Skinfaxi - 01.05.2004, Síða 26
LANDSMOTIÐ I ÞJOÐLEIKHUSINU
Umf. Efling gerði góða ferð suður
með Landsmótið, „óhugaverð-
ustu óhugaleiksýningu órsins",
og troðfyllti Þjóðleik-húsið á
tveim sýningum, þar sem um 900
manns mættu á staðinn. Þar með
hafa um 3100 manns séð
sýningar á Landsmótinu.
Fyrri sýningin var einskonar
„Þingeyingamót" þar sem Þing-
eyingar að fornu og nýju streymdu í
húsið og var að sjálfsögðu glatt á
hjalía. Viðtökur áhorfenda voru
frábærar. í sýningarlok risu þeir úr
sætum og hylltu leikara og aðra
aðstandendur sýningarinnar.
Formaður Landsmótsnefndar ávarpar gesti Landsmóts, formann Fram-
sóknarflokksins, varaformann Framsóknarflokksins, ritara Framsóknar-
flokksins, kaupfélagsstjórann, sýslumanninn og forsetann... Hver bauð
Honum?
Efling troðfyllti Þjóðleikhúsið tvívegis
Troðfullt var einnig á sunnudags-
kvöld og m.a. fengu leikstjóri og
annar höfundur ekki sæti og margir
urðu frá að hverfa. Forseti íslands
kom á sýninguna og lét sér
greinilega vel líka ýmsar vísanir til
embættisfærslu hans í texta verksins.
„Forsetanum" í Landsmótinu var
m.a. boðið blátt Ópal, sem hann
synjaði og vísaði svo til þjóðarinnar.
Viðtökur á þessari seinni sýningu
voru ekki síðri en á þeirri fyrri.
I verkinu er víða vikið að Fram-
sóknarmönnum og þeirra ágæta
flokki. Greinilegt var að Framsóknar-
mönnum líkaði þetta stórvel, og þeir
sýndu það í verki með því að bjóða
Eflingarliðinu, um 70 manns, til hófs
að lokinni sunnudagssýningunni, þar
sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra og þingmaður Norðurlands-
kjördæmis og Birgir Jón Jónsson voru
gestgjafar. Jón er reyndar þriðji
Framsóknarráðherrann sem sér
Landsmótið. Var ekki annað að sjá
en norðanmenn væru flestir orðnir
harla hallir undir framsóknar-
maddömuna, ef þeir hafi ekki verið
það fyrir, allir með tölu.
JS
Norðanmenn og sunnanmenn verða vinir að lokum. Ástin blómstrar og
rómantíkin og ungmennafélagsandinn svífa yfir vötnum. Vínandinn er farinn
á Landsmót hestamanna.
Landsmótsstemmning á landsmóti á Norðurmýri. Landsmót, leikrit
leikdeildar Umf. Eflingar var valið áhugaverðasta leiksýning ársins af
valnefnd Þjóðleikhússins.
UMFI - Ræktun lýðs og lands
26