Skinfaxi - 01.05.2005, Page 24
B
Blátt dfram og Krakharnir í hverfjnn
B/dít áfram er forvorrtarverkefni UMFI.Á vormán-
uðum hefur Blátt áfram verið að undirbúa næsta
verkefni sem er kallað Krakkarnir í hverfmu.
Krakkarnir í hverfmu, eða The kids on the block
eins og verkefnið heitir á frummálinu, kemur frá
Maryland í Bandaríkjunum. Krakkarnir í hverfmu
eru stutt, fræðslutengd leikrit þar sem eins metra
háar leikbrúður eru notaðar til að fræða börn um
mál sem koma upp í samfélaginu og skipta þau
máli.
-Afhverju Krakkarnir í hverfmu?
„Þegar Blátt áfram fór að leita að
efni sem hugsanlega væri hægt
að nota í grunnskólum Islands
var okkur bent áThe kids on the
block. Það sem sérstaklega vakti
áhuga okkar var sú staðreynd að
þetta efni hefur nú þegar reynst
mjög vel í að fræða börn og ung-
linga um mál eins og kynferðislegt
ofbeldi," segir Svava Björnsdóttir
verkefnisstjóri Blátt áfram.
I leikþætti um ofbeldi og
kynferðislegt ofbeldi eru brúður
sem tala við börnin og taka við
spurningum frá þeim um þessi
mál. Brúður sem eru eins og börn-
in og tala eins og þau geta oft náð
beturtil þeirra en fullorðnir Sál-
fræðingur eða félagsráðgjafi verða
að vera viðstaddir hverja sýningu.
Ef barn kemur fram eftir eða í
sýningu og lýsir ofbeldi verður að
taka rétt á því.
Til þess að koma þessu efni
af stað fengum við fjárstyrk frá
Velferðarsjóði barna og forvarna-
nefnd Reykjavíkurborgar Einnig
hafa landsmenn verið duglegir að
leggja þessu lið með kaupum á
geisladiskum. Faglegur stuðningur
við krakkana í hverfinu fékkst frá
Barnahúsi og mun Barnahús ásamt
Félagsþjónustunni í Reykjavík
styðja við bakið á prufusýningum
nú f vor Ef allt gengur að óskum
verður boðið upp á sýningar fyrir
alla grunnskólana í haust. Brúðu-
leikhússtjórnendur eru Hallveig
Thorlacius og Helga Arnalds.
Með sýningunum fylgja verk-
efni, umræður og hópaspurningar
sem kennarar eru hvattir til að
nýta sér vikurnar eftir sýningarnar
til að byggja á efni þeirra og stuðla
að frekari skilningi barnanna á efn-
inu. Nánari upplýsingar er hægt að
fá með því að hafa samband við
verkefnastjóra Blátt áfram, Svövu
Björnsdóttur svava@umfi.is.
„Blátt áfram-verkefnið hefur
gengið alveg stórkostlega, það er
bara eina orðið yfir það. Móttök-
urnar alls staðar í þjóðfélaginu
hafa verið frábærarVið erum
núna að breyta svolftið áherslun-
um með beinni fræðslu fgrunn-
og leikskólum og til stendur hafa
samband við framhaldsskólana.
Við finnum fyrir mikilli þörf hjá
Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri
verkefnisins Blátt áfram.
fólki sem vinnur með börnunum
okkar það vill fræðslu og við
bjóðum upp á hana," sagði Svava
Björnsdóttir verkefnisstjóri Blátt
áfram.
- Hvernig séróu framhaldið fyrir þér
í þessum efnum?
„Það er að vinna áfram með
fólki sem vinnur með börnum.
Það óskar eftir fyrirlestrum eða
er að skrá sig á námskeiðin hjá
okkur Umræðan í þjóðfélaginu
hefur breyst til hins betra, fólk er
að vakna og sér að það verður
að gera eitthvað í málunum. Það
gerir sér grein fyrir að þessi mál
þarf að ræða betur Ég held að
þetta sé ekki eins mikið feimnis-
mál og áður Þörfm er samt að
einhver komi og opni umræðuna
á vinnustöðum og f skólum. Ég er
mjög bjartsýn á framhaldið í þess-
um efnum, verkefnin eru næg og
þetta hefur í raun verið að vinda
upp á sig og það mun hraðar en
við gerðum okkur grein fyrir.Við
erum að skoða nokkrar leiðir til
að fá fólk til að taka meira þátt
í starfinu með okkur í sjálfboða-
vinnu. Sú útlistun er ekki alveg
komin á hreint en það skýrist
þegar nær dregur haustinu.Við
erum að skoða ýmsar hugmyndir
byggðar á erlendum fyrirmynd-
um," sagði Svava Björnsdóttir
www.ibudalan.is
Þetta er
kannski ekki alveg eins
og aö afgreiða sjálfan sig
meö bensín...
... en næstum því
* Þú gengur frá greiðslumatinu á þfnum hraða
‘ Þú faerð staðfestingu á lánshæfi á nokkrum sekúndum
* Lánið er afgreitt á fjórum dögum
íbúðalán.is
- einfaldarí leið aö íbúöakaupum
íbúðalán.is
www.ibudaian.is
Mjög hagstæð lán, allt að 90%, á 4,15% verðtryggðum vöxtum.
Flámarkslán 26 milljónir, afgreiðslutími 4 dagar.
Umhverfi golfvallaríns ÍVÍk er óneitanlegt stórbrotið og glæsilegt.
Völlurinn er níu holur.