Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 14
Reykjavíkurborg úthlutar UMFÍ lóð við Tryggvagötu: Lóð undir nýjar r Lóðin sem Reykjavíkurborg hefurúthlutað Ungmennafélagi Islands, sem fagnar iOOára afmæli á næsta ári Á borgarráðsfundi 9. nóvember sl. var samþykkt að UMFÍ fengi að byggja á lóðinni viðTryggvagötu 13 en hreyfingin áformarað reisa nýjar höfuðstöðvar á umræddri lóð. UMFÍ verður 100 ára á næsta ári. Er mikill áhugi á að byggja æskulýðs- og menningarhús þarna og ef að áætlanir ganga eftir er vonast eftir að hægt verði að taka húsið í notkun vorið 2008. Nokkur ár eru síðan að upp kom sú hugmynd að byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir hreyfinguna og virðist hún ætla að verða að veru- leika. Hugmynd að húsinu er sótt til Danmerkur en fyrir um tíu árum reistu systursamtök UMFl’ I Danmörku slíkt hús sem þótti takast afar vel. í nýja húsinu verður þjónustumiðstöð UMFÍ sem í dag er til húsa í Fellsmúla 26. i nýja húsinu verður rekin gistiaðstaða fyrir íþróttafólk af landsbyggðinni í tengslum við keppnisferðir og æfingar. Einnig er gert ráð fyrir lítilli sundlaug og fjölnota íþróttasölum sem einnig má nota sem fundarsali fyrir leikfélög utan af landi. „Bygging nýrra höfuðstöðva UMFÍ gefur hreyfingunni aukin sóknarfæri og fyrir vikið verður hún enn sýnilegri í þjóðfélaginu. Þessi áform gefa okkur einnig tækifæri til útvíkkunnar í starfseminni í heild sinni" - sagði Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, við Skinfaxa Björn sagði ennfremur að ef þessu áform gengju eftir myndi UMFÍ geta boðið upp á betri þjónustu en áður fyrir félagsmenn sína og þá sérstaklega þá sem búa úti á landsbyggðinni. Björn sagði það stórt mál í sínum huga að bjóða meðlimum í hreyfingunni góða gistingu í höfuðborginni. „Næstu skref í þessu ferli er að gera kostnaðaráætlun en síðan eru það stjórnin og hreyfingin sem taka endanlega ákvörðun. Ef allt gengur upp er ég að gera mér væntingar um að hægt verði að hefja framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar UMFl í vor," - sagði Björn að lokum. Reykjavík • Keflavík-FLE • Borgarnes • Ólafsvík • ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri • Vopnafjörður • Egilsstaðir • Neskaupstaður • Höfn • Vestmannaeyjar • Hveragerði Upplýsingar og bókanir í síma 461-6000 6 568-6915 • Afgreiðslutimi 08-18 alla daga • Fljótlegt og auðvelt að bóka bil á www.holdur.is þínar þarfir - okkar þjónusta. » Bílaleiga Akureyrar er ein elsta og stærsta bilaleiga landsins með starfsemi á 13 stöðum um allt land. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda ávallt lögð rik áhersla á gott úrval vel útbúinna bila sem uppfylla ýtrustu kröfur viðskiptavina. BILALEIGA AKUREYRAR 14 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.