Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 24
Margir stunda nám við lýðháskóla í Danmörku: Það er mikið orðið um það að fyrir- tæki ýmiss konar fari í svona verk- efni í þeim tilgangi að skerpa á samheldni starfsfólksins og hvetji það til að vinna saman. Þetta er eitthvað sem maður gæti nýtt sér heima á íslandi og er aldrei að vita nema maður gæti boðið upp á svona þjónustu. Þetta er einn af þeim möguleikum sem í boði eru hér. Annað gæti líka verið sniðugt en það er að kynna dönsku íþrótta- lýðháskólana meira í íslenskum framhaldsskólum. Þetta er mjög spennandi kostur fyrir þá sem eru á aldrinum 17-25 ára." Karl sagði að hægt væri að sækja sér þjálfararétt- indi í ýmsum greinum boltaíþrótta. Hann sagði ennfremur að nemen- dur lærðu meira um íþróttina út frá bóklegu hliðinni en sá þátturyrði svolítið útundan heima á íslandi. Það gerði öllum gott að skoða íþróttina frá öllum hliðum. „Ég hvet alla sem eiga þess kost að skoða þann möguleika að fara til náms í íþróttalýðháskóla. Ef þú stekkur ekki á svona möguleika á árunum í kringum tvítugt þá gerir þú það aldrei. Að stunda nám í íþróttalýðháskóla er áhugaverður kostur sem vert er að íhuga með opnum hug.”Karl sagði það á stefnuskránni hjá sér, þegar hann kæmi heim, að Ijúka stúdentspróf- inu. Hann sagðist alls ekki útiloka það að verða íþróttakennari eða fara í sjúkraþjálfun. Þar er verið að vinna mikið með íþróttafólki sem honum fyndist spennandi. „Okkur fannst þetta spennandi og áhugavert" Erling Jonsson , sem er hálfur Færeyingur, er aðstoðar- skólastjóri við íþróttalýðháskólann í Sönderborg. Erling segir að Vil- hjálmur sé fyrsti fatlaði nemandinn sem komið hafi til náms við íþróttalýðháskólann í Sönderborg. Erling er öllum hnútum kunnugur við skólann en þar hefur hann starfað í 15 ár. Hann er íþrótta- fræðingur að mennt og hefur nok- krum sinnum komið til íslands til að heimsækja UMFÍ og í tengslum við badminton en hann þjálfaði færeyska landsliðið um hríð. „Það var mjög spennandi að fá Vilhjálm í skólann á sl. hausti. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta verkefni hafi gengið frábær- lega vel í alla staði. Vilhjálmur er góður drengur, duglegur í því sem hann tekur sér fyrir hendur og við erum hæstánægðir með frammi- □ Landsbankinn N A M O stöðu hans. Við vorum ekkert hræddir við að prófa þetta, fannst það áhugavert og spennandi. Ef upp hafa komið vandamál höfum við leyst þau strax og svona heilt yfir hefur þetta gengið mjög vel. Við gætum vel hugsað okkur að fá fleiri fatlaða einstaklinga í fram- tíðinni," sagði Erling. Fyrstu (slendingarnir komu til náms í íþróttalýðháskólann í Sön- derborg ári 2001. Erling segir mjög gott að hafa fslendinga í skólanum en þeir séu duglegir og skemmti- legir félagar. „Við höfum átt gott samstarf við UMF( en í gegnum þá hreyfingu fáum við nemendur hingað. Markmið okkar er að héðan fari nemendur sterkari en þeir komu. Kennarar, starfslið og nemendur vinna vel saman hér í skólanum og úrverðurein stórfjölskylda.Við getum sagt að hér birtist norrænt samstarf í sinni bestu mynd. Hér eru nem- endur frá Danmörku, (slandi, Fær- eyjum og Grænlandi og að auki nokkrir nemendurfrá Ungverja- landi/'sagði Erling Jonsson. Orkuveita Reykjavíkur Nokkrar staðreyndir um íþrótta- lýðháskólann í Sönderborg (vetur stunda 93 nemendur nám við íþróttalýðháskólann í Sönder- borg. Nemendurnir koma frá Danmörku, íslandi, Færeyjum, Græn- landi og Ungverjalandi. Skólinn er alhliða skóli og þar eru í boði flestar greinar íþrótta. Sönderborg er syðst á Jótlandi, skammt frá landamærum Þýskalands. Skólinn á sér mikla hefð en hann var stofnaður 1952 og var starfræktur fyrstu tvö árin sem kvennaskóli og síðan sem (þróttalýðháskóli. í Sönderborg og á svæðinu þar í kring er talið að á þriðja hundrað (slendinga búi. Á sumrin sækja Danir mikið til Sönderborg í sumarleyfum sínum. Gott er að nýta sér danska lestakerfið til að koma sér til Sönderborgar en ferðin þangað frá Kaupmannahöfn tekur um fjóra tíma. B/RT/NGAHOLT ®Almenna í 19X34 I tvCóOv verkfræðistofan BRIM SEAFOOD m A m Ó T U M AÐ M A M M V 1 R K 1 Jói útherji KNATTSPYRNUVERSLUN » 24 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.