Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 25
Ragnhildur Einarsdóttir formaður USÖ og undirbúningsnefndar fyrir ULM 2007: Við erum full tilhlökkunar hér á Hornafirði 10. Unglingalandsmót UMFl verður haldið um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði. Undir- búningur fyrir mótið hófst fyrir allnokkru og að sögn Ragnhildar Einarsdóttur, formanns Ungmennasam- bandsins Úlfljóts, USÚ, og formanns undirbúnings- nefndar, miðar undirbún- ingi vel áfram. Helstu fram- kvæmdir fyrir mótið eru við byggingu nýs íþróttavallar og sundlaugar. „Það er allt á góðri leið og við erum búin að ráða sérgreinastjóra í flestar greinar á mótinu. Við í undirbúningsnefndinni erum full tilhlökkunar sem og bæjarbúar. Það er mikil spenna í loftinu og þá ekki síður hjá ungu fólki. Það er komin mikil hefð fyrir Ungl- ingalandsmótunum hjá mörgum fjölskyldum vítt og breitt um allt land. Við búumst ekki við færri en fimm þúsund gestum og um eitt þúsund keppendum. Það er geysilega gaman að takast á við þetta verkefni og það gerir heilan helling fyrir þetta bæjarfélag," sagði Ragnhildur Einarsdóttir. Ragnhildur sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Ragnhildur Einars- dóttir. Fæðingarstaður: Höfn í Hornafirði. Maki: Árni Rúnar Þorvaldsson. Börn: Guðný 6 ára, Einar Karl 5 ára. Aldur: 30 ára. Starf: Grunnskólakennari. Bifreið: Skodi. Uppáhaldsmatur: Kjúklinga- bringur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Besti prentmiðillinn: Les oft- ast Fréttablaðið, það er ágætt. Besti Ijósvakamiðillinn: RÚV. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Tekinn er í uppáhaldi eins og er. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Auðunn Blöndal ÍTekinn. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Englar alheimsins en mig langar svakalega mikið að sjá Mýrina. Frá Höfn í Hornafirði. Ljósmynd: Sigurður Mar/Gaidur ehf. Besta bók sem ég hef lesið: Er nýbúin að lesa Skugga vindsins. Hún er frábær. Besti leikari íslenskur: Ingvar E. Sigurðsson. Besti leikari erlendur: Kevin Bacon. Uppáhaldstegund tónlistar: Ég hlusta á alla tónlist. Uppáhaldssöngvari: Enginn sérstakur. Eftirminnilegasta augnablik: Að sjá börnin sín í fyrsta sinn. Fyrirmynd: Mamma og pabbi. Fleygustu orð: Ekki flækja líf þitt að óþörfu. Áhugamál: Mér finnst gaman að ferðast með fjölskyldunni, en hef líka gaman af öllum íþróttum. Hvers gætirðu síst verið án: Fjölskyldunnar. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Góða bók sem endist meðan ég lifi. Hvað er ómissandi: Að nærast. Ef þú ynnir milljón í happ- drætti: Þá færi ég gott ferða- lag til útlanda og myndi byrja ferðina í London. Hvað gleður þig mest: Að Ijúka góðu dagsverki. Erfiðasti andstæðingurinn: Allir andstæðingar eru erfiðir. Besti knattspyrnumaðurinn: Maradona. Hvaða íslenskur íþrótta- maður stendur fremstur í dag: Eiður Smári Guðjohnsen. Besti íþróttamaður í heimi í dag:Thierry Henry í Arsenal. Fallegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Allir strákarnir í Friends-þátt- unum voru bæði sætir og skemmtilegir. Mottó í framtíðinni: Að flækja ekki líf mitt að óþörfu. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.