Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall — Jón Kristján Sigurðsson Stórum áfanga í sögunni fagnað á nýja árinu Árið, sem nú er brátt á enda runnið, var fyrir margra hluta sakir viðburðaríkt í sögu Ungmennafélags íslands. í stórri hreyfingu eins ungmennafélagshreyfingunni iðar allt af lífi allan ársins hring. Unglingalandsmótið var sem endranær á sínum stað um verslun- armannahelgina og fór það fram með glæsibrag. Mótið var að þessu sinni haldið á Laugum í Suður Þingeyjarsýslu og sóttu það í kringum tíu þúsund manns. Unglingalandsmótunum vex fiskur um hrygg með hverju árinu sem líður og það er deginum Ijósara að þau eru komin til vera. Það er hvergi betri staður um þessa helgi en á unglingalandsmóti og fjölskyldan nýtur tímans saman í umhverfi þar sem allir njóta sín. Undirbúningur fyrir næsta Unglingalandsmót er í fullum gangi en það verður haldið á Höfn í Hornafirði. Uþpbygging íþrótta- aðstöðu er hafin fyrir allnokkru og er Ijóst að þar mun rísa fullkom- in íþróttaaðstaða. Á næsta ári fagnar Ungmennafélag íslands stórum áfanga í sögunni þegar hreyfingin verður 100 ára gömul. Risalandsmót verður haldið í Kópavogi fyrstu helgina í júlí. Mótið verður bæði stórt og glæsilegt og verður haldið við kjöraðstæður þar sem þúist er við í kringum 50 þúsund gestum. Samhliða mótinu verður haldin menningarhátið. UMFÍ og Kópavogur verða í kastljósinu þessa helgi og er gaman til þess að vita að landsmenn muni fjöl- menna og fagna aldarafmæli með einni stærstu fjöldahreyfingu landsins. UMFÍ opnaði svæðisskrifstofu á ísafirði í vetur og á nýja árinu er stefnt að því að opna nýja skrif- stofu í Stykkishólmi þar sem svæðisfulltrúi á Vesturlandi mun hafa aðsetur. Flott án fíknar er forvarna- verkefni sem UMF( vinnur í samvinnu við Lýðheilsustöð. Verkefnið hefur farið vel af stað og eru bundnar miklar vonir við það á næstu árum. Ungmenna- og tóm- stundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu standa í blóma og er Ijóst að þær eru komnar til vera. Aðsóknin hefur vaxið ár frá ári og flestir skólarnir koma orðið á hverju ári. Það er áhugavert og spenn andi að vera ungmennafélagi og ekki draga úr því þau verk- efni sem blasa við á næstu misserum. Skinfaxi óskar ungmenna- félögum sem og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla og farsældará nýju ári. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMFl Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðs- son o.fl. Umbrot/hönnun: Örn Guðnason Prentun: Prentmet Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: PSN-samskipti og Gunnar Bender Ritnefnd: Anna R. Möller Einar Haraldsson BirgirGunnlaugsson Ester Jónsdóttir Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFl, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, sími: 568-2929, netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi með aðsetur á ísafirði, Guðrún Snorradóttir, verkefnisstjóri forvarna Esther Jónsdóttir, ritari, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Þóra Kristinsdóttir, bókhald, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa, kynningar- og upplýsinga- fulltrúi. Jón M. Ivarson, söguritari Alda Pálsdóttir, verkefnisstjóri vegna ritunará sögu UMFl Stjórn UMFÍ: Björn B. Jónsson, formaður Helga Guðjónsdóttir, varaformaður Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Ásdís Helga Bjarnadóttir, ritari Anna R. Möller Haraldur Þór Jóhannsson Hringur Hreinsson Jóhann Tryggvason Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Eyrún H. Hlynsdóttir Forsíðumynd: Myndin er af Islendingum sem stunda nám í Iþróttalýðháskólanum í Sonderborg. Frá vinstri: Sverre Valtýr Helgason, Anna Margrét Guðmunds- dóttir, Karl F. Jörgensen Jóhannsson, Vilhjálmur Þór Jónsson og Dagný Ivarsdóttir. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands ~J

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.