Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2005, Page 10

Skinfaxi - 01.05.2005, Page 10
Sveinn Pálsson,weitarstjóri (Vík: Sveinn Pálsson hefur verið sveitar- stjóri i'Vík frá 2002 og er fæddur og uppalinn þar Sveinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og þaðan lá leiðin í Tækniskólann. Eftirað námi þar lauk hélt Sveinn til Sviþjóðar og lauk námi í byggingaverkfræði en fluttist að nýju til Víkur 1994 og hefur búið þar si'ðan. Sveinn, eins og aðrir sem hafa komið að undirbúningi fyrir Unglingalandsmótið, hefur stað- ið í ströngu. Hann segir mikJar framkvæmdir hafa verið í gangi og verði það allt þar til að mótið hefst. „Það hefur verið sérlega skemmtilegt að fá að vera þátt- takandi i' þessum framkvæmdum. Þetta hefur líka verið áhugaverður og umfram allt lærdómsrikurtími og upplífgandi fyrir samfélagið hér i'Vík. Það er gaman að segja frá því að þegar að við lögðum um 10 þúsund fermetra af þökum komu 80-90 sjálfboðaliðar að því verki sem er dágott hlutfall af íbúatölu sveitarfélagins," segir Sveinn. - Ætlið þið ekki að njóta í framtíð- irrni þess uppbyggingarstarfs sem hér hefur verið unnið í tengslum við Unglingalandsmótið? ,,Eg er ekki í nokkrum vafa um það og þetta hlýtur um leið að vera jákvæð kynning á sveitarfélag- inu. Það munu eflaust margir vilja koma hingað og njóta aðstöðunn- ar og einnig styður þetta i'þrótta- starfið hér þegar horft ertil lengri tíma. Þetta uppbyggingarstarf sem hér hefur verið unnið er jákvætt hvernig sem á það er litið." - Er vinnan í undirbúningi fyrir mótið meiri en þú áttir von á? ,,Ég get ekki sagt að neitt hafi komið mér á óvart í sjálfu sérVið fórum kannski út í meiri fram- kvæmdir en við ætluðum okkur fýrst. Það gerðist þegar menn fóru að skoða hlutina og eins og vi'ðar var ákveðið að ganga alla leið í málinu. Með þeim stuðningi sem við gerum ráð fýrir að fá á þetta að vera viðráðanlegt og kostnað- aráætlunin sem við unnum út frá stenst ennþá og mun gera það." - Hvernig fmnst þér andinn /' samfé- laginu vera gagnvart þessu móti? „Hann er mjög jákvæður og mað- ur heyrir ekki neinar úrtöluraddir Fólk er yfirleitt mjög ánægt. Sam- heldnin er einstök og hún mun skila okkuralla leið." - Hvað búist þið við mörgum gest- um þessa mótshelgi? „Sveitarfélagið er búið að skrifa undir að vera tilbúið að taka við sjö þúsund manns. Það er talan sem við vinnum út frá gagnvart tjaldsvæðum og hreinlætisaðstöðu en við erum með áætlun í gangi ef gestir verða fleiri. Það getur ekki annað en verið ánægjulegt að takast á við þetta verkefni. Hingað á eftir að streyma ungt íþróttafólk og fjölskyldur þess og við hlökk- um mikið til að taka á móti þessu fólki. Það er bara vonandi að veðurguðirnirverði okkur hliðholl- ir en eins og veðráttan er búin að vera til þessa þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur Mótið verður haldið hvernig sem allt verður en við erum bjartsýn á að allt gangi að óskum og að allir sem hingað koma eigi hér ánægjustund," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri ÍVÍk. Daashrd mótsinsjramhald: Tjald 2 Ungmennaráð UMFÍ 21:00-23:00 Tjald 1 Fitnessbraut opin fyrir alla 17:00-19:00 Við sláturhús Freestyle 15:00-18:00 Tjald 2 Gli'mukeppni-liðakeppni 1 1:00-13:00 Við sláturhús Kassaklifur 15:00-18:00 Tjald 2 Glímukynning 13:00-16:00 Svæði við íþróttavöll Leiktækjagarður 15:00-23:30 Tjald 2 Ungmennaráð UMFÍ 17:00-19:00 Opin svæði 1 Leikir fyrir alla 16:00-18:00 Tjald 2 Ungmennaráð UMFÍ 21:00-23:00 Opið svæði 2 Línuskautar 15:00-18:00 Opin svæði 1 Leikir fyrir alla 16:00-18:00 Leikskálar Hermundur Sigmundsson 16:00-18:00 Opin svæði 2 Línuskautar 15:00-18:00 Sunnudagur Við sláturhús Bogfimi 15:00-18:00 Sundlaugin Opið fyrir almenning 07:10-09:00 Við sláturhús Leikhússport 15:00-18:00 Sundlaugin Sundkeppni 10:00-13:00 Svæði við íþróttavöll Leiktækjagarður 15:00-23:30 Sundlaugin Opið fyrir almenning 14:00-21:30 Flugeldasýning 23:30 Grunnskólinn Upplýsingamiðstöð opin 09:00-20:00 Frá Grunnskóla Gönguferð um Vík með leiðsögn 15:00-16:00 Risatjald Sunnudagur Frá Grunnskóla Göngukeppni fjölskyldunnar 3 15:00-18:00 Föstudagur 20:00 - 20:30 Tónlist af cd íþróttahúsið Körfuknattleikskeppni 09:00-19:00 21:45 - 22:15 HildurVala 20:30 - 20:40 Nudist Colony íþróttavöllur Frjálsíþróttakeppni 09:00-15:00 22:15 -23:30 Karaoke 20:40 - 20:50 Queers Knattspyrnuvellir Knattspyrnukeppni 09:00-18:00 Laugardagur 20:50-21:00 The Primus Tjald 1 Hæfileikakeppni 11:00-13:00 20:00 - 20:30 Tónlistafcd 21:00-21:30 Fritz von Blitz Tjald 1 Kvöldvaka - Mótsslit 20:00-23:30 20:30 - 22:00 Á móti sól 21:30 - 22:00 The LostToad Tjald 1 Fitnesskeppni - eldri flokkar 13:00-17:00 22:00 - 23:30 Svitabandið 22:00 - 23:30 ísafold

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.