 var verið að tala um þetta
en loksins í dag, 24 árum síðar, er að rofa til
í þessum efnum."
Mikil og góð viðurkenning
Fimm sterkir frjálsíþróttamenn gengu til
liðs við Tindastól á Sauðárkróki á dögun-
um, sagði Gísli að það væri mikil og góð
viðurkenning fyrir það starf sem unnið
væri innan frjálsíþróttadeildar félagsins.
Þeir sem um ræðir eru Ólafur Guðmunds-
son, tugþrautarmaður, Sigurbjörn Árni
Arngrímsson, millivega- og langhlaupari,
Gunnhildur Hinriksdóttir, fjölþrautar-
kona, Magnús Aron Hallgrímsson, kring-
lukastari, og Auður Aðalbjörnsdóttir.
„Ég fagna komu þeirra í okkar lið. Þetta er
geysilega jákvætt fyrir það sem við erum
að gera og stöndum fyrir," sagði Gísli og
bætti því við að ekki væri verið að kaupa
þessa íþróttamenn til Tindastóls heldur
hafi þeir komið af fúsum og frjálsum vilja.
„Ef eitthvað er þá kostar þetta aukalega