Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Síða 26

Skinfaxi - 01.02.2002, Síða 26
Ungmennafélaginn Björn Leifsson, eigandi lík- amsræktarstöðvanna World Class, sem keppti á sínum tíma fyrir UMF Gretti á skíðum og í frjáls- um, er maður framsýnn og framtakssamur. Arið 1985 opnaði hann fyrsta World Class staðinn í Skeifunni í Reykjavík og nú 17 árum síðar rekur hann fjóra World Class staði, þrjá í Reykjavík og einn á Akureyri. Árið 1999 undirritaði hann viljayfirlýsingu ásamt borgarstjóra og íþrótta- og tómstundráði Reykjavíkur um byggingu heilsu- ræktar við innisundlaug í Laugardal. Mun Björn sjá um uppbyggingu heilsuræktarinnar en Reyk- javíkurborg mun sjá um byggingu innisund- laugarinnar. Nú í mars verður síðan tekin fyrsta skóflustunga að þessari nýju og glæsilegu, rúm- lega 7000m2, heilsuræktarstöð og ólympískri keppnislaug þar sem á boðstólnum verða ýmsar áhugaverðar nýjungar. Valdimar Kristófersson hitti þennan gamla ungmennafélaga að máli á skrifstofu hans í Fellsmúla og fékk nánari útlist- un á verkinu og líkamsræktaráhuga íslendinga. Heilsuparadís í Laugardal „Hugmyndin að byggingunni í Laugar- dalnum varð til fyrir 10 árum og hefur verið í þróun síðan. Hún felst í því að búa til samspil inni- og útisundlaugar ásamt fullkominni heilsuæktarstöð með fjöl- breyttri þjónustu fyrir borgarbúa og ferðamenn, innlenda sem erlendra. Ég ræddi þetta fyrst við Davíð Oddsson, þá- verandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem var mjög jákvæður gagnvart hugmyndinni. Ég fylgdi henni síðan eftir þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við borg- inni og tók hún mög vel í hugmyndina og á hún heiðurin af því að þetta er að verða að veru- leika. Þegar þetta mál fór fyrir borgarstjórn fékk það jákvæða um- fjöllun allra borgarfull- trúa.I framhaldi af því fór af stað hugmynda- vinna þar sem ég lét gera margs konar athuganir m.a. mjög öfl- ugar skoðanakannanir hjá viðskiptavinum World Class og íbúum höfuðborgasvæðis- ins sem komu vel út. Nú er svo komið að borgarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna að verkinu í mars og á framkvæmdum við heilsuræktarstöðina að ljúka í desember 2003 en stefnt er að því að taka sundlaug- ina í notkun um mitt ár 2004." Undirbúningurinn hefur sjálfsagt staðið yfir lengi? „Já, það hefur mikil undir- búningsvinna farið fram og sérstaklega síðustu tvö árin m.a. hefur verið farið í ófáar utanlandsferðirnar þar sem heilsu- ræktarstöðvar hafa verið skoðaðar, gerðar hafa verið viðskiptaáætlanir, rekstraryfirlit, arðsemismat o.fl., sem fylgir eðlilega slík- um framkvæmdum. Auk þess sem mikill tími hefur farið í hönnunarvinnu en arki- tekt af báðum húsunum þ.e.a.s. innisund- lauginni og heilsuræktarstöðinni, er Ari Már Lúðviksson og voru teikningarnar samþykktar í lok árs 2001." Hvernig verður þetta byggt og hvaða þjónusta verður þarna í boði? „Innisund- laugin byggist við gömlu búningsaðstöð- una og svo tengist okkar hús nýju sund- lauginni. Þetta verður því hálfhringur utan um laugargarðin þegar búið er að tengja nýju aðstöðuna við þá gömlu. I rauninni verður aðstaðan mjög byltinga- kennd. Innisundlaugin, verður 50m á lengd og 25m á breidd, þannig að hægt verður að keppa á 10 brautum. Laugin verður með færanlegum botni lOm x 25m á endanum svo hægt er að ráða dýptinni. Þarna er því hægt að vera með barna- og skólasund og sund fyrir eldri borgara í þeirri dýpt sem henta þykir, auk þess sem þetta verður lögleg ólympísk keppnislaug. Heilsuræktin verður í 7150 m2 húsnæði á þremur hæðum. I kjall- aranum verður búnings- aðstaða með 1200 skáp- um. Þar verður einnig góð aðstaða fyrir börnin og barnagæsla upp á 250 m2, þar sem verður m.a. að finna íþróttasal fyrir þau. I kjallaranum verður einnig sólbaðs- stofa með 10 bekkjum, gert er ráð fyrir að Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði verði með göngudeild, þar sem boðið verður m.a. upp á leirböð o.fl. Þá verður baðhús byggt undir garðinum, en það verður að

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.