Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 20
eg
Frdbœr drangur Sigrúnar Brdr ií Snidþjédaleikuniin:
Stefnan tehin ó Pehina
Mikill uppgangur er hjá sunddeild
Fjölnis og þaðan koma nú upp-
rennandi sundmenn sem eiga eftir
að láta að sér kveða f framtíðinni.
Ein úr þessum efnilega hópi er
Sigrún Brá Sverrisdóttir 15 ára
nemandi úr Engjaskóla í Grafar-
vogi. Sigrún, sem æft hefur sund í
fimm ár hjá Fjölni, lét heldur betur
að sér kveða á Smáþjóðaleikun-
um í Andorra á dögunum og vann
þar til sex verðlauna. Arangur
hennar á leikunum vakti verðskuld-
aða athygli enda er hér á ferð ung
sundkona sem á svo sannarlega
framtíðina fyrir sér Það er mikill
metnaður í þessari kappsömu
stúlku sem hefur sett sér ákveðin
markmið. Eitt þeirra er að hún
er staðráðin í því að vinna sér
þátttökurétt á Olympíuleikunum í
Peking 2008.
Þegar Skinfaxi náði tali af Sig-
rúnu Brá var hún að halda af stað
til Akureyrar þar sen hún ætlaði
að keppa á aldursflokkameistara-
mótinu. Það verður nóg að gera
hjá Sigrúnu Brá á næstunni en hún
heldur utan I I. júlítil að taka þátt
í Evrópumeistaramóti unglinga.
FHún slær ekki slöku við, þessi
hressa og ákveðna stúlka. Blaðinu
lék forvitni á að vita hvers vegna
hún fór að æfa sund, þá 10 ára
gömul.
,,Ég reyndi fyrir mér í fótbolta
og frjálsum iþróttum en fljótlega
kom í Ijós að ég var ekki með
nógu sterk hné til að æfa þær
greinan Það var því ekkert annað
að gera en að snúa sér að ein-
hverju öðru og sundið varð fyrir
valinu. Á þessum tíma hafa hnén
styrkst ef eitthvað er allavega hef
ég getað æft og keppt af fullum
krafti. Þessi fimm ára tími í Fjölni
AFMÆLIS
TILBOÐ
OGPEPSI
20
SKINfAXI - tímarit Ungmennaíélags íslands
Sigrún Brá Sverrisdóttir, sunddrottning úr Fjölni, er hér á fleygiferð I skriðsundi
á móti I sumar.
er búinn að vera mjög skemmti-
legur og mér er stöðugt að fara
fram. Ég syndi i' kringum 14 tíma
á viku, snemma á morgnana og
síðan aftur seinni partinn," sagði
Sigrún Brá.
Keppir með Fjölni íVík
Eins og áður kom fram tók hún
þátt í Smáþjóðaleikunum í síðasta
mánuði og var það þriðja mótið
sem hún tekur þátt í á erlendri
grundu. Hún sagði að þátttaka sín
í Smáþjóðaleikunum hefði verið
mjög spennandi og hún hefði sýnt
miklar bætingar í flestum greinum
en skriðsundið er hennar aðalgrein.
Islandsmetin, sem hún á í dag, eru i'
stelpna-, meyja- og stúlknaflokki en
nú er að gera atlögu að metunum
í flokki fullorðinna.
I gegnum ti'ðina hefur Sigrún
Brá verið með nokkra þjálfara
en núverandi þjálfari hennar er
Ólafur Þór Gunnlaugsson sem lyft
hefur grettistaki í sunddeild Fjölnis.
,,Ég ætla mér stóra hluti ífram-
tíðinni og stefni ótrauð á Ólympíu-
leikana í Peking 2008. Það er alltaf
gott að setja sér einhver markmið
og vonandi ganga þau eftir Nú er
bara að einbeita sér að verkefn-
um sumarsins og eitt af þeim er
þátttaka í Unglingalandsmótinu í
Vik. Fyrsta og eina mótið sem ég
hef farið á var i' Stykkishólmi 2002
og það var skemmtilegt og eftir-
minnilegt."
Sigrún Brá Sverrisdóttir
gerði sér síðan lítið fyrir og setti
Islandsmet i' 400 metra skriðsundi
í 25 metra laug á aldursflokka-
meistaramótinu i' sundi á Akureyri
laugardaginn 25. júní.
Hún synti á 4:19,74 mínútum
og bætti sex ára met Láru
Hrundar Bjargardóttur um tæpa
sekúndu.
Þetta er fyrsta Islandsmetið
sem er sett á aldursflokkamótinu
í 8 ár
Þá bætti Sigrún Brá einnig
18 ára gamalt stúlknamet um
3.36 sekúndur. Þessi árangur
undirstrikar hvað þarna er mikið
efni á ferð.
Hef5 lyrir landstnótum
Mikil hefð ríkir fyrir landsmótum innan ungmennafélagshreyfing-
arinnar en í tæpri 100 ára sögu UMFI hafa verið haldin 24 lands-
mót vi'ðs vegar um landið. Árið 1992 fékkjón Sævar Þórðarson,
framkvæmdastjóri Ungmennafélags Eyjafjarðan þá hugmynd að
halda unglingalandsmót UMFI og miða við aldurshópinn 11-16
ára. Mótið yrði hugsað sem keppni og skemmtun til handa þess-
um aldursflokki.Vel var tekið í þessa hugmynd og frá og með
árinu 1992 hófst saga unglingalandsmóta UMFÍ.
Fyrsta unglingalandsmót UMFI var haldið 10,-12. júlí 1993 á
Dalvik. Mótið, sem haldið var á vegum UMSE.tókst vel í alla staði
og var alveg Ijóst að mótin voru komin til vera. Fyrirmyndarfélag
mótsins var HHF,
Á mótinu á ísafirði 2003 vartekin ákvörðun um að hækka
aldursmörk mótsins upp í 18 ár í stað 16 áður Á þingi UMFI eftir
mótið var ákveðið með miklum meirihluta atkvæða að halda
mótið árlega um verslunarmannahelgina.