Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2005, Síða 23

Skinfaxi - 01.05.2005, Síða 23
Ingibjörg Markúsdóttir frá Selfossi þjálfaði ungar og upprennandi fimleika- stjörnur á Laugarvatni á síðasta vetri. Ungmennafélag Islands hefur gert samstarfssamning við sex íþrótta- lýðháskóla í Danmörku. Umræddir skólar eru vítt og breitt um landið og leggja áherslu á mismunandi (þróttagreinar. Ungmennafélag íslands veitir nemendum styrk til dvalarinnar og gefurValdimar Gunnarsson iandsfulltrúi allar upplýsingar en hann hefur aðsetur í þjónustumiðstöðinni í Fellsmúla 26 í Reykjavík. Að sögn Valdimars er þetta annað árið sem UMFÍ styrkir íslensk ungmenni til dvalar í skólun- um í Danmörku sem hafa aðsetur í Sönderborg, Ollerup, Gerlev, Viborg, Árósum og á Norður-Jót- landi. UMFÍ styrkti tíu nemendur fyrsta árið en á yfirstandandi skólaári eru þeir 20 talsins. Fyrir næsta skólaár; 2005-2006, verða 40 styrktir veittir til dvalar í íþrótta- lýðháskólum í Danmörku. „Það ríkir mikil ánægja meðal nemenda sem dvalið hafa í þess- um skólum og ég veit að þeir sem hafa verið úti í vetur eru í skýjunum með dvölina. Nú er svo komið að við önnum ekki eftir- spurn og af þeim sökum höfum við ekki getað styrkt alla sem þess hafa óskað," sagðiValdimar. Friðrik Sveinn Björnsson, 24 ára Hvergerðingun mun dvelja í íþróttalýðháskólanum íVejle í 10 mánuði. Hann heldur utan 13. ág- úst og segist vera farinn að hlakka mikið til. Kunningi hans dvaldi í sama skóla og benti honum á þennan möguleika.Vinur Friðriks Sveins, Guðni Óskar Jónsson, verður með honum á sama skóla og er Friðrik Sveinn viss um að þeir eigi eftir að verða góðir saman. „Þegar ég kynnti mér skólann ÍVejle sá ég að þar var tónlistar- braut f boði og það kitlaði mig svo sannarlega. Eg hef mikinn áhuga á tónlist og hef verið trúba- dor í nokkur ár Ég hef ennfremur talsverðan áhuga á íþróttum og lék körfubolta með Hamri á mi'num yngri árum og æfði um tíma með meistaraflokki félagsins," sagði Friðrik Sveinn. - Hver var ástæðan að þú ákvaðst að fara í íþróttalýðháskóla í Dan- mörku? „Mér fannst einfaldlega vera kominn tími til að breyta til og orðspor þessara skóla er einnig mjög gott. Ég hef ekkert verið í skóla síðan að ég kláraði grunn- skóla en hef starfað sem verkstjóri á fóðurstöð í fjögur ár Ég er alveg handviss um að ég á eftir að hafa gott af vistinni í Danmörku.” FriðrikSveinn sagðist kunna Irt- ið í dönsku en það myndi vonandi lagast fljótt þegar út væri komið. „Ég ætla á tónlistarbrautina í Vejle og tel síðan fullvíst að ég iðki körfub*olta af fullum krafti næsta vetur;" sagði Friðrik Sveinn, hress í bragði. Get ekki beðið lengur „Ég stefndi alltaf að því að fá mér pásu frá alvöruskóla og mér fannst því íþróttalýðháskóli tilvalinn kostur í stöðunni. Ég hef mikinn áhuga á fimleikum, bæði sem iðkandi og þjálfari, og skólinn í Ollerup býður upp á spennandi möguleika hvað þá iþrótt áhrærir;" sagði Ingibjörg Markúsdóttir.tvítug stúlka frá Selfossi, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Laugarvatni í vor Hún ætlar eins og áður sagði til Ollerup í Danmörku í ágúst ásamt vinkonu sinni, Hrafnhildi Björk Guðgeirsdóttur Hún sagðist vita að aðstæður allar hvað fim- leikana varðaði væru í alla staði frábærar „Það er því um að gera að koma sér i' gott form aftur en ég var eingöngu að þjálfa upp á Laugarvatni á síðasta vetri," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist ætla að nýta sér dvölina í Danmörku til hins ýtrasta, læra dönskuna og kynnast nýju fólki. „Ég er orðin svo spennt að ég get varla beðið lengur Þetta á eftir að verða mikil upplifun og þroskandi tími. í vor kom fulltrúi frá íþróttalýð- háskólanum í Ollerup og kynnti skólann fyrir nemendum Mennta- skólans á Laugarvatni og mér fannst það mjög spennandi sem hún hafði fram að færa. Eftir þessa kynningu var ég ákveðin að slá til," sagði Ingibjörg. Ingibjörg og Hrafnhildur vinkona hennar verða í fyrstu í fjóra. mánuði í Ollerup en ætla að kanna möguleika á framlengingu þegar í Ijós kemur hvemig þeim lík- ar dvölin eins og Ingibjörg komst að orði. ÖRUGG & HAGKVÆM VEFVERSLUN stofnkostnaður frá 15.000r-kr. Kjarni er vottaður hugbúnaður sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til öruggrar vefverslunar www.kjarni.is íslenskt markaðstorg á netinu SKINFAXI - gefit út somfleytt síöon I909

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.