Skinfaxi - 01.05.2004, Qupperneq 22
FORMAÐUR TINDASTÓLS
Páll Ragnarsson hefur verið
formaður UMF Tindastóls í 28 ár.
Páll situr í landsmótsnefnd og
unglingalandsmótsnefnd UMFÍ
og horfir tilhlökkunaraugum til
24. Landsmóts UMFÍ og 7.
Unglingalandsmóts UMFÍ. Tinda-
stóll er eitt öflugasta ungmenna-
félag landsins, með sex starfandi
deildir, fjölbreytt unglingastarf
og öfluga keppnisflokka, meðal
annars í körfubolta, knattspyrnu,
skíðum, frjálsum og sundi. Páll
er þekktur fyrir afdráttarlausir
skoðanir sínar á málefnum
hreyfingarinnar og lítið fyrir það
að taia í kringum hlutina.
„Það er spurning hvort það sé
heppilegt að menn sitji svona lengi,
sumum finnst það, öðrum ekki.
Vandamálið er að ef félagsstarfið er
ekki öflugt þá getur komið til deyfð í
starfinu. Reyndar hafa svo margir
komið að starfinu með mér þannig
að ég óttast það ekki. Eg hef ekki
lokað mig af í starfinu. Mér var bent Páll Ragnarsson, formaður Umf. Tindastóls, ásamt konu sinni, Margréti
á það af góðum manni þegar ég var Steingrímsdóttur og Ragnari, syni þeirra.______________________
Við þurfum á
ungmennafélögunum að halda
að byrja í þessu að ég yrði að gæta
þess að ætla ekki að gera allt sjálfur,
heldur að virkja fólk til starfa og það
held ég að mér hafi tekist ágætlega."
Páll segir að vissulega hafi verið
gaman að starfa í félaginu.
„Auðvitað hefur þetta oft verið erfitt
og gengið misvel, en í heildina hefur
þetta verið skemmtilegur tími," Páll
segir að starf ungmennafélaganna
hafi breyst geysimikið frá þegar
hann var stíga sín fyrstu spor í
hreyfingunni. Kröfurnar eru orðnar
miklu meiri til dæmis hvað varðar
aðstöðu og þjálfun, ferðir, fjáröflun
og annað. „Þegar ég var að byrja þá
voru farnar ein eða tvær ferðir í
rútum, gist yfir nóttina og verið í fæði
hjá andstæðingunum. Þetta voru
skemmtiferðir sumarsins. í dag eru
þetta ferðaiög um allt land,
fjölmargar ferðir hjá hverjum flokki.
Ferðakostnaðurinn hjá félögum er
orðinn gríðarlegur. Við höfum mætt
þessu með því að leita til foreldra og
þeir hafa keyrt krakkana á leikina."
Aðspurður um stöðu ungmenna-
félagshreyfingarinnar telur Páll að
hún sé almennt nokkuð góð.
„Auðvitað er staða ungmennafélaga
misjöfn. Mörg starfa að öðru en
íþróttum og ekkert nema gott eitt um
það að segja. Ungmennafélögin
eiga tvímælalaust erindi við æskuna.
Innan ungmennafélaganna ættu allir
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Það er hægt að stofna deildir eða ráð
um sín áhugamál og fá liðsinni innan
ungmennafélagsins. íþróttir eru
síðan geysivinsælar meðal barna og
unglinga og hefur t.d. mikil umræða
fjölmiðla áhrif á þennan mikla
áhuga."
En hvað finnst Páli um þá miklu
keppni sem á sér stað í íþróttum
barna og unglinga?
„Jú, þetta er erfið spurning. Þessi
mikla keppni hefur verið gagnrýnd
og ungmennafélögin hafa farið inn á
þá braut að draga úr keppni. En
auðvitað verður alltaf að vera
einhver keppni til staðar. Við höfum
reynt að draga úr hégómanum í
kringum keppnina og lagt minni
áherslu á verðlaunaafhendingar og
ýmis konar titla."
UMFI - Allir með
22