Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 10
Sambandsráðsfundurá Flúðum: Gagnlegur sambandsráðsfundur sambandsráðsfundur Ungmennafélags íslands var haldinn á Flúðum laugardag- inn 28. október sl.Yfir 50 þingfulltrúar sóttu fundinn sem var afar gagnlegur og skilaði miklu verki. Fjörugar umræður spunnust um ýmis mál en fundinum lauk um kvöldmatar- leytið á laugardeginum. Fundir sem þessi eru haldnir annað hvert ár. Kynnt voru m.a. drög að 25. Landsmóti UMFl sem haldið verður í Kópavogi 5.-8. júlí 2007. Auk hefðbundinna keppnisgreina er verið að finna ýmsar keppnisgreinar sem henta munu follorðnum, unglingum og börnum. Einnig verða ýmsar sýningar í gangi, meðal annars afmælissýnin UMFI’ í Gerðarsafni, en UMFI’ verður 100 ára 2. ágúst á næsta ári. Heimasíða Landsmótsins er www.umsk/lands- mot. Húsnæðismál hreyfingarinnar voru í brennidepli en stefnt er að byggingu nýrra höfuðstöðva. Málin voru kynnt fundarmönnum en nánari ákvörðun um framhaldið ætti að liggja fyrir áramót. Jón M. ívarsson, sem ritar sögu UMFÍ í tengslum við 100 ára afmælið á næsta ári, kynnti á fundin- um bókina sem er í smíðum. Hann las kafla úr bókinni á fundinum, fundarmönum til mikilla ánægju. Ragnhildur Einarsdóttir, formaður USÚ, kynnti einnig á fundinum 10. Unglingalandsmótið sem haldið verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Ragnheiður fór yfir undirbún- ing mótsins sem hafinn er á fullum krafti og miðar. UMFI’ hélt, í samvinnu við menntamálaráðuneytið, námskeiðið Verndum börnin okkar, sem fjallaði um hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Umsjón með námskeiðinu höfðu Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir. ÖSSUR 10 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.