Skinfaxi - 01.05.2005, Page 27
stunda afreksþjálfun til viðbótar
lífsnáminu.
Aðrar tillögur sem þurfa að
komast til framkvæmda á allra
næstu árum:
a) Ferðakostnaður iðkenda sé
óháður búsetu, td. með jöfn-
unargjaldi sem ríkið greiði.
b) Almenn þátttökugjöld
iðkenda lækki verulega eða
hverfi alveg.
c) Þjálfun og kennsla iþrótta,
menningar og lista sé kostuð
af sveitarfélögum samkvæmt
samningi við ríkið.
d) Grunnrekstur íþrótta- og
ungmennastarfs um land allt
verði tryggður með fjárfram-
lögum ríkis og sveitarfélaga,
fjáröflunum sjálfboðaliða
og styrkjum frá fyrirtækjum.
Tilurð og stjóm þessara félaga
verði áfram fyrir tilstilli frjáls
framtaks.
fréltirúr hreyfingunni
Kristján Pálsson kjörinn formaður UMFN
Aðalfundur UMFN var haldinn fimmtudaginn 26. mai'
2005.
íþróttamaður UMFN 2004 var kosin Erla Dögg
Ffaraldsdóttir sundkona og er hún vel að þeim titli
komin. Ólafsbikarinn hlaut Andrés Ottósson. Bikarinn
er viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og gefinn í minningu
Ólafs heitins Thondarsen af fjölskyldu hans.
Formaðurinn, Kristbjöm Albertsson, gaf ekki kost á sér til for-
mennsku að þessu sinni en aðrir í stjórn félagsins gáfu kost á sér til
áframhaldandi stjómarsetu. I stað Kristbjöms var Kristján Pálsson kjörinn
formaður félagsins. Stjómina skipa: Kristján Pálsson formaður, Guðmund-
ur Sigurðsson ritari og Þórunn Friðriksdóttir gjaldkeri.Varamenn eru
Helgi Rafnsson og Gunnar ðm Guðmundsson og endurskoðandi er
Gunnar Þórarinsson.
58. ársþing HSS haldið i Árnesi
58. ársþing HSS var haldið í Ámesi og fór hið besta fram.
Þingið fagnaði þeim stórhug sem Hólmavíkurhreppur sýndi
við uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Hólmavík sem opnuð
var formlega í byrjun þessa árs. Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, og Helga Guðjónsdóttir varaformað-
ur sátu þingið og veittu við það tækifæri þeim Vigni Pálssyni, formanni
HSS, og Jóhanni Bimi Ásgrímssyni gjaldkera starfsmerki Ungmennafélags
Islands.
Stjórn HSS er skipuð eftirtöldum einstaklingum:Vignir Pálsson
formaðunjóhann Björn Ásgrímsson gjaldkeri, Kristján Sigurðsson ritari,
Aðalbjörg Óskarsdóttir varaformaðurj og Ragnheiður Fossdal meðstjórn-
andi.Varastjórnina skipaVictor Örn Victorsson, Máni Laxdal og Birna
Ingimarsdóttir
e) Sérsambönd íþrottagreina
njóti ríkisstyrkja á fjárlögum
en taki í staðinn þátt í kostn-
aði við þjálfun afneksíþrótta
og kosti alfarið landskeppnir
f) Atvinnumennsku í afreksstarfi
verði settar mjög skýrar reglur
og þröngar skorður verði sett-
ar við þátttöku atvinnumanna
í keppni áhugamanna.
g) Öll uppbygging aðstöðu sé
hugsuð miðlægt, út frá hugs-
anlegri nýtingu, fjölbreytni,
jöfnum rétti iðkandans til
hreyfingar mikilvægis með
tilliti til byggðar og framtíðar-
búsetu á svæðinu.
Þvi' miður er ekki hægt í stuttri
grein að gera grein fyrir öllum út-
færslum þessarar hugmyndasmíð-
ar en vonandi glittir þó i' kjarnann.
Margar leiðir eru að sama mark-
inu sem er að skapa heilbrigðar
sálir i' hraustum líkömum. Ég tel að
ekki skipti meginmáli hvemig, held-
ur að sem flestir nái markinu. Með
öflugu íþrótta- og ungmennastarfi
um land allt spörum við þjóðinni
útgjöld þegartil lengdar læturen
aukum um leið lífsgæði komandi
kynslóða. Það er árangur sem vert
er að berjast fyrir
Meðlimum í stjórn UÍA var fjölgað
Sambandsþing UÍA var haldið á laugardaginn 30. apríl
1 s.l. Fámennt var en þó góðmennt, aðeins 16 fulltrúar af
127 löglegum mættu til þinghalds og er það eitthvað
sem félögin þurfa að skoða En þrátt fyrir dræma mæt-
ingu kom ýmislegt fróðlegt fram.
Nokkrartillögur fóru fyrir þing og voru allar samþykktar samhljóða
Það sem fyrst ber að nefna er að meðlimum í aðalstjóm UIA var fjölgað
úr þremur i' fimm. Sitjandi stjóm var endurkosin og inn í hana bættust
Gunnar Gunnarsson frá Þristi og Bjarneyjónsdóttirfrá Leikni.
Tveir gestir heiðruðu þingið með nærveru sinni, þau Birgir Gunn-
laugsson frá UMFÍ og Björg Blöndal frá ÍSÍ. Fluttu þau bæði ávörp og
kynntu verkefni samtaka sinna Birgir veitti tveimur einstaklingum starfs-
merki UMFÍ, þeim Benedikt jóhannssyni fráAustra ogjónu Petru Magn-
úsdóttur frá Súlunni. Þá voru kynnt tvö samstarfsverkefni sem UIA tekur
þátt í. Annars vegar er samningur við KHB og hins vegar samningur við
Alcoa. Bæði þessi verkefni fela í sér stuðning fyrirtækjanna við iþrótta-
og æskulýðsstarf á Austurlandi og verða kynnt nánar si'ðar
Guðmundur Ingþór kjörinn formaður HHF
26. héraðsþing HHF var haldið á Patreksfirði laugardag-
^yk inn 30. apríl s.l. Fyrir þinginu lágu hin hefðbundnu aðal-
jT fundarstörf svo og mótaskrá sumarsins á starfssvæði
a HHF ásamt öðrum málum. Þingið var vinnusamt og
s var dagskrá á áætlun undir öryggri stjórn þingforsetans,
M. JlJt Brynjars Þórs Þorsteinssonar
íþróttamaður HHF 2004 er Sindri Sveinn Sigurðsson, sundmaður frá
Tálknafirði (UMFT)
Breytingar urðu á stjórn og er hún skipuð sem hér segir:
Aðalstjórn:
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, formaður IH
SKINFAX! - geíii úí samíleytt síðon 1909