Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2005, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.05.2005, Qupperneq 3
í ár fognum við sjálfstæði Islands í 61. sinn. Það skipti Islendinga miklu máli að verða sjálfstæð þjóð meðal þjóða En sjálfstæðinu fylgir mikil ábyrgð, ábyrgð sem er vandmeðfarin og hana þurfum við öll að bera saman, þótt með mismunandi hætti geti verið.Við þurfum að hlúa að hinum fjölbreyttu verðmætum sem við eigum saman og höfum verið svo lánsöm að varðveita í gegnum ár og aldir Þar á ég meðal annars við menningu í víðum skilningi þess orðs. Stundum heyrist sagt að hér á landi sé litla menningu að finna, en þegar betur er að gáð og skoðað hvað sé menning, þá kemst fólk að því að menningu er að finna allt í kringum okkur daglega Menning þarf ekki endi- lega að vera bókmenntir eða leikhús, handverk eða hljtfelist svo að dæmi sé tekið. lienning gefar nefnilega haft svo mildu víðari skilgnéipingu. Hversdagslega getur menningin meðal annars verið fólgin í þvi' sem núna kallast matarmenning. Skyr og slátursneið, sem við borðum í flýti í há- degishléi á vinnustað okkar er flokkað undir matarmenningu, að minnsta kosti á þorranum. Sundferðir okkar íslendinga má einnig nefna, hvort sem um er að ræða árrisula sundlaugargesti að hressa sig áður en haldið er inn í annriki dagsins eða gesti sem velja að slappa af eða taka þátt dægurmálaumræðunni í heitu pottunum eftir sundsprett síðla dags. Og ekki má gleyma krökkum sem á öll- um aldri flykkjast í augamarfrá morgni til kvölds. Hér áðu; fyrr var þetta nú bara kallað „að fara í laugina" en nú ertalað um baðmenningu.Að fara í sund í upphitaðri útilaug í hvaða veðri sem erogá hvaða árstíma sem er,já, vissulega er hér um menningu að ræða sem er sérstök fýrir okkur hér á landi vegna heita vatnsins. Og nú á síðari árum er farið að tala um útivistarmenningu. Ekki ætla ég að reyna að skýra eða skilgreina hana hér og nú, en svo mikið er vfet, að á undanfömum árum hefur orðið mikil vakning meðal þjóðarinnar í því að stunda útivist Góður göngutúr úti í náttúrunni getur gert kraftaverk eftir annasama vinnuviku. Um leið og við fáum holla hreyf- ingu lærum við að þekkja náttúruna, vinða hana og vemda. Það þarf sjaldn- ast að fara langt að heiman til að finna fallegar og skemmtilegar gönguleiðir og svæði til útivistar En það mikilvægasta við útivist af þessu tagi er kannski að fjölskyldan getur stundað hana saman. Tökum bömin okkar og bama- böm með í gönguferðir út í náttúruna. Kennum þeim að þekkja náttúruna og meta, skoða blómin sem þar vaxa, egg í hneiðri eða fugla á flugi. Kennum þeim að hlusta á hljóðin í náttúrunni, fúgla- söng og þyt í laufi, öldugjáffur og brim, flugnasuð og árnið eða jafnvel vindinn og rigninguna - og það sem er ekki síður mikilvægt kenna þeim að hlusta á kymðina.Allt getur þetta verið hluti af gönguferðum og útivist hollri hreyfingu og heilbrigði fjölskyldunnar. Útivist af þessu tagi kostar okkur Irtið en tíminn, sem við gefum bömunum okkar með þessum hætti, er ótrúlega mikils virði fýrir uppeldi þeirra og framt'ð landsins. Sjálfstæði þjóða felst m.a í þeirri skyldu að varðveita náttúruna og auð hennar í smáu sem stóru. Hér á Islandi höfum við á undan- fömum árum tekið okkur verulega tak við að klæða landið í þann búning sem okkur finnst hæfa þvf. Að græða landið og planta trjám er orðið að hluta af liTsmynstri Islendinga og er það vel.Tötrum klætt land er okkurtil lítils sóma og þarf að heyra sögunni til að sjá landið flúka á haf út Til varð öflug fjöldahreyfmg á íslandi Nokkrum áratugum áður en ísland fagnaði sjáHstæði sínu varð til sjáHstæð og öflug fjöldahreyfing hér á landi en þar á ég við ungmennafélagshreyfing- una, UMR. Á fýrstu árum síðustu aldar voru stofhuð ungmennafélög vftt og breitt um landið. Þama var á ferðinni félagsskapur sem hafði mannrækt og umhyggju fynr landinu að leiðarijósi. Ungmennafélagshreyfingin lagði sitt að mörkum í sjáHstæðisbaráttu þjóðarinn- ar og kjörorðið var: „Ræktun lýðs og lands", íslandi allt Allflest þessara félaga eru enn við lýði og mikill fjöldi hefúr bæst við í áranna rás og í dag, um það bil 100 árum eftir að fýrstu félögin voru stofri- uð, er Ungmennafélag Islands með um það bil 82 þúsund félagsmenn og er meðal stærstu félagshreyfinga hér á landi. Áherslumar