Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 20
Stunda saman nám viðíýðháskóla C 66 S0NDERBORG Vilhjálmur Þór Jónsson er 22 ára gamall Keflvíkingur sem hafði um nokkurn tíma reynt án árangurs að komast að í skóla sem hent- aði honum. Sökum andlegrar fötlunar sinnar kom Vilhjálmur alls staðar að lokuðum dyrum þangað til móður hans, Brynju Sigfúsdóttur, var bent á að í gegn- um Ungmennafélag íslands væri möguleiki á að kom- ast að á íþróttalýðháskóla í Danmörku. Brynja setti sig í samband við UMFÍ. Möguleikarnir voru skoðaðir og eftir eftirgrennslan var íþróttalýðháskólinn í Sönder- borg tilbúinn að taka á móti Vilhjálmi ef liðveitandi fengist með honum sem yrði Vilhjálmi til halds og trausts. UMFf auglýsti í kjölfarið eftir liðveitanda og ekki leið á löngu áður en Karl F. Jörgen Jóhannsson lýsti áhuga að vinna með Vilhjálmi í Sönderborg og samhliða því stunda nám við skólann. Þeir félagar héldu síðan til Danmerkur í ágúst sl. Þetta var í fyrsta skipti sem íþróttalýðháskólinn í Sönderborg tók inn nemanda sem átti við andlega fötlun að stríða. Þetta var því tilraunaverkefni sem skólayfirvöldum í Sönderborg fannst spennandi og áhugavert að takast á við. Yfir 40 íslendingar stunda nám í vetur í þeim sex íþróttalýðháskólum í Danmörku sem UMFÍ hefur gert samstarfssamninga við. Skólarnir eru vítt og breitt um Danmörku og hafa hver um sig sérstöðu hvað varðar þær íþróttagreinar sem lögð er áhersla á. Hægt er að stunda nám í skólunum í fjóra, fimm eða níu mánuði og í þeim er hægt að ná sér í þjálfararéttindi í flestum íþróttagreinum. Hægt er að sækja um styrk til UMFÍ og auk þess veita skólarnir afslátt af skólagjöldum. „Ég er viss um að námið á eftir að nýtastsyni mínum vel í nánustu framtíð" „Vilhjálmur hafði í nokkur ár verið búinn að reyna að komast til Bandaríkjanna en það gekk ekki. Við höfðum reynt lengi og víða og leitað fanga hjá mörgum, einstakl- ingum og samtökum, og allt kom fyrir ekki. Þetta strandaði eflaust á tryggingum og umsjón með hon- um. Norræna félagið var okkur inn- an handar og reyndi að koma Vilhjálmi til Kanada en eins áður gengu hlutirnir ekki eftir þegar á reyndi. Síðan leiddi eitt af öðru og á endanum var mér bent á Ung- mennafélag (slands. Þangað lá leið- in og þar hitti ég fyrir Valdimar Gunnarsson sem hafði íþróttalýð- háskóla í Danmörku á sinni könnu. Vilhjálmur getur ekki séð um sig sjálfur. Því var farin sú leið að aug- lýsa eftir liðveitanda og við gátum í raun ekki verið heppnari í þeim efnum. Hlutirnir gerðust hratt og félagarnir voru komnir út í ágúst," sagði Brynja Sigfúsdóttir, móðir Vilhjálms Þórs. Brynja sagðist vera mjög ánægð með hvernig UMFl hefði tekið á málum í byrjun. Hún segir einnig að það hafi skipt sköp- um að fá Karl F. Jörgen Jóhannsson sem liðveitanda en hann hefur staðið sig með prýði með Villa í vetur. Karl taki á öllum málum af æðruleysi og leysi vandamálin áður en þau verða vandamál. - íhverju er fötlun Vilhjálms fólgin? „Hann var upphaflegur greind- ur misþroska og í vandræðum með samhæfingu hreyfinga. Það hefur hjálpað honum mikið að hann hef- ur stundað íþróttir alla tíð og ver- ið í tónlistarskóla síðan hann var fimm ára gamall.Tónlistarnámið hefur ekki síður reynst honum vel og verið gott veganesti út í lífið." Vilhjálmur vann um tíma á leikskó- la með námi sínu við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja en þar var hann á svonefndri starfsbraut. Á þeirri braut er reynt að undirbúa nem- andann eins og kostur er áður en út í atvinnulífið er farið. Vilhjálmur hefur sl. ár fengið að vera á bekkn- um hjá meistaraflokki Keflvíkinga í körfu og hefur passað upp á að leikmenn hefðu nóg vatn að drekka. Hann ferðaðist mikið með liðinu um landið og naut sín í hví- 20 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.