Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2005, Side 26

Skinfaxi - 01.05.2005, Side 26
Þurfum vii breytingnr! Nokkur umræða hefur farið fram innan íþróttahre/fingarinnar um nauðsyn breytinga á skipan íþróttahéraða. Hugmyndir hafa m.a. komið fram um að fækka íþróttahéruðum úr 27 í 15. í dag fara héraðssambönd og íþrótta- bandalög með stjórn íþróttahér- aða en landssamtökin tvö, ISI og UMFI, með skipan þeirra. Helstu rökin með fækkun íþróttahéraða hafa verið hagfræðilegs eðlis, þ.e.a.s. fyrir þau íþróttahéruð þar sem engar breytingar eru fyrirhug- aðar Rökin á móti hafa helst verið að stækkun íþróttahéraða kalli á sameiningu stjórna innan héraðs og meiri fjarlægð frá grasrót starfs- ins, þ.e.a.s. sjálfboðaliðum fækkar f stjórnum þar sem stjómum fækk- ar Þvf stærra sem íþróttahéraðið þeim mun meir minnka líkurnar á þvf að sjálfboðaliðar geti sinnt nauðsynlegri virkni og þörfin á launuðu, miðlægu starfsfólki verð- ur meiri. Fjarlægðir vaxa vegna félagsstarfs og æfinga. Þá minnka tekjur sameinaðs íþróttahéraðs úr jafnri skiptingu lottóarðs verulega. Allt þetta er liklegt til að auka á fé- lagslegan og hagfræðilegan vanda þeirra héraða sem hugsanlega yrðu sameinuð. Engartillögur eða óskir hafa borist frá heimamönn- um um að landssamtökin berti sér með boðvaldi við sameiningar héraðssambanda innan héraðs. Að mfnu mati er best að styðjast við núverandi ástand og eftirláta grasrótinni að þróast eftir þörfum hverju sinni. Það er ekki skynsamlegt að fastsetja í lög fjölda íþróttahéraða enda verða félögin ekki rekin með frjálsu framtaki ef boðvaldið tekur frum- kvæðið úr höndum grasrótarinnar Það er hlutfallslega miklu dýrara að reka íþróttastarf fyrir 30 börn á strjálbýlum svæðum eins og t.d. Barðaströndinni heldur en fyrir 3000 börn f Grafarvogi. Mikilvægi starfsins er þó það sama fyrir hvern og einn iðkanda. Það er því ekkert óeðli- legt við að krónuhlutur hvers iðkanda á Barðaströndinni í sjóðum íþróttahreyfingarinnar sé í líkum hlutföllum mun meiri en sambærilegur hlutur iðkandans i' Grafarvogi. Hálfrar milljónar króna tekjuminnkun íþróttastarfs í dreif- býli getur skipt sköpum um meiri- hluta rekstrarkostnaðar og orðið til þess að viðkomandi íþróttastarf legst af á meðan sama tala í þétt- býli hefur varla merkjanleg áhrif. Það þjónar þvf ekki hagsmunum eða markmiðum íþróttahreyfing- arinnar að vera berjast við að færa tölur í þessum upphæðum frá dreifbýlum íþróttahéruðum til íþróttahéraða f þéttbýli. Landssamtökin Tvö landssamtök starfa í þágu iþrótta- og ungmennahreyfing- arinnar á íslandi, UMFÍ og ISÍ. Núverandi staða þessara mála hér á landi er glöggt merki um vel heppnað starf tveggja öflugra sam- taka árum saman. Nokkur munur er á starfi þeirra enda starfa önnur samtökin m.a. samkvæmt lögum um faglegan rekstur afreks- íþrótta með aðild sérsambanda en hin sem grasrótarsamtök íþrótta- og ungmennafélaga. Bæði gegna þau ómissandi menningar- og íþróttatengdum hlutverkum. Eg tel ekki ástæðu til að breyta þessu skipulagi enda til hagsbóta fyrir hreyfinguna að sem flestir berjist fyrir henni og láti sig varða framgang hennar og tilurð. í framtíðarhugleiðingum um skipulag íþróttahreyflngarinnar hafa komið fram margar merkar hugmyndin Ein þessara hugmynda gengur út á að bæta einu stjórn- unarlagi við íþróttahreyfinguna sem væri stjórnunarlega séð á milli íþróttahéraðanna og lands- samtakanna. Svæðaskipting þessa stjórnunarlags færi eftir kjördæma- skipan hverju sinni og færi það með atkvæði héraðssambanda svæðisins á þingum landssamtaka. Aðrar hugmyndir hafa td. varðað að skipta upp