Skinfaxi - 01.12.2006, Blaðsíða 16
Jón M. ívarsson sagnfræðingur:
Vormenn íslands - Saga UMFÍ
Nú í sumar var Jón M. Ivarsson sagnfræðingur
ráðinn til að skrifa sögu UMF( sem verður 100
ára á næsta ári. Hugmyndin er að bókin komi
út á ársþinginu haustið 2007. Jón er vel þekktur
meðal ungmennafélaga fyrir störf að íþróttum
og félagsmálum og lauk sagnfræðiprófi í vor.
Hann situr nú við tölvuna á skrifstofu UMFl og
skrifar allt hvað af tekur. Skinfaxi ákvað að spyrja
hann frétta af gangi mála við söguritunina.
„Stjórnarmenn UMFÍ leituðu til mín í vor og
þeir vilja fá bókina í hendur í október 2007. Bók-
in á að vera 500 blaðsíður í stóru broti svo að
hér er ekki um neitt smáverkefni að ræða. Þetta
verður örugglega mikið kapphlaup við tímann.
Reyndir sagnfræðingar segja mér að venjan sé
að taka tvö eða frekar þrjú ár í svona verkefni en
ég fæ 15 mánuði!
Þetta er mikil áskorun og ég ákvað að slá til
því að starfsemi ungmennafélaganna hefur
lengi verið mér hugleikin. Ég nýt góðs af því í
tímahrakinu að ég hef undanfarin ár viðað að
mér upplýsingum um ungmennafélögin. Hérna
í Fellsmúla eru geymdar skýrslur félaganna til
UMFl og þær skipta þúsundum. Svo eru prent-
uðu skýrslurnar, þinggerðirnar, byggðasögurog
síðast en ekki síst Skinfaxi. Þarna eru geysilegar
heimildir en mitt verk er að búa til úr þessu sögu
sem er læsileg, ekki bara upptalning á stað-
reyndum.
Sagan hefst þar sem sex ungir og vasklegir
menn storma á Þingvöll 2. ágúst árið 1907 og
stofna þar UMFl. Þeir voru allir búnir litklæðum
í fornum stíl og vöktu bara þó nokkra athygli.
Að vísu voru fjölmiðlar á þeim tíma miklu upp-
teknari af því að þarna var staddur danskur
kóngur heldur en ungmennafélögunum en nú
muna fæstir einu sinni hvað hann hét hvað þá
meira. Flestir kannast hins vegar við UMFl.
Það er margt fróðlegt sem kemur á daginn
þegar maður fer að skoða söguna ofan í kjölinn.
Minnstu munaðí að UMFÍ klofnaði áður en það
leit dagsins Ijós vegna valdabaráttu stóru félag-
anna á Akureyri og í Reykjavík. Því var afstýrt
með róttækum lagabreytingum sem reyndar
heftu starfsemi UMFlfyrsta áratuginn. Stundum
hefur gustað um þá menn sem voru á toppnum
og árið 1922 fór svo að bæði formaður og ritari
UMFÍ sögðu af sér störfum vegna ágreinings
við aðra stjórnarmenn. Þeir komu þó aftur inn
í stjórnina síðar. Menn hafa forðast að skýra frá
þessu en nú er svo langt um liðið að ég held að
rétt sé að upplýsa málið.
Svo er eitt kúnstugt mál sem hefur komið
upp á yfirborðið við þessa söguskoðun. Mótið,
sem haldið vará Akureyri 17. júní 1909 og hefur
verið kallað fyrsta Landsmót UMFf, var alls
ekkert landsmót. Stjórnendur UMFÍ voru með
þetta á hreinu og kölluðu mótið 1911 réttilega
fyrsta landsmótið og mótið 1914 mót númer
tvö. Öll mótin eftir þetta hljóta sitt númer í réttri
röð þar til kemur að mótinu 1949. Þá er allt í
einu tekin sú ákvörðun að breyta röð mótanna
og setja mótið frá 1909 framan við þau öll. Þetta
er ekkert annað en sögufölsun og nú verður
hreyfingin að ákveða hvað gera skal. Á að leið-
rétta töluna og þá verður næsta mót 24. land-
mótið, eða á að hafa ruglinginn áfram? Það
broslega við þetta er að menn eru að tala um að
halda landsmót árið 2009 til að halda upp á 100
ára afmæli mótanna. Það er ekki hægt því að
mótið 1909 var bara fjórðungsmót, eitt af fjórum
sem haldið var á Norðurlandi árin 1909-1912. Ef
haldið verður upp á 100 ára afmæli mótsins
árið 2009 verður líklega að halda 100 ára afmæl-
ismót næstu þrjú árin líka því að þau mót voru
ekkert frábrugðin fyrsta mótinu. Svona fer nú
stundum þegar menn fara að breyta sögunni á
hæpnum forsendum.
