Skinfaxi - 01.05.2004, Qupperneq 12
www.ganga.is
Það sem er spennandi við ganga.is
er að fínna má 800 gönguleiðir á
gagnvirku landakorti, þar sem hægt
er að þysja sig um landakortið,
skoða staðsetningar og sjá nánari
upplýsingar.
Páll Guðmundsson, kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Skinfaxa, á toppi
Snæfellsjökuls. Á vélsleðanum situr Unnar Steinn Bjarndal, formaður
Ungmennaráðs UMFÍ, ásamt finnskri fylgdarmær.
Ungmennafélag íslands, Ferðamálaráð íslands og
Landmælingar Islands undirrituðu í vetur sam-
komulag um samstarf að vefnum www.ganga.is.
Vefurinn verður opnaður með formlegum hætti nú í
júlí en var laumað í loftið í júní. UMFÍ hefur umsjón
með vefnum. Páll Guðmundsson, kynningarfulltrúi
UMFÍ, er ritstjóri á ganga.is.
„Forsaga ganga.is er sú að árið 2002 fór UMFÍ af stað
með landsverkefnið Göngum um Island og var
verkefninu stýrt frá Þjónustumiðstöð UMFÍ á Egilsstöðum,
þar sem framkvæmdastjóri UÍA, Arngrímur Viðar
Asgeirsson leiddi verkefnið. Arngrímur er maður mjög
hugmyndaríkur og hafði sjálfur fengið sér lénið ganga.is
og lánaði UMFI þetta lén í vetur þegar Þjónustumiðstöð
UMFI tók að sér umsjón með Göngum um ísland. Páll
segir að Ferðamálaráð hafi komið inn með upplýsingar
um 500 gönguleiðir sem það hefur safnað saman og
Landmælingar leggi til kort af gönguleiðum, auk þess
sem aðstandendur verkefnisins hafi
unnið sameiginlega að þróun og útliti
vefsins og ýmsum upplýsingum sem
finna megi á ganga.is. Þá leggur UMFÍ
til allar upplýsingar úr verkefninu
Göngum um ísland, en það eru meðal
annars 300 stuttar gönguleiðir sem
Helgi Arngrímsson hefur safnað fyrir
verkefnið sl. tvö ár. „Það sem er mjög
spennandi við ganga.is er að finna má
þessar 800 gönguleiðir á gagnvirku
landakorti, þar sem hægt er að þysja
sig um landakortið, skoða stað-
setningar og sjá nánari upplýsingar."
Páll segir að þegar byrjað hafi verið að
vinna að undirbúningi vefsins,
snemma í vetur, hafi komið í Ijós að ný
og endurbætt tækni í sérstöku flash
umhverfi byði upp á skemmtilega
möguleika. „Við unnum með Teikn á
lofti á Akureyri, sem hefur á
undanförnum árum þróað kerfi sem
heitir Inter-Map og er það tæknin sem
er notuð við að skoða sig um á þessu
gagnvirka landakorti. Á ganga.is eru
auk þessa gagnvirka landakorts,
margvíslegar upplýsingar fyrir göngu-
og útivistarfólk. Má þar nefna upplýsingar um friðlýst
svæði, umgengnisreglur, skála og neyðarskýli,
skipulagðar gönguferðir, búnað, fróðleiksmola, og
margt fleira. Þar er einnig spjallsvæði og gefst notendum
kostur á að miðla af reynslu sinni, koma með ábendingar
um gönguleiðir, skrifa ferðasögur eða annað," segir Páll.
Þá er einnig hægt að senda inn myndir úr gönguferðum
á vefinn, fréttir um gönguferðir eða annað sem varðar
göngu, ferðir og útivist.
www.ganga.is
UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll
12