Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 28
Valur Magnússon, nýkjörinn formaður USAH: USAH Mikið af efnilegum krökkum á svæðinu Valur Magnússon var kjörinn nýr formaður USAH á 89. þingi sambandsins, 11. nóvember sl. Valur tók við formennskunni af Birki Freyssyni. Að öðru leyti er stjórnin óbreytt. Valur hafði áður verið formaður Ungmennafélagsins Geisla í sex ár. „Ég var í sjálfu sér ekki að sækjast eftir þessu starfi en lét að lokum undan þrýstingi. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ungmennastarfinu og krakkarnir mínir eru mikið í íþróttum og hafa verið að ná þar góðum árangri. Það ýtir að sjálf- sögðu undir áhugann hjá manni," sagði Valur Magnússon, nýkjörinn formaður USAH. „Ég hef ekkert komið nálægt starfi hjá USAH svo að sá starfsvettvangur er alveg nýrfyrir mér. Það er alveg Ijóst að það þarf að taka til hend- inni en hlutirnir gerast ekki í hvelli. Mikilvægt er þó að fólk sjái að sé vakning í kringum héraðs- sambandið. (mínum huga er mjög mikilvægt að okkur takist að hafa starfsmann, þó að ekki væri nema í hálfu starfi. Þetta snýst að sjálfsögðu allt um fjármögnun og á næstunni er ætlunin að setjast niður með sveitarfélögunum á svæðinu og fá þau til að koma að verkefninu með okkur," sagði Valur. Valur sagði töluvert af ungum og efnilegum krökkum í sambandinu svo að framtíðin er björt hvað því við kemur. Milli 20 og 30 krakkar mæta orðið reglulega á frjálsíþróttaæfingar á Blöndu- ósi svo að áhuginn ertil staðar að sögn Vals. Nokkrireinstaklingarfrá USAH stóðu sig með stakri prýði á Unglingalandsmótinu á Laugum á sl. sumri. „Mér finnst krakkarnir ekki vera fá þá þjálf- un sem þau eiga skilið. Það er mikilvægt að þau hafi góða leiðbeinendur. Það byggir upp áhug- ann og skapar um leið betri anda." Valur sagði að markmiðið væri að koma starfseminni á góðan rekspöl á nýjan leik en til þess þyrfti héraðssambandið að fá stuðning frá sveitarfélögunum í kring. Á hann þar við Blönduós, Skagaströnd og Húnavatnshrepp. „Við setjumst niður með stjórnum þess- ara aðila fyrir áramótin og vonandi skila þær viðræður góðri niðurstöðufsagði Valur Magnús- son í samtalinu við Skinfaxa. SAFNASVÆÐIÐ Á AKRANESI • Steinaríki íslands • Iþróttasafn Islands • Byggðasafn Akraness og nærsveita • Safn Landmælinga íslands • Upplýsingamiöstöö ferðamanna • Garðakaffi • Handverkshús Opnunartímar: 15. maí - 14. sept. daglega frá kl. 10-17 15. sept - 14. maí daglega frá kl. 13 -17 Tel: 431-5566 • museum@museum.is www.museum.is ilmandi jólatrjám, greinum og eldiviði Munid að íslensk tré eru umhverfisvæn SKOGRÆKT RÍKISINS Sudurland 480 1821 / 864 1102 S Norðurland 462 5175 Austurland 471 1774 'é Vesturland 435 0047 m 0 0 0 m i « I 0 0 r ' ■ . ■ j{w 1 28 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.