Stærsti kaflinn í sögunni er saga UMFl og
ungmennafélaganna. Hún verður svona þriðj-
ungurinn af bókinni. Svo verða sérstakir kaflar
um stærstu verkefnin eins og landsmótin, ungl-
ingalandsmótin, skógræktina og Þrastaskóg. I
lokakaflanum verðurfrásögn af starfi UMFl eins
og það er í dag. Bókin á að verða mikið mynd-
skreytt, með myndum á hverri blaðsíðu. Svo
verða myndirog stuttarfrásagnirafformönnum
og merkispersónum innan hreyfingarinnar hér
og þar í bókinni.
Til að gefa litla hugmynd um efnið skal ég
láta þig hafa hér brot úr kaflanum um stofnun
UMFl. Þá var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum og
þar var danskur kóngur mættur til að heiðra
þegna sína.
Þennan dag sýndu átta glímukappar konungi
iþrótt sína á völlunum og glimdu affræknleik.
Gliman vakti mikla athygli enda hafði einn kepp-
andinn, Jóhannes Jósefsson frá Akureyri, strengt
þess heit að sigra i glímunni eða heita minni mað-
urella. Enginn landsleikur nútimans i knattspyrnu
hefur vakið viðlíka athygli og konungsgiíman
1907 og ekki var rætt um annað meira mánuðum
saman en hvort sunnlenskum glimuköppum tæk-
ist að lækka rostann iþessum loftmikla Norðlend-
ingi. Jóhannesi tókst ekki að sigra, hann hiaut
tvær byltur i keppninni og varð i þriðja sæti. Hann
vann þó meira afrek siðar um daginn þegar hann
ásamt fimm öðrum ungum mönnum stóð að
stofnun heildarsamtaka fyrir ungt fótk á Islandi
og varkjörinn formaður þeirra. Þessi samtök hlutu
nafnið Ungmenna-féiag Islands og hafa allargöt-
ur síðan verið merkisberi ungmennafétagshreyf-
ingarinnar.
Svo er líklega best að láta þig hafa sýnishorn af
baráttunni við brennivínið. Þegar hér var kom-
ið sögu (um 1920) var búið að setja innflutnings-
bann á áfengi á Islandi og þetta bann skipti
þjóðinni ítværandstæðarfylkingar, líka ung-
mennafélögum:
Áfengisbannið dugði þó skammti baráttunni við
brennivínið. Bruggarar og smyglarar sáu um að
hafa það áfram á boðstólum og sífellt kvarnaðist
úr viðnámi bannmanna með læknabrennivíni og
Spánarvínum. Það er árátta mannskepnunnar að
sækja i vímu og tvífættir Islendingar hafa aldrei
verið undantekning frá þeirri reglu. Það var opin-
bert ieyndarmái innan ungmennafélagshreyfing-
arinnar að margir gengu úr henni vegna bind-
indisákvæðisins sem ella hefðu verið góðirliðs-
menn. Margir töidu afturá móti að ákvæðið hefði
tryggt tilveru margra ungmennafélaga og einmitt
þessvegna hefðu margir góðir fétagar gengið til
liðs við hreyfinguna.
Þetta er nú bara lítið brot af þessari miklu sögu.
Iþróttaiðkun, byggingar samkomuhúsa, sund-
lauga og íþróttavalla, skógræktin, fundir, skemmt-
anir með leiksýningum og dansiböllum, samhjálp,
vegagerð, ferðalög, blaðaútgáfa og námskeið í
orðsins list, dansi, íþróttum og handverki eru
nokkur af þeim fjölbreyttu hlutverkum sem ung-
mennafélögin hafa tekið að sér til að auðga mann-
lífið hér á landi í heila öld. En nú má ég ekki vera
lengur að þessu málæði, sagan skrifar sig ekki
sjálf," segir Jón að lokum og grúfir sig yfir tölvuna.
Samtalinu er lokið en hann lofarað bæta einhverju
við síðar þegar verkinu vindur fram.
16 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands