Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 21
Margir stunda nám við lýðháskóla í Danmörku: vetna í þessu starfi. Þegar Vilhjálm- ur var 17 ára gamall fékk hann undanþágu frá KK( til að æfa og leika með 10. bekk. Aðspurð hvernig hún sjái skóla- göngu Vilhjálms í framtíðinni sagði Brynja hana vera óljósa en vissulega sé það tilraun að senda hann á íþróttalýðháskólann. Hún sagði möguleikana hérheima litla sem enga til frekari skólagöngu. „Hann gæti reynt við stúdents- próf í fjölbrautaskóla og farið í almenna tíma. Geta hans hins veg- ar er þannig að ég sé ekki í fljótu bragði að hann myndi klára þann- ig nám. Vonandi verður einhver breyting þar á og að fötluðum ein- staklingum verði boðið upp á ein- hvers konar framhaldsnám að loknu námi á starfsbrautum." - Finnstþér þessum hópi ein- staklinga ekki nægilega sinnt í þjóð- félaginu i dag? „Það finnst mér ekki. Maður rekur sig alls staðar á lokaðar dyr. Þetta er mikil barátta en UMFl tók okkur vel og ég er viss um að námið í Danmörku á eftir að nýtast syni mínum í nánustu framtíð," sagði Brynja Sigfúsdóttir. Frá vinstri Sören Stein, skóiastjóri, Vilhjálmur Þór, Erling Jonsson, aðstoðar- skólastjóri, og Karl F. Jörgensen Jóhannsson. „Þegar mér líður velergaman að lifa" Vilhjálmur sagðist ekki hafa verið búinn að hugleiða það lengi að fara í íþróttalýðháskóla í Dan- mörku. Honum hafi hins vegar ver- ið bent á þennan möguleika og hann síðan ákveðið að láta slag standa. „Ég get ekki sagt að ég hafi spáð eitthvað sérstaklega í að fara á íþróttalýðháskóla en það var mjög áhugaverður kostur þegar málin voru skoðuð ofan í kjölinn. Mamma mín viðraði þessa hug- mynd við mig og mér fannst hún vel koma til greina. Við héldum sem leið lá í UMFÍ og hittum þar fyrir Valdimar Gunnarsson sem hefur þessi mál á sinni könnu. Við settumst niður með honum og hann sagði okkurfrá möguleikun- um sem í boði voru. Valdimar ræddi m.a. við skólayfirvöld í Sön- derborg sem sögðust vera reiðu- búin til að taka á móti mér með fylgdarmanni. Málin þróuðust síðan með þeim hætti að ég hóf nám í skólanum með haustinu. Ég hef stundað íþróttir mikið í gegnum tíðina og í því sambandi get ég nefnt boccia, fótbolta, bog- fimi, körfubolta og sund/'sagði Vilhjálmur Þór Jónsson. - Hvernig fannst þér aðkoma hingað í haust og hvernig gengu fyrstu dagarnir fyrirsig? „Mérfannst byrjunin ganga mjög vel og dvölin lagðist vel í mig. Það koma síðan dagar þegar allt gengur á afturfótunum og maður verður þungur í skapinu. Undir þessum kringumstæðum er gott að eiga góðan vin að eins og Karl. Þegar ég er þungur nægir oft að setjast niður með góðum vini og ræða málin og eins hafa kenn- ararnir reynst mér vel. Mestmegnis aftímanum til þessa hefurflest leikið í lyndi en eins og ég sagði á ég til að missa fótanna og þá verð- ur allt ómögulegt. Þegar mér líður aftur á móti vel er gaman að lifa. Ég er viss um að ég hef haft mjög gott afdvölinni hér í Sönderborg og hún hefur gert mig að sterkari einstaklingi. Þolið hefur batnað mikið og ég er búinn að læra marga nýja hluti. Það er dýrmætt að hafa kynnst öllu þessu fólki sem er hér við nám og kennurum og starfsliði skólans/'sagði Vilhjámur. Hann sagðist mæla eindregið með því að einstaklingar, sem væri eins ástatt um, íhuguðu það hiklaust að setjast á skólabekk í íþróttalýð- háskóla. Ef þeir væru sterkir og vildu reyna væri það tvímælalaust þess virði. - Finnstþér þúhafa breyst að einhverju leyti? Ert þú sterkari og líður þér betur sem einstaklingi? „Ég er ekki frá því og ég sé lífið í öðru Ijósi en áður. Það er gott að bæta öðru tungumálið í safnið en mér hefur ekki fundist auðvelt að komast inn í það. Ég er samt allur að koma til en mér finnst danskan erfið og þá alveg sérstaklega þegar hún ertöluð hratt."í spjalli okkar við Vilhjálm minntist hann sérstak- lega á myndlistina og sagði að hún væri í miklu uppáhaldi hjá sér og hann hefði fundið sig sérstaklega á því sviði í skólanum í vetur. Eins hefði hann mjög gaman af körfu- bolta og í öllum frístundum sem gæfust væri hann í íþróttasalnum að leika sér. Vilhjálmur var inntur eftir því hvort hann myndi snúa sér meira að myndlistinni en áður þegar náminu lyki í Sönderborg. „Það er aldrei að vita og satt best að segja gæti ég vel hugsað mér það. Mér líður vel þegar ég teikna en þá er eins og ég nái að dreifa huganum vel. Ég var aldrei góður að teikna og það er eins og að þessir hæfileikar séu að spretta fram núna. Ég gat varla teiknað áður en ég kom hingað út en myndlistartímarnir hafa reynst mér afar vel. Það verður bara að koma í Ijós hvort ég halli mér meira að listinni, framtíðin ein sker úr um það,"sagði Vilhjálmur. - Hvað ertu að gera i frítimanum og á kvöldin? „Á miðvikudagskvöldum hitt- ast allir nemendurnir og sprella saman. Öðru hverju hittast gang- arnir og etja kappi saman í íþrótt- um. Um helgar hittumst við á lau- gardögum og eigum góða stund saman. Oft förum við niður í mið- bæ en annars reynir maður að slaka á og njóta þess að vera til." Vilhjálmur sagði að ýmislegt væri gert til að brjóta upp hið hefð- bundna skólaform og í október hefði verið farið í skólaferð til Lanzarote sem er ein Kanaríeyja. „Það var glampandi sólskin alla vikuna sem við dvöldum þar. Þar varð ég strandblaksmeistari og ég var mjög montinn með frammi- stöðuna þar." - Hefur ekki verið gaman fyrir þig að kynnast krökkum frá öðrum löndum? „Það er alltaf gaman að hitta nýtt fólk, alltaf pláss hjá mér fyrir nýtt fólk. Á heildina litið sé ég aldrei eftir því að hafa komið hingað til náms. Eins og ég sagði fyrr hafa komið tímar þar sem ég hefði viljað vera annars staðar, stundum liggur illa á mér en ég er miklu oftar í góðu skapi. Mér hefur áskotnast töluverð reynsla hér á íþróttalýðháskólanum sem mun eflaust nýtast mér alla ævi,” sagði Vilhjálmur Þór Jónsson hress íbragði. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.