stærstu iþróttahér- uðunum f smærri einingar og hefur Reykjavikursvæðið verið oftast nefnt i' þvi' tillrti en innan IBR má segja að starfi 8-9 héraðssam- bönd (hverfafélög) sem hafa f raun alla hefðbundna virkni sjálf- stæðra íþróttahéraða. Þá er ein hugmynd sem snertir skólatengda skiptingu íþróttahéraða. Sú hug- mynd gengur út á að tengja vinnu- svæði íþróttafélaga og héraða við skiptingu skólasvæða. Allar þessar hugmyndir ganga út á óbreytta skipan landssamtak- anna. Þó hefur heyrst að skynsam- legt gæti verið að framtíðarskip- anin yrði þannig að sérsamböndin ættu eingöngu aðild að öðrum samtökunum en héraðssambönd- in og íþróttabandalögin að hinum. Enn ein hugmyndin, sem snertir UMFI varðandi aðild félaga, er hvort skynsamlegt væri að öll íþrótta- og ungmennafélög ættu beina aðild að samtökunum í stað sambandsaðila eins og nú er Alft eru þetta áhugaverðar hugmyndir sem vert er að ræða og fá fram tillögur sem miða að bættari íþrótta- og ungmennahreyfingu, iðkendum og almenningi til góða. En er brýn þörf á breytingum á stjórnskipulagi iþróttahreyfing- arinnar? Ef svo er; þá hef ég ekki fundið fyrir henni. Ég finn aftur á móti fyrir sárri þörf til úrbóta hvað varðar 42-45% barna og unglinga sem taka ekki þátt f skipulögðu íþróttastarfi i' dag og helmingur þessara barna hreyfir sig Iftið sem ekkert! Þarna verðum við að leita nýrra leiða, opna nýjar dyr og leggjast öll á eftt. Framtíðin Það er jafnmikilvægt fyrir börn að þau læri að hreyfa sig reglulega, í hópi og sem einstaklingar; eins og þau læri að lesa. Það er af sem áður var þegar börn voru úti öllum stundum, hvernig sem viðraði, í alls kyns leikjum þar sem hreyfigleðin var í fyrirrúmi. Núna srtur stór hluti unga fólksins inni fyrir framan tölvur og sjónvörp. Félagsleg einangrun er orðin nokk- uð áberandi í daglegu Iffi barna og meðalþyngd eykst ár frá ári.Við skipulag nýrra hverfa er nánast hætt að gera ráð fyrir útisvæðum til leikja, rólóvellirnir eru horfnir og skólalóðir bjóða vart upp á leiksvæði svo merkjanlegt sé. Þetta stefnir f óefni nema veru- lega sé tekið á þessum málum. Það verður að vera meginverkefni íþróttahreyfingarinnar næstu ára- tugina að snúa þessari þróun við. Lffsnám er hugtak sem gæti átt við allt nám sem varðar lífsmynstur okkar Iþróttir eru þar á meðal ásamt tónlist, dansi, myndmennt, li'fsleikni o.s.frv. Það er löngu ti'ma- bært að grunnskólar kenni jöfnum höndum lífs- og bóknám. Ég tel nauðsynlegt að gera lífs- nám, þ.m.t. fþróttir, að skyldunámi á grunnskólastigi. Skipta þarf nám- inu upp i' aðgreinda þætti, bóknám og Iffsnám.Alft námið færi fram í samfellu á hverjum degi á vett- vangi grunnskóla. Innan lífsnámsins félli kennsla f öllum almennum hreyfmgargreinum (íþróttum), listum og Iffsleikni. Innan bóknáms- ins félli kennsla í reikningi, lestri, skrift o.s.frv.Vinnudagur nemenda yrði ein samfella, 6-8 klst í senn. Kennsla í aðgreindum hlutum li'fs- námsins yrði á vegum viðkomandi fagaðila (íþróttafélaga, listaskóla, samtaka) en bóknám yrði kennt hefðbundið. Öll aðstaða sé í eða við grunnskólana. Sérhæfing f li'fsnámi hefjist við 10-1 I ára aldur en fram að þeim tfma sé kennsla f Iffsnámi almenn og miði að þvf að víkka sjóndeildarhring og reynslu nemenda. Afreksstarf íþróttafélaga og langskólanám menningar- og listgreina sé aðskilið frá almennri skólastarfsemi eins og verið hefur Leiða má líkur að því að lífsnám grunnskólans muni fullnægja hneyfi- þörf 80% barna og unglinga og þvf má vænta enn meiri sérhæf- ingar f þjálfun þeirra sem kjósa að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.