hafa þróast og tekið ýmsum breytingum í takt við tímann hverju sinni, en kjörorðið hefur aldrei gleymst og hefúr það verið einn mesti styrkur UMR’ - Ræktun lýðs og lands. Sjálfboðastarfið blómstrar og hef- ur það aldrei verið meira en í dag. Ekki færi en sex til sjö þúsund sjálfboðaliðar starfa í viku hverri og sumir daglega að þessu hugsjónastarfi sem er að hlúa að æskunni, landinu og menningunni. Ef við reyndum að meta störf þessa óeig- ingjama fólks til fjár feru upphæðimar fljótt að hlaupa á hundruðum milljóna og síðan í tveimurtil þremur milljörð- um ef heift ár er metið. Við þurfum þvi' að gæta að sjálfboðastarfinu, ekki eingöngu hjá ungmennafélagshreyfingunni heldur hjá öllum þeim sem byggja á sjálfboðastarfi í rekstri sínum. Það er okkur eiginlegt að gleyma mikilvægi þessa mikilvæga starfs sem sjálfboðastarfið er þegar vel árar og við höfum efni á að greiða fýrir alla þjónustu, ma. í æskulýðsstarfinu. Það má heldur ekki gleymast í þessu samhengi að sá sem leggur sig fram við vinnu af áhugamennsku einni saman nær oft á tíðum meiri árangri heldur en sá sem fær greitt fýrir vinnu sína og er oftar en ekki upptekinn af því hvað hann fer fýrir sinn snúð. Höldum í það góða I samfélaginu Ábyrgð okkar er mikil og skyldur okkar margar og mismunandi. Þær varða ma ungt fólk sem að steðjar hætta af notkun á eiturefnum, ánefti, óhóflegri netnotkun og fleira mætti nefna. Þótt böm séu á ábyrgð foreldra sinna er það hlutverk allra borgara að vera virk- ir og ábyrgir í því að koma ungu fólki til manns.Við eigum að halda í hið góða sem er til staðar í samfélaginu og við eigum að nýta það sem vel hefúrtekist í uppeldi bama og unglinga. Nefrii ég sem dæmi unglingavinnuna.Við eigum að halda í hana og nýta hana áfram til góðs til að koma jákvæðum skila- boðum um hlutverk okkar i' að skapa fegurra samfélag. Með því að láta ungt fólk hafá eitthvað fýrir stafni erum við að verja það gegn utankomandi árerti eins og brengluðu sjónvarpsefrii eða óhóflegri netnotkun með öllum þeim gildrum og hættum sem þar er að finna. Það er ánægjulegra að horfe á unga fólkið við heilbrigða vinnu en að sjá það loka sig inni við tölvuleiki. Þroski felst m.a. í aga til vinnu. Við viljum líka verja böm gegn einefti og við eigum að halda þeim frá vímuefnum. Þetta eru stórir draumar sem eru í þessu tilfelli settir fram í há- tíðarræðu og mörgum finnast þeir ekki raunhæfir. Jú, þetta eru stórir drauman í búningi hátíðarræðu, en óraunhæfir eru þeir ekki. Venöldin er ekki eingöngu full af Ijótleika, miklu frekar er hún full af fegurð og tækiferum til að gera morgundaginn að degi tækHæranna. Hver nýr dagur býr yfir möguleika til að skapa betri framtíð. Það er aldrei of seint að snúa við til betri vegar. Á hverjum degi hefst ný framtíð og hvert augnablik sem við lifum og það sem við gerum á því augnabliki leggur drög að framtíð okkar og oftar en ekki að framtíð annarra Við erum að upplifa saman eitt augnablik og tökum þátt í því að horfa inn í nýja framtíð, á þessu sama augna- bliki.Við eigum því möguleika, hér og nú, á því að heita sjátfúm okkur því að hlúa enn frekar að börnunum okkar og gæta þeirra gegn öllu illu. Það er líka hlutverk iþrótta- og ungmennafélags- hreyfingarinnar að koma til móts við fjölskyldulíTið í landinu, ma með því að gefa sunnudagana eftir til fjölskyldunnar Það er ásættanlegt að hafa íþróttamót sem eru með mikla breidd eins og íþróttahátíðir á sunnudögum en önnur mót sem gera það að verkum að fjöl- skyldan nær ekki að vera saman á að setja á aðra daga, td. laugardaga.Verum minnug þess að foreldamir eru aldnei fleiri en tveir en ef bömin eru fleiri og íþróttamótin fleiri, þá er það ekki lengurfjölskylduvænt líf. Sunnudagamir eiga að vera fndagar og fjölskyldudagar. Það er verk að vinna og samtakamátt fjöldans þarf til að snúa þeirri þróun við að allir dagar séu eins. Getum við ekki tekið höndum saman og endur- heimt sunnudagana, fýrir okkur, fýrir fjölskylduna? Látum ekki stundarhagsæld leiða okkur út af hinum góða vegi hófsem- innar og aðgæslu.Verum vakandi yfir bömunum okkan náttúrunni, menn- ingargildum og öðru því sem gerir framtíðina bjarta Islandi alk, Rjöm Bjarndal Jónsson, förmaður UMFI. SKINFAXi - (jeíiö ól sam/leytl síönn 1909 J

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.