Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2004, Page 8

Skinfaxi - 01.08.2004, Page 8
UNGMENNA- OG TÓMSTUNDABÚÐIR UMFÍ Nemendur verði hæfari til að taka þátt í félagsstarfi Bjarni Cunnarsson íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi á Dalvík hefur verið ráðinn for- stöðumaður Ungmenna- og tóm- stundabúba UMFI ab Laugum í Sælingsdal. Verkefnið er samstarfsverk- efni UMFI, Dalabyggðar og fleiri, með stuðningi ríkisins. Markmið Ungmennabúð- anna er að þjálfa upp unglinga til þátttöku i félags- og tómstundastarfi og miðast starf Ungmennabúðanna við námskeið þar sem nemendur úr 9. bekk grunnskólanna dvelja að Laugum í 5 daga. Ungmennabúðirnar hafa þegar verið kynntar fyrir grunnskólun- um og margir þeirra skráð 9. bekki í búð- irnar. Það eru sveitarfélög viðkomandi skóla sem kosta námið að hluta, auk þess sem rekstur búðanna er styrktur af ríkinu. Bjarni hefur þegar hafið störf við undirbúning en stefnt er að því að prufukeyra námskeið fyrir áramót. Starfsemin fer síðan í fullan gang í janúar. Sigurður Guðmundsson, íþróttafull- trúi í Mosfellsbæ er hugmyndasmiðurinn að baki Ungmennabúðunum og hefur hann setið í undirbúningsnefnd, ásamt Sæmundi Runólfssyni, Kristjönu Aradóttur, Guðnýju Dóru Gestsdóttur og Haraldi L. Haraldssyni sveitarstjóra Dalabyggðar. Skinfaxi hitti Bjarna á Þjónustumiðstöð UMFI og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Bjarni Gunnarsson, forstö&uma&ur Ungmennabúðanna a& Laugum, bregður á leik við sögusetrið Eiriksstaði Hvernig leggst starfið i þig? „Afar vel. Þetta er mjög spennandi verkefni, ekki síst út af staÖsetningunni, en Laugar í Sælingsdal er sannkölluð náttúru- og útivist- arperla sem býður upp á mikla möguleika til tómstunda og útivistar." Hvernig verður starfinu háttað i Ungmenna- búðunum? „Það á að reyna að gera þetta þannig að fræðslu og þjálfun í tómstunda- og félags- starfi verður náð fram í gegnum ýmis verk- efni, meðal annars með íþróttum, útivisf og klúbbastarfi og rækta þannig samskiptin milli nemenda með tómstundastarfi," segir Bjarni. Hvernig er dagskráin yfir daginn í búðun- um? „Þetta verða blönduð viðfangsefni frá morgni til kvölds þar sem stuðst er við óhefðbundnar kennsluaðferðir. Seinni part dags og á kvöldin verður meiri áhersla á léttleika og skemmtilega afþreyingu," segir Bjarni. Honum finnst kostur að Laugar eru á mjög sögufrægu svæði þar sem nemendur eiga möguleika á að upplifa sögu lands á mjög sterkan háft, meðal annars með verkefnum og heimsókn að Eiríksstöðum. Bjarni segir að það sé von UMFI og þeirra sem að verkefninu standa að með þátttöku í Ungmennabúðunum verði nemendur hæfari til að faka þátt í félagsstarfi, hvort sem er í skólanum, íþróttafélögum, ungmennafélög- um eða öðrum félagasamtökum. Ungmennabúðirnar að Laugum hafa hlotið góð viðbrögð á meðal skólastjórnenda um land allt. Nokkrir skólar hafa þegar skráð sina bekki til þátttöku og aðrir eru að skoða dagsetningar. „Eins og er getum við tekið á móti 60 nemendum í einu en stefnt er að því að við getum tekið á móti 90 nemendum í einu." Bjarni segir að staðsetning skólabúð- anna sé mjög góð. „Það eru tveir fímar til Reykjavíkur, tæpir fjórir til Akureyrar og þó það sé lengra austur, þá erum við samt að vonast eftir nemendum frá öllum landshlut- um." Bjarni segir að á næstunni verði kynning- arbæklingur sendur í alla grunnskóla. „Við erum líka með heimasíðuna www.umfi.is/laugar og netfangið laugar@umfi.is." Bjarni mun fylgja kynn- ingarbæklingnum eftir með heimsóknum í grunnskóla og jafnframt er hægt að hafa samband við Bjarna i sima 861 2660. UMFÍ - Þátttaka er lifsstíll 8

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.