Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 18
Ungmennnrnö - hver vi5 erum 09 hvert vi5 stefnum
r
I ungmennaráðinu eru eftirtaldir einstaklingar: Sigurður Guðmundsson,
Friðþjófur Þorsteinsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Anna Friðrika Árnadóttir,
María Aldís Sverrisdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Ástrós Gunnlaugsdóttir.
Ungmennaráð UMFI var stofnað í
byrjun árs 2004 og hefur starfsemi
þess farið vaxandi si'ðan. I upp-
hafi var það hugarfóstur tveggja
kvenna, þeirra Helgu Guðrúnar
Guðjónsdóttun varaformanns
UMFI, og Önnu Möller, sem einnig
situr i stjórn, er höfðu kynnst starf-
semi á vegum ungs fólks og hrifist
af Þeim fannst því tilvalið að hefja
slíkt starf á vegum UMFI ogtókst
að fá það samþykkt á þinginu sem
haldið var á Sauðárkróki í október
2003.
I dag samanstendur Ung-
mennaráðið af ungu fólki á
aldrinum 19-26 ára, alls staðar
að af landinu. Sum okkar hafa
stundað íþróttir og tengjast þvi'
Ungmennafélagi Islands á þann
hátt, á meðan aðrir hafa nýtt sér
tækifæri sem UMFI hefur upp á
að bjóða, líkt og íþróttalýðháskóla
eða ýmis námskeið. Öll eigum við
það þó sameiginlegt að vilja efla
starf UMFI og virkja ungt fólk i' því
sambandi.
Hlutverk okkar og markmið
felast einmrtt í því að gera Ung-
mennafélag Islands aðgengilegra
ungu fólki.Við viljum auka þátt-
töku þess innan hreyfingarinnar
og kynna um leið öll þau tækifæri
og möguleika sem UMFI hefur
upp á að bjóða. Starf félagsins fel-
ur miklu meira í sér en íþróttir og
önpcnno- 09 tómstundabúðímar oft Laugum,shrdning hnjin.
Viðvangsefnin nœg hér í búðunum
Ungmenna- og tómstundabúðirn-
ar að Laugum í Dalasýslu tóku til
starfa um miðjan janúar á þessu
ári. Búðirnar eru ætlaðar nem-
endum 9. bekkjar í grunnskólum
landsins og er markmiðið að starf-
rækja þær í um átta mánuði á ári.
Fyrstu nemendurnir sem dvöldu
í búðunum komu úr nærliggjandi
sveitum en síðan hafa nemendur
úr skólum vftt og breidd um land-
ið dvalið að Laugum. Nemendur
sem dvalið hafa í búðunum hafa
lýst yfir mikilli ánægju með dvölina
og vilja margir hverjir helst koma
aftur Ungmenna- og tómstunda-
búðirnar að Laugum eru reknar i'
anda hugmyndafræði UMFI. Mark-
miðið er að vera leiðandi í rekstri
ungmenna- og tómstundabúða á
íslandi.
„Við erum himinlifandi með
hvernig þetta hefur gengið og
horfurnar fyrir næsta vetur eru
mjög góðar Það hefur vakið at-
hygli og komið okkur hvað mest á
óvart hvað unglingarnir eru fljótir
að aðlagast því að vera ekki með
landsmót, fólk á möguleika á að
sækja námskeið innan Leiðtoga-
skólans, líkt og leiðtogaþjálfun eða
námskeið í ræðumennsku. UMFI
hefur einnig milligöngu um ýmis
verkefni tengd Norðurlöndunum,
líkt og Útilífsviku í Noregi og Ung-
mennavikuna sem haldin er árlega
fyrir fólk á aldrinum 16-20 ára.
Við hófum starf okkar af krafti
i' ár og ætlum okkur að halda þvi'
áfram.Við lögðum t.d. inn hug-
myndir okkar um hvemig virkja
mætti ungt fólk í 100 ára afmælis-
verkefni UMFI og Landgræðslunn-
ar árið 2007.Tveir fulltrúar okkan
Sigurður Guðmundsson og María
Aldi's Sverrisdóttin sóttu samráðs-
fund UMFI sem var haldinn ÍVík
i' Mýrdal 7. mai' síðastliðinn. I júlf
mun síðan hluti af hópnum halda
í Norræna leiðtogaskólann sem
haldinn er í Færeyjum en von
okkar er að það muni styrkja starf
Ungmennaráðsins enn frekar
Það sem við einbeitum okkur
þó helst að þessa dagana er að
koma okkur á framfæri, láta ungt
fólk vita að við séum yfirlertt til,
þannig að það geti lertað til okkan
Við erum að vinna í þvi' að gefa
út kynningarbækling þar sem fram
koma helstu möguleikar ungs fólks
til að taka þátt í starfi UMFI og
um leið ætlum við að opna heima-
síðu okkar þar sem hægt verður
að nálgast frekari upplýsingar um
þessa möguleika.
Unglingalandsmótið, sem
verður haldið i'Vfk í Mýrdal um
verslunarmannahelgina, mun
verða stökkpallur okkar á þessu
sviði.Við verðum með aðstöðu
í einu tjaldanna og verðum þar
með kynningar og fleira skemmti-
legt.Við hvetjum því alla sem
verða á svæðinu til að líta á okkur
og kynna sér hvað er f boði.
Sem dæmi um framtíðarverk-
efni hefur komið upp sú hugmynd
að búa til eins konar módel fyrir
ungmennaráð innan sambandsaðil-
anna til að auðvelda stofnun slíkra
ráða og tryggja áframhaldandi
starfsemi þeirra. Ungmennaráð
UMFI gæti þá aðstoðað við að
koma þeim á fót og tryggt þannig
að ungt fólk láti til si'n taka innan
ungmennafélaga og -sambanda
um land allt. Það er von okkar að
við getum ráðist í það verkefni
næstkomandi vetur
Annars fögnum við því tæki-
færi sem við höfum til að láta
rödd unga fólksins heyrast innan
hreyfingarinnar og erum mjög
þakklát fyrir það.Við vonumst til
að sjá sem flesta á Unglingalands-
mótinu i'Vlk! ,
Bjarni Gunnarsson forstöðumaður ungmenna- og tómstundabúðanna að
Laugum í Sælingsdal.
leikjatölvu og farsíma uppi alla
daga. Það er ekki vandamál þegar
upp er staðið enda viðfangsefn-
in næg hér í búðunum. Hingað
hafa komið til dvalar einstaklega
góðir krakkar og það hefur verið
sérlega gaman og uppörvandi
að vinna með þeim. Það er ekki
nokkur spurning að þessar búðir
eru komnartil að vera og það er
eins gott fyrir skólastjórnendur
að panta dvöl f tfma fyrir næsta
vetur” sagði Bjami Gunnarsson,
forstöðumaður ungmenna- og
tómstundabúðanna að Laugum.