Skinfaxi - 01.05.2005, Page 14
Steinor Orrí Sigurðsson^eigandi Halidórshaffis:
Mikil dshorun fyrír svona lítii samfélag
Steinar Orri Sigurðsson, eigandi Halldórskaffis, með starfsliðinu við inngang
staðarins í blíðviðrinu á dögunum.
Gestir; sem koma til Víkun taka
fljótlega eftir notalegu og hlýlegu
kaffihúsi austarlega í þorpinu. Þar
ræður Steinar Orri Sigurðsson
rikjum. Hann hefur verið eigandi
staðarins í tvö ár en Steinar Orri
er borinn og bamfæddurVíkur-
búi. Hann lauk námi í Hótel- og
vertingaskólanum fyrir tæpum
tveimur árum en hélt að því loknu
rakleitt í heimahagana og keypti
rekstur Halldórskaffis. Það var
gaman að koma heim og takast á
við skemmtilega hluti. Staðurinn
gengur vel og það er alltaf stöðug
aukning f ferðaþjónustunni á þessu
svæði.
,,Það má segja að háanna-
ti'minn sé að skella á. Að fenginni
reynslu er mikið að gera snemma
vors, si'ðan hægist aðeins á i'
byrjun júní en fer aftur af stað á
fullum þunga upp úr miðjum júní
fram í september''
Steinar segir það gífurlega
spennandi verkefni en jafnframt
fylgi þvf mikil tilhlökkun að takast
á við þetta verkefni sem Unglinga-
landsmótið fVík er
„Maður verður var við nú
þegar að það liggur eitthvað
mikið í loftinu og eftirvæntingin
er mikil meðal bæjarbúa. Það
er mikil áskorun fyrir svona lítið
samfélag að halda svona stórt
mót á borð við Unglingalandsmót-
ið en það eru allir mjög jákvæðir
og bjartsýnir Það leggja sig allir
fram og samheldnin er einstök og
menn eru ákveðnir að gera þetta
sem best úr garði. Framkvæmdir
standa nú yfir af fullum krafti á
öllum sviðum, fólktekur sig saman
á öllum aldri og leggur þar með
hönd á plóginn," sagði Steinar
Orri.
- Hvernig hagar þú sjálfur og starfs-
lið þitt undirbúningi fýrir mótið?
„Við erum til i' slaginn en það er al-
veg Ijóst að hér verður handagang-
ur f öskjunni.Við þurfum að láta
hendur standa fram úr ermum en
það er hugur í starfsliðinu og allir
tilbúnir að láta hlutina ganga vel
fyrir sig.Við bjóðum upp á mat
frá morgni til kvölds og ennfhem-
ur kökur og kaffiveitingar Fólk
getur fengið hér létta rétti upp í
stærri málsverði. Matseðillinn er
fjölbreyttur og við leggjum okkur
fram við það að bjóða góðan mat
meðan á mótinu stendur Fólk,
sem kemur hingað um verslun-
armannahelgina, kemur ekki að
tómun kofanum.Við tökum vel á
móti öllum og veitum góða þjón-
ustu sem endranærVið hlökkum
mikið til en ég reikna með að við
þurfum að fjölga eitthvað í starfs-
liðinu enda langar vaktir sem bíða
okkar Ég er mjög bjartsýnn á að
vel takist til þessa daga og það er
skemmtilegur tími fram undan."
- Þetta er töluverð framkvæmd að
ráðast í að halda svona mót en
kynningin er um leið mikil sem þið
fáið á móti.
„Það er ekki nokkur spurning um
það og þá alveg sérstaklega ef
vel tekst til. Það sem eftir stendur
er frábær íþróttaaðstaða á öllum
sviðum sem nýtist öllum um
ókomna framtíð. Allar þessar fram-
kvæmdir bæta bæinn sem slíkan
og gera hann meira aðlaðandi en
ella sem er hið besta mál. Þetta
snýst ekki bara um þetta eina mót
heldur verður hér eftir aðstaða
sem á ekki einungis eftir að nýtast
heimamönnum heldur öllum sem
hingað vilja koma til æfinga og
keppni."
- Það er ekki annað að heyra en þú
sért fullur tilhlökkunar.
„Maður iðar í skinninu og það er
i' raun stórkostlegt að svona Irtið
bæjarfélag skuli taka sér þetta fyrir
hendur Það lýsir bara samfélag-
inu hér i' hnotskum, menn eru
stórhuga og ég veit að þetta á
eftir að ganga vel," sagði Steinar
Orri Sigurðsson, veitingamaður og
eigandi Halldórskaffi.
Keppt í fítness í fyrsta skipti d Unglingalandsmótinu íVík
Ákveðið hefur verið að keppt verði i' fitness á Unglingalandsmótinu fVik um verslunarmannahelgina. Fitness hefur verið kynnt
sem jaðaríþrótt á undanfömum unglingalandsmótum. Þar sem mikill áhugi og ásókn hefur verið í fitness sem jaðanþirótt var sam-
þykkt að taka það inn sem keppnisgrein. Fitness-keppnin verður i' umsjá Andrésar Guðmundssonar sem lagt hefur stund á fitness
árum saman. Keppt verður á tveimur misþungum brautum.
Á laugardeginum keppa krakkar á aldrinum 11-14 ára en á sunnudeginum verður keppni fýrir 15-18 ára. Keppt verður í hverj-
um aldursflokki fyrir sig, þ.e. I I ára, 12 ára o.s.frv.Við hvetjum alla til að vera með og taka vel á móti þessari nýju keppnisgnein á
Unglingalandsmótinu ÍVik
|4 SKINFAXI - tímorit Ungmennafélagí íslonds