Skinfaxi - 01.08.2004, Page 11
BLÁTT ÁFRAM
Fjöldi fólks mætti á Andafjör í Elliðaárdal 4.
september sl. Andafjörið var haldið til styrktar verkefninu Blátt áfram.
gegn kynferðislegri misnoktun barna
Blátt áfram hefur fengið leyfi höfunda til
þess að þýða bæklinginn yfir á íslensku og
dreifa inn á öll heimili á landinu. Með bækl-
ingnum viljum viS efla forvarnir gegn kyn-
ferSislegu ofbeldi á börnum meS því aS
höfSa til ábyrgSar fullorSinna sem aS börn-
um og unglingum koma. Að viS fullorðna
fólkið öxlum þá ábyrgð að ræða um þetta
viðkvæma mál á jákvæðan og fræðandi
hátt viS börnin," segir Helga GuSjónsdóttir.
I bæklingunum er okkur kennt þetta meS
því aS fara í gegnum 7 skref en þau eru:
/. Lærðu staðreyndirnar og áhætturnar.
2. Fækkaðu tækifærunum.
3. Talaðu um það.
4. Vertu vakandi.
5. Búðu þér til áætlun.
6. Fylgdu grunsemdum eftir.
7. Gerðu eitthvað í málinu.
fTeimasíðan www.blattafram.is - hvað er á
henni?
„A heimasíSunni er allskyns fróðleikur sem
tengist málefninu. Þar er einnig bent á
aSstoS, þú getur sent spurningar og fengið
svör, komið inn á stuðningshópa, styrktar-
aSila verkefnisins, myndir frá starfi Blátt
áfram, tenglar, póstlisti, bækur og fræSsla
og svo síðast en ekki sist hvaS þú getur gert
til aS sýna stuSning við málefniS m.a. með
því aS senda áskorun til þingmanna."
Hverjir eru í stjórn verkefnisins?
„I stjórn verkefnisins eru auk mín, Asdís
Helga Bjarnadóttir stjórnarmaður í UMFI og
systurnar Sigríður og Svava Björnsdætur.
Þær eru báðar mjög duglegar og eiga stór-
an þátt í því að verkefninu hefur verið tekiS
eins vel og raun ber vitni. ÞaS er von mín aS
þær geti haldið áfram að vinna sem lengst
aS verkefninu, þær skortir hvorki áhuga né
hugmyndir."
Andafjör vakti mikla athygli - hugmynd, til-
gangur, árangur, þátttaka ?
„Andafjör var fjáröflun sem staðið var aS til
styrktar verkefninu Blátt áfram. Þetta var
fjölskylduleikur sem fram fór í ElliSaárdaln-
um 4. september síðastliSinn og tókst mjög
vel. Hugmyndin er fengin frá Bandarikjun-
um og gengur út á það að þú keyptir þér
önd eSa endur og meS fylgdi happdrættis-
miði. Þú mættir síðan í Elliðaárdalinn um-
ræddan dag með öndina þín og miSann.
NúmeriS á miSanum var skrifað á öndina,
þú hélst miSanum en öndin fór í net ásamt
öllum hinum öndunum. Borgarstjórinn í
Reykjavik, Þórólfur Arnason, sleppti síðan
öllum öndunum í einu i ána og þar hófu þær
kappsund niður ána aS marki sem búið var
að setja upp. Fimmtíu fyrstu endurnar fengu
vinning og var fyrsti vinningur ferð fyrir tvo í
tvær vikur að eigin vali með Urval/Utsýn.
MarkmiðiS meS Andafjörinu var í raun
þríþætt. I fyrsta lagi var þetta fjáröflun, í
öðru lagi til að vekja athygli á málefninu og
í þriðja lagi kynning fyrir UMFI." „Skemmst
er frá því aS segja aS árangurinn var góður
hvað alla þessa þætti varðar og þátttakan
fór fram úr björtustu vonum þar sem þessi
leikur er í fyrsta skipti reyndur hér á landi.
Mér fannst mjög gaman þennan dag og ég
tók eftir aS það fannst öllum hinum líka."
Upplýsingar
„Eg vil hvetja fólk til þess að fara reglulega
inn á heimasíðu Blátt áfram og fylgjast með
því sem veriS er aS gera og vera dugleg við
aS segja öSrum frá verkefninu. ÞaS var orS-
iS löngu tímabært aS taka upp forvarnaverk-
efni sem þetta og ég efast ekki um að það á
eftirað skila árangri til lengri tima litið," segir
Helga GuSjónsdóttir.
1 1
SKINFAXI - timarit um menningu