Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 23
fyrir þessa íþróttamenn og ég efa að svona lagað hafi gerst áður hvað frjálsíþróttir varðar hér á landi. Það er ljóst að fólk er tilbúið að leggja mikið á sig fyrir íþróttina og ég tel að þetta sé jákvæð þróun." Hvaða áhrif telur þú að flutn- ingur þessara íþróttamanna hafi á frjálsíþróttalandslagið? „Eg ætla nú ekki að gera mjög mikið úr þessu en ég held að þetta breyti litið heildarmynd- inni. Þessir einstaklingar koma til með að stækka liðsheildina hjá okkur en ég held að koma þeirra breyti litlu sem engu þegar út í keppnir eins og Bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bands íslands er komið. Flutn- ingar sem þessir á milli liða eru ekkert nýjir af nálinni. En eins og ég segi þá fagna ég komu þeirra," sagði Gísli. Ólafur Guðmundsson og Auður Aðalbjörnsdóttir gengu nýverið til liðs við frjálsíþróttadeild Tindastóls, en þar ræður Gísli ríkjum . Þegar talið barst að aðstöðu til frálsíþróttaiðkunar hjá Tinda- stóli sagði Gísli að hún væri ágæt en alltaf væri hægt að gera betur. „Hvað innanhúsað- stöðu varðar er aðstaðan eins og almennt í landinu en því miður erum við ekki með það góða aðstöðu til að fylgja eftir á stöðugri uppleið síðustu 15 árin. Auðvitað hafa komið smá sveiflur á þessum tíma en við erum stöðugt að bæta okkur," sagði Gísli. í frjálsíþróttadeild Tindastóls eru að jafnaði um 100 manns við æfingar og æft bæði norður í Skagafirði sem og í Reykjavík. „Þetta er tví- væri gífurlega mikill. Aðspurð- ur um hvort að frjálsíþrótta- deildin væri með góða styrkt- araðila sagði Gísli svo ekki vera. „Við rekum þetta mest- megnis á æfingargjöldum. Bæjarfélagið hefur að sjálf- sögðu komið til móts við Ungmennafélagið Tindstól en ég fékk Jón Arnar í, en hann var þá við nám á Laugarvatni ásamt frænda sínum Ólafi Guð- mundssyni. Þetta verkefni var í gangi í um eitt og hálft ár og síðan flytur Jón Arnar norður til Siglufjarðar þar sem við héldum samstarfi okkar áfram," sagði Gísli. * Eg fagna komu þeirra í okkar lið. Þetta er geysilega jákvætt fyrir það sem við erum að gera og til þess sem við stöndum fyrir," sagði Gísli og bætti því við að ekki væri verið að kaupa þessa íþróttamenn til Tindastóls heldur hafi þeir komið af fúsum og frjálsum vilja því góða starfi sem við höfum verið að byggja upp fyrir norðan. En það hllir undir bætta aðstöðu því áhugi er fyrir því að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2004. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er fyrir norðan og ætti lands- rnótshald að vera góð viðbót við það starf," sagði Gísli. Þarf að auka fjárstreymi inn í íþróttina Hvernig hefur gengi Tinda- stóls verið undanfarin ár? „Okkur hefur bara gengið ágætlega. Það hefur verið rokk á okkur hvað knattspyrnuna Varðar en körfuboltinn hefur á rnóti verið stöðugur og gengið vel. Frjálsíþróttirnar hafa verið skipt hjá okkur, fyrir norðan eru milli 30 og 40 í yngri deildum og 35 í meistaraflokki að æfa og síðan er stór hópur að æfa í Reykjavík. Ætli þetta séu ekki um 100 manns allt í allt," sagði Gísli. Þegar blaðamaður Skinfaxa spurði hvort að Gísli finndi fyrir einangrun í Skagafirði sagði hann svo ekki vera. „Ég get nú ekki sagt það. Frá því að ég flutti norður í Skaga- fjörð þá höfum við verið í mjög góðu sambandi við höfuðborg- ina og farið amk. tvisvar í mánuði til æfinga í Reykjavík. En það er gott að búa í Skagafirði og þar vil ég vera," sagði Gísli og bætti því við að kostnaður við öll þessi ferðalög það virðist ekki skila sér í frjáls- íþróttadeildina. En það er ljóst að það þarf að bæta í enn- frekar." Frábært að fá tækifæri á að vinna með Jóni Arnari Eins og fyrr sagði er Gísli hvað best þekktur fyrir að hafa þjálfað tugþrautarmanninn Jón Arnar Magnússon um árabil. Samstarf þeirra félaga hófst fyrir 10 árum og náðu þeir ótrúlega góðum árangri saman. „Það var í raun og veru fyrst árið 1992 sem við Jón Arnar byrjuðum að vinna saman. Ég var þá að þjálfa hjá Frjáls- íþróttasambandi íslands sem var með verkefni í gangi sem Hjólin hjá þeim félögum fara síðan að snúst fyrir alvöru þegar gerður var samningur milli Ólympínefndar íslands, FRÍ og þeirra félaga árið 1994. „Þessi samingur átti að endast fram að Ólympíuleikum árið 1996. Samfara þessum samn- ingi settum við á fót kerfi sem var mjög svipað þar sem unnið var á sömu nótum með mark- miðum og áherslum. Samstarf okkar Jóns Arnars gekk mjög vel í framhaldi af þessu," sagði Gísli. Aðspurður um hvernig sam- starfið við Jón Arnar hafi gengið sagði Gísli að það hafi verið mjög gott. „A þessum tíma var unnið mjög mikið og mikið verk fyrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.