Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 4
Evrópumótið ífimleikum íOstrava ííékklandi: Frábær árangur hjá Gerplustúlkum Gerplustúlkur stóðu sig með eindæmum vel á Evrópu- mótinu í hópfimleikum sem lauk í Ostrava íTékklandi 5. nóvember sl. Stúlkurnar lentu í öðru sæti og er þetta besti árangur hjá íslensku hópfimleikaliði. Sænska liðið Stockholm Top Gymnast varð Evrópumeistari með 26,15 stig. Gerpla hlaut 25,25 stig í öðru sæti og í þriðja sæti lenti danska liðið Slagelse GF með 25,10 stig. Árangur Gerplustúlkna er enn ein stað- festingin á velgengni fimleika hér á landi á síðustu árum. Árangur þeirra vakti mikla athygli ytra og er mikil lyftistöng fyrirfim- leika í heild sinni á (slandi. „Við vorum allar afar stoltar af árangri liðsins á Evrópumótinu í Ostrava. Við lögð- um upp með að hafa gaman að því sem við værum að gera. Við vissum hvað við gætum og ef við værum heppnar gætum við allt eins farið mjög langt. Liðið er sterkt og hafði alla burði en það má ekkert út af bregða. Einbeitingin og viss heppni verður að vera til staðar og segja má að þessir þættir hafi verið með okkur á Evrópumót- inu," sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, ein af þjálfurum Gerplunnar sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum fyrir skemmstu. Ása Inga var sjálf þátttakandi í þessu liði en hætti iðkun á sl. vori og gerðist þjálfari liðsins. Hún er 24 ára gömul og hefur verið þjálfari hjá Gerplu í níu ár. Ása Inga sagði það hafa verið sérlega gaman að fylgjast með stelpunum á mótinu. Gleðin skein úr hverju andliti og þær voru staðráðnar í því að komast eins langt og kostur væri. Ása segir flestar stelpurnar hafa æft fimleika frá barnsaldri, verið fyrst í áhaldafimleikum og síðan fært sig yfir í hópfimleikana. „Það skiptir afar miklu máli að halda stelpum við efnið en hópfimleikarnir gefa einmitt færi á því. Þetta er hópvinna þar sem skiptir máli að vinna saman/'sagði Ása Inga. - Hvað er fram undan hjá þessum stelpum? „Það er Norðurlandamótið í lok apríl. Þangað verður farið með sama hugarfari og á Evrópumótið. Við verðum alltaf betri og betri og það verður spennandi að vinna með þetta lið áfram. Við stefnum að því að fara með tvö lið á Norðurlandamótið en þetta mót er eitt af þeim sterkari sem hald- in eru. Lið frá Norðurlöndunum eru með bestu liðunum í þessari íþrótt." - Góður árangur hjá íslensku fimleikafólki hlýtur að gefa byr í seglin og vekja áhuga þeirra yngri? „Tvímælalaust hlýtur góður árangur að þjappa okkur saman og vekja áhuga hjá ungum krökkum. Þegar þeir eldri og reyndari eru að standa sig vel þá rýkur áhuginn uþp hjá þeim yngri. Það skiptir miklu að þeir yngri eigi fyrirmyndir," sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir. BAKKAVOR www.spm.is /MMk/m w mm ARKITEKTAR BOLHOLTI8 4 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.