Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2005, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.05.2005, Qupperneq 12
Sœdís ívo Elíasdóttír,formaður USVS,sem er framhvœmdaaóili Unalinðalandsmótsins íVíh: Fólh getur dtt hér frdbeeran tímo saman Sædfs Iva Elíasdóttir, formaður USVS, við íþróttavöllinn ÍVÍk. Fjær eru íþróttahúsið og sundlaugin. ,,Við getum sagt að allur undirbún- ingur gangi samkvæmt bókinni. Malbikunarframkvaemdum lauk fyrir nokkru og í framhaldi af þeim verður gerviefni sett á hlaupa- brautina. Þessar framkvæmdir eru kannski örlrtið seinna á ferðinni en ætlað var því að við stefndum að þvi' að Ijúka þessu dæmi upp úr miðjum júní. Þetta er samt allt innan skekkjumarka og allur annar undirbúningur er á mjög góðu róli og við mjög ánægð með stöðu mála almennt," segir Sædfs íva Elísdóttin formaður USVS, sem er framkvæmdaaðili Unglingalands- mótsins íVík. Hún er uppalin á Kirkjubæjarklaustri en hefur búið í Vík sl. 12 ár, én bjó einnig nokkur ár í Reykjavík. Sædís íva tók að sér formennsku héraðssambandsins fyrir ári síðan en menntun sína sótti hún í Rekstrarháskólann á Bifröst. Sædís Iva segir aðdáunarvert hvað fólk i'Vík og nágrenni hefur verið duglegt við að leggja hönd á plóginn í ýmsum verkefnum og sé það ómetanlegt. Þegar hún er spurð um hvað hafi komið henni hvað mest á óvart í undirbúningn- um segir hún fátt hafa komið sér á óvart í þeim efnum. „Við settum þetta dæmi vel niður fyrir okkur í upphafi og okkur hefurtekist vel að vinna samkvæmt þeirri áætlun og ennþá hefur ekkert komið á óvartVið erum að vinna með reynslumiklu fólki hjá UMFI sem hefur prófað þetta nokkrum sinnum áðurVið erum náttúrlega að staðhæfa mót- ið hingað og draga fram sérstæðu okkar en annað er hefðbundið frá móti til móts." - Það hlýtur oð vera mikil lyftistöng fyrir Vík að tako svona mót að sér. „Á því leikur enginn vafi í mínum huga og þetta er gífurlega mikið tækifæri fyrir þetta samfélag til að koma sér á kortið. Að sjálfsögðu ætlum við að vanda eins vel til og frekast er unnt og taka vel á móti því öllu fólki sem ætlar að heimsækja okkur Það má alls ekki glutra þessu tækifæri úr höndum sér og þvi' er vandað til verks á öllum sviðum. Með mótshaldinu gefst einnig tækífæri til að byggja upp íþróttaaðstöðuna á staðnum. Hún var að vísu vel á veg komin með íþróttahúsinu, sundlauginni og við eigum hér mjög fínan og flottan golfvöll. Grunnaðstæður voru því ágætar en það var fyrst og fremst frjálsíþróttaaðstaðan sem þurfti að bæta. Nú er verið að byggja hana upp og gera fyrsta flokks og það skiptir rosalega miklu máli. Grunnurinn var lagður strax í upphafi þannig að við ætlum ekki að tjalda til einnar nætur Við vorum ekki að búa til þessa frábæru aðstöðu til þess að hún mundi bara endast yfir næstu verslunarmannahelgi.Til hennar er vandað í hvívetna og hún verður að sjálfsögðu hér áfram og nýtist i nánustu framtíð.Við ákváðum að ganga alla leið f þessum efnum til þess að við værum fær um að halda meistaramót og aðrar uppákomur Sérstaða okkar er að knattspyrnuvöllurinn er tilbúinn mun fyrr en annars staðar á land- inu. FH-ingar komu til okkar f vor voru hér í nokkra daga og fengu afbragðsveðurVonandi spyrst þetta út og við munum í framtíð- inni gera út á að ná f svona hópa sem geta æft hér við frábærar að- stæður Gistirými er nægt hér um slóðir og það er gott að fá hingað íþróttahópa á jaðartímum, á vorin og haustin. Það er kostur að við erum f nálægð við höfuðborgar- svæðið en það er stutt hingað i' kyrðina og náttúrufegurðina," segir Sædís Iva. - Hvernig er andrúmsloftið á meðal bæjarbúa fýrir Unglingalandsmótinu? „Mér er alveg áhætt að segja það sé almennt mjög gottVið höfum reynt að upplýsa fólkið eftir bestu getu og á dögunum var haldinn borgarafundur Eins og ég segi þá er fólk jákvætt og maður tekur eft- ir þvi' að fólk er að fegra f kringum sig og hafa þannig allt fínt áður en flautað verður til leiks á Unglinga- landsmótinu.Við erum núna að setja þungann í að safna sjálfboða- liðum en gi'furlegan fjölda þarf af þeim í kringum svona stórmót." - Hvað með þig sjálfa? Þú ert búin að vera á kafi I undirbúningnum frá uþþhafi. Er ekki mikil tilhlökkun í huga þínum? „Þú getur rétt ímyndað þér Það er gífurleg tilhlökkun, ég er svo spennt að ég get varla beðið. Allar þær fjölskyldur sem sjá sér fært að koma og vilja taka þátt í heilbrigðri skemmtun, eiga auðvit- að að skella sér hingað. Á þessu móti verður ekki leyfð notkun vfmuefna og allir sem hafa áhuga að taka þátt í slíkri skemmtun eru hjartanlega velkomnir Það verður margt áhugavert að gerast hér en við erum með mjög skemmtilega afþreyingardagskrá til viðbótar öllum þeim íþróttaviðburðum sem verða á Unglingalandsmót- inu. Skemmtilegar og landsfrægar hljómsveitir troða upp og kvöld- vökurnar eru mjög áhugaverðar og spennandi. Ég held að óhætt sé að fullyrða að fólk getur átt hér frábæran ti'ma.Við munum leggja metnað okkar i' að tjaldsvæði og hreinlætisaðstaða verði í háum gæðaflokki. Hér ætti öllum að líða vel," segir Sædi's íva Elíasdóttir HildurVala Idolstjama íslands syngur við setningarathöfn Unglinga- landsmótsins á föstudagskvöldinu. Eins og flestum er kunnugt var HildurVala í fyrsta sæti Idol-stjömuleitarinnar fyrr á þessu ári og hefur þegar látið mikið að sér kveða. Fyrir utan að hafa þegar gefið út sína fyrstu sólóplötu er hún einnig söngkona i' Stuðmönnum. SKINFAXI - tímarít